15.10.2008 | 01:13
Nú þarf að gera stórhreingerningu
Allir sem bera ábyrgð hér eiga skilyrðislaust að segja af sér. Enn og aftur bendi ég á að við þurfum óháða rannsóknaraðila til að skoða málin.....nokkur ár aftur í tímann. Strútarnir eiga að gera þjóðinni þann greiða að stíga úr embættum. Stjórn SÍ, Fjármálaeftirlits og stjórn landsins nýtur ekki trausts og eiga að sjá sóma sinn í að fara frá. Síðan á að rannsaka allar ákvarðanir þessara aðila ofan í kjölinn. Hér er kannski sofandaháttur versti glæpurinn? Það er búið að hneppa þjóðina í ánauð. Ég varð aldrei vör við góðærið en er farin að finna vel fyrir hallærinu. Það er framundan 100 ára einsemd heillar þjóðar ef ekkert er að gert.
Ég held að allt ruglið hafi byrjað þegar stjórnvöld stálu kvótanum.......................nú ber að þjóðnýta hann.
Bankaskýrsla undir stól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála þér, það þarf stórhreingerningu. Pólitíkusar, bankamenn, og eftirlitsmenn. Það hlýtur að styttast í byltingu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:21
Sammála að mörgu leiti, en "...100 ára einsemd...". Er þetta ekki smá... svart sýni
Sporðdrekinn, 15.10.2008 kl. 01:52
Sporðdreki.....EF ekkert er að gert.....við ætlum að gera eitthvað!!!!!!!!!!!
JK það verður einhvers konar bylting
Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 02:10
Er enntá í frettafríi nenni ekki ad taka tátt núna....Fæ heldur ekki neina nidurstödu hvad sem ég leita ...
Knús á tig inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 15.10.2008 kl. 06:20
100% rétt allt saman en hvað er til ráða, hér tekur aldrei nokkur neina ábyrgð heldur sitja sem fastast sama hversu miklu þeir klúðra.
Róbert Tómasson, 15.10.2008 kl. 07:12
Takk jyderupdronning.
Erlingur....já satt er það
Robert ótrúlegur andskoti......við þurfum alla vega að muna vel á næsta kjördegi
Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 08:42
Hæ.
Ég er smmála því að það þarf að taka til eftir svona draslaragang.
Þar sem ég bý á Seyðisfirði miussti ég af góðærinu að miklu leyti. Ég ætla að gera allt sem ég get til að missa af kreppunni líka.
100 ára einsemd er dáldið svartsýna útgáfa an stöðunni, er það ekki. 100 dagar er meira eins og ég vil sjá það.
Jón Halldór Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 13:49
Jón Halldór ég sagði 100 ára einsemd Ef ekkert er gert.....ég reikna alls ekki með svartnætti í heila öld
Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 15:41
"Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.
Vefurinn liggur niðri vegna "viðgerða"Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.
Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem
þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum.
Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt."
Skrifað af og tekið af vef Hæstvirts Viðskiptaráðherra hr Björgvin G Sigurðssonar.
Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:25
Jóhann hvernig er þetta hægt?
Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 18:40
Ég veit ekki Hólmdís er svo gáttaður.
Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:52
Það þarf miklar hreinsanir hér.....en það er erfitt í fámennninu
Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.