Hverju reiddust goðin?

Það er allt á suðupunkti á Íslandi í dag.  Eldfjöllin ókyrrast.....líka þau mennsku.  Óveðursspá og hætta á snjóflóðum.  Þjóðarskútan sokkin og búið að gefa fjárglæframönnum góðan tíma til að fela slóða sína.

Við verðum að viðurkenna að við ráðum ekki ein við ástandið.   Allt traust á stjórnmálamönnum er farið og SÍ er fyrir bí.   Ég held það verði bara að ráða erlenda óháða sérfræðinga til að leiða okkur út úr brunarústunum og rannsaka tildrög þess að svona herfilega fór. Það er réttur tími til að leita sökudólga núna.   Og nota Svörtuloft fyrir fangelsi.  Það á að krefjast þess að þeir sem fóru með þjóðarauðinn úr landi séu framseldir hingað til lands.  Strax. Ef við eigum að eiga nokkra von sem þjóð.

Égeröskuþreifandiilloghanannú.


mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Þú ert greinilega vel lesin. Mér finnst synd og skömm að það er hætt að kenna flestar þær bækur, sem maður man best.
Þessi setning situr enn föst í hausnum:

Hverju reiddust goðin, þegar hraunið rann, er nú stöndum vér á.

ÞJÓÐARSÁLIN, 23.10.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 Það er nú dálítið langt síðan þetta var lesið en nú er um að gera að velja Íslenskt !!

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Eitt má Davíð Oddsson eiga, hann greiddi upp skuldir ríkissjóðs. Hugsa sér hvernig það hefði verið ef R-listinn hefði ráðið ríkissjóði! Þá fyrst værum við að tala um neyðarástand.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.10.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já honum tókst það með því að selja bankana....þetta er eins og boomerang Sigurgeir Orri.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Búmerang sem small beint í fésið á fíflinu sem hafi ekki hugmynd um hverju hann varpaði.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.10.2008 kl. 17:34

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jæja. Eru konurnar nú orðnar reiðar. Þá er ekki von á góðu, örugglega helmingi verra en þegar goðin reiðast.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.10.2008 kl. 21:35

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Emil  það fer að sjóða upp úr.

Georg það kom af krafti til baka

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband