Hvernig væri að skipta í nokkra daga?

......þá yrðum við laus við eftirlaunaósómann

......þá yrði gengið í að góma landráðamennina...

......Þá yrðu stöður aðstoðarmanna þingmanna  lagðar niður

......þá yrði þingmönnum fækkað

......en

.....þá yrðu hryllilegar biðraðir í verslunum

   og að lokum

....Burt með spillingarliðið.   Verndum auðlindirnar

 


mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér finnst nú fyrrverandi bæjarstjórinn í Mosó gera lítið úr afgreiðslufólki á kassa með þessum samanburði....verð nú bara að segja það

Ég myndi frekar líkja þingmönnum við fiskúrgang á færibandi....á leiðinni í gúanó.

Burt með spillingarliðið, mætum á Austurvöll kl. 15:00 á laugardag!

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

En þetta er samt rétt sem hún er að segja.....málin eru varla borin undir þingmenn.

Burt með spillingarliðið!

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sammála ykkur báðum, það eru öll störf nauðsynleg og við værum öll í vanda ef það vantaði í störf á t.d. afgreiðslukassa, við hreingerningar, við póstútburð, í mötuneyti á spítölunum og fleira í þeim dúr.

Sammála þér að flestu leyti, Hólmdís, en hins vegar held ég að aðstoðarmenn ráðherra séu algerlega nauðsynlegir. Eftir því sem ég best veit, vinna ráðherrar MJÖG langan vinnudag, óteljandi símtöl til þeirra daglega, fyrirspurnir og e-mail skrif sem ráðherrarnir gætu ómögulega sinnt ef þeir hefðu ekki aðstoðarmenn. Auk þess eru aðstoðarmennirnir oft í því starfi að afla upplýsinga um ákveðin mál fyrir ráðherrana og spara þeim þannig tíma. Ég myndi frekar leggja til fækkun á þingmönnum, enda skilst mér að Ísland eigi flesta þingmenn per haus landsmann í heiminum.....

 Annars góð

Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

OK Lilja er búin að leiðrétta....þetta átti að vera aðstoðarmenn þingmanna sem er nýbúið að setja á ....þeir eru að mig minnir í 33% starfi og fá 150 þús fyrir sem er dágott.  Sátt?

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, u.þ.b. 150000 fyrir 12 til 15 stunda vinnutíma virka daga væntanlega á viku, er ekki slæmt!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.11.2008 kl. 21:44

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki slæmt Magnús.........

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband