9.11.2008 | 03:15
Bull og vitleysa og brostnar vonir.
......Ég varð fimmtug i október. Og kveið því ekkert....heldur þvert á móti trúði ég því að ég sæi fram á bjartari tíma. Ég þyrfti kannski ekki að vinna allt of mikið til eilífðar........gæti farið að eiga meiri tíma fyrir sjálfa mig án þess að fá samviskubit yfir því. Reyndar hefur vinnan mín snarminnkað...það er enga yfirvinnu að fá. Fólk sagði mér að nú færi besti tíminn í hönd....og ég færi að upplifa frelsi á ný og bla bla bla...ahahaha. Þetta er jafnljótt og að segja við við börn " þetta verður ekkert vont" áður en þau eru sprautuð, Ég hef verið blekkt. Þetta er sko bull og vitleysa. Þetta er tóm lygi. Síðan ég varð fimmtug hefur allt verið niður á við.....mig grunaði ekki að allt dalaði svona hratt við að komast á þennan aldur. Ég átti afmæli 6. október.....reikna með að þið munið þann dag jafnvel og ég. Þá hófst svartnættið. Og sér ekki fyrir endann á því.
Draumarnir okkar og framtíðarplön hafa verið lögð í rúst. Nú er það "þakkarvert" að hafa vinnu og halda húnæðinu sínu og eiga jafnfamt fyrir mat.
Ég vil finna þá sem bera ábyrgð á þessu og draga þá fyrir dóm. Það er með öllu ólíðandi að þeir sem ábyrgð bera séu enn í sínum störfum. Ég vona að fólk mæti á Austurvöll næsta laugardag og krefjist réttlætis. Við verðum að neyða ráðamenn til að HLUSTA.
Annars er þetta ekki nokkur aldur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Því miður er ekki búið að finna lækningu við heyrnarleysi og sumir skilja ekki táknmál í einföldustu mynd eins og eggja og jógúrtkast. Ríkisstjórnin kann bara eitt tákn og notar það óspart á almúgann
Víðir Benediktsson, 9.11.2008 kl. 09:34
En þú verður að viðurkenna að 50 er nú talsvert.
Víðir Benediktsson, 9.11.2008 kl. 09:36
Lifi byltingin! Kannski íslendingar séu loksins að vakna af Þyrnirósarsvefninum.
50 er jafngott og allt annað Hólmdís, láttu Víði ekki draga þig niður.
Haraldur Davíðsson, 9.11.2008 kl. 10:17
Þetta var þokkaleg afmælisgjöf sem þú fékkst, eða hitt þá heldur.
Vonandi tekst þjóðinni að losa sig við ríkisstjórnina, svo það sé hægt að byggja hlutina upp frá grunni - og þú fáir góða framtíð.
Ekki láta kúgast.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:35
Maður má víst þakka fyrir það að hafa trygga vinnu í dag.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:21
Fimmtíu er nú bara helvíti gód tala finnst mér...Tó tjódarskútan sé komin á höfudid...
Gudrún Hauksdótttir, 9.11.2008 kl. 11:52
Víðir.....það er reyndar verið að gera aðgerð ásumum heyrnarlausum....og græða í þá kuðung....það er kannski málið að senda alla í aðgerð?
Halli 50 er bara flott........þjóðin er að vakna
Sigga ég er handviss að það mun birta...en tekur tíma
Jóna Kolbrún og jyderupdrottning já....
Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 12:23
Eftir 50 fara hlutirnir að gerast!
Til hamingju.
Kveðjur,
Elías.
Netskoli.com
Maturinn.com
Elías Stefáns., 9.11.2008 kl. 12:46
Hólmdís mín til hamingju með aldurinn og taktu nú eigi afmælisgjöfina nærri þér því við sterka fólkið eigum eftir að plumma okkur bara vel.
50 ár er engin aldur, þegar ég varð fimmtug var mér boðið í hádegismat á Hard Rock
og er við vorum búin að borða komu allt þjónaliðið með is með stjörnuljósum á og sungu afmælissönginn, ég upplifði mig eins og 10 ára.
Í dag er ég sex sex og finnst ég bara ekkert eldrien þá.
Knús til þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 12:50
Takk Elías og Milla. Ég er mjög sátt við aldurinn per se.
Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 13:07
Hólmdís til hamingju með þetta stórafmæli. Það má svo sannarlega segja að þú lendir á krossgötum á þessum tímamótum en eigum við ekki að vona að það verði til góðs þegar fram í sækir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:25
Takk Jakobína....ég hef trú á að á endanumveerði þetta til góðs þótt lexían sé dýr
Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 17:43
J'a, ussuss, bannað að tengja þetta um of við sjálfa þig, bara leiðnleg tilviljun auk þess sem þú ert ekkert síður falleg núna en 49, 40, 30...!
Svo var því hvðíslað að mér að ónefndum smáfugli, að þú hefðir nú fengið örlítið fleir og jafnframt meir gott í afmælisgjöf en bankahryllingin!?
En rétt hjá þér að leiðrétta Víði garm, en mín kæra, það er ekki kuðungur sem græddur er í, hann er nú fyrir hluti eyrans og sá hluti þess sem nemur hið talaða mál. Í hann er hins vegar grætt sérstakur rafstrengur eða taug, sem örvar upp frumurnar í kuðungnum, sem rýrnað hafa eða skaddast að einvherjum orsökum.með hjálp frá stafrænum búnaði svipað og í nýjustu heyrnartækjum, eru svo boðin flutt og mögnuð til að viðkomandi öðlist svo aftur skárri eða betri heyrn!
Kallast þessar aðgerðir þ.a.l. Kuðungsígræðslur!
En víðir hefur margan kuðungin séð og sjálfsagt lagt að eyra á sjómennskuferlinum, óteljandi slíkur komið upp í veiðafærum á þeim skipum sem hann sigldi á!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.