Aðför að öryrkjum og öldruðum

.............Þetta er algjört hneyksli.  Stór hluti fólks sem þarf að nota stomavörur hefur ekki fjáhagslega  burði til að greiða fyrir þetta.   Vei þeim sem leggur þetta til.  Við vitum að kreppan mun fara verst með þá sem minnst mega sín en fyrr má nú rota en dauðrota.

Það verður að halda vörð um þá sem minnst mega sín í samfélaginu.   Ég treysti ekki núverandi stjórnvöldum til þess.


mbl.is Eins og að rukka fyrir klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er skandall

Sigrún Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún þetta er svívirða

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér finnst að setja eigi sjálfsala á klósett alþingishússins til að fjármagna þetta. Fimm þúsund kall til að dyrnar opnist. Þar eru allir með í maganum og þetta myndi gefa að lágmarki milljón á dag. Jafnvel meira: 63 x 5.000 x 4 = nenni ekki að reikna.

Haraldur Bjarnason, 25.11.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður Halli og ef seðlabankinn er tekinn með væri jafnvel hægt að hækka bætur þessa fólks smávegis

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já furðulegt að vilja taka þetta af fólki

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.11.2008 kl. 16:17

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heitir þetta ekki bara að "Stinga höndunum beint ofan í skítinn"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 17:08

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jakobína Ingunn.........þessu verður almenningur að mótmæla

Magnús þeir sem stjórna þessu hafa allavega skitiðupp á bak

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 17:12

8 identicon

Hvernig væri að T.R færi nú að endurskoða hver er öryrki og "öryrki" þá væri möguleiki að þeir sem eru virkilega veikir fái alla þa hjálp og stuðning sem þeir þurfa

kona (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:05

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já kona.................en ég trúi að flestir þeir sem eru skráðir öryrkjar séu það í raun.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 20:09

10 identicon

Hólmdís..... jaaaaaáá en ekki allir. Ég veit...ég þekki... margir vita...margir þekkjaen alltof fáir þora að segja frá

kona (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:21

11 identicon

Kona. Þú ættir að skammast þín! Þessi mýta um að fólk sé sífellt að svindla á kerfinu er algjör svívirða og aðför að fólki sem ÞARF að lepja dauðann úr skel á örorkubótum. Ég hef 7 sinnum þurft að vera á Heilsuhælinu í Hveragerði og 4 sinnum á Reykjalundi og í gegnum minn áratuga "feril" sem öryrki hef ég ekki ennþá rekist á einstakling sem KÝS að vera á örorkubótum. Þvert á móti!! Ég persónulega er t.d. að rústa heilsunni með því að vinna hlutastarf sem ég fórna ótrúlega miklu fyrir að ná að halda mér í. Flestir öryrkjar þrá ekkert heitar (fyrir utan að fá heilsuna á ný) en að vera í launaðri vinnu eins og flestir aðrir landsmenn. Alveg merkilegt hvað þið "heilbrigða" fólkið virðist samt alltaf þekkja marga sem "svindla á kerfinu". Skammastu þín fyrir þessa fordóma og vanþekkingu sem þú sýnir með þessari athugasemd.

Gerdur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:32

12 identicon

"Gerður" Hver sagði að ég væri "heilbrigð" ekki ég! Og ég er ekki með FORDÓMA þetta er staðreynd.

Fyrirgefðu Hólmdís

kona (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:55

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað leynast svartir sauðir innan um eins og allstaðar.  En fólk ber ekki alltaf sjúkdóma sína utan á sér.  Td kvíðasjúklingar.  Það er ekkivíst að þeir geti stundað vinnu þótt þeir geti ýmislegt.

En mín reynsla sem heilbrigðisstarfsmaður er sú að fólk fær oft alls ekki næga hjálp i kerfinu...........ekki einu sinni í "góðærinu"

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 21:02

14 identicon

Það var nú það sem ég var að meina, með því að tala um að stokka upp í kerfinu. Að veikt fólk fengi alla þá hjálp og stuðning sem það þarf.

kona (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:12

15 identicon

Það eru margir sem bera ekki sjúkdóma sína utan á sér. Það getur átt við hvort sem er líkamleg eða andleg veikindi. Það er mér afar minnistætt þegar ég var síðast á Reykjalundi að á verkjanámskeiði sem við vorum á minntist hjúkrunarfræðingurinn sem hélt fyrsta fyrirlesturinn á það að efalaust hefðum við öll persónulega reynslu að þurfa að glíma við það að fólk, jafnvel í okkar nánasta umhverfi, TRYÐI ekki að við værum að glíma við verki og veikindi. Það var eins og flóðgátt hefði opnast og greinilega margir sem eiga virkilega um sárt að binda vegna fordóma sem þeir hafa orðið fyrir vegna þess að þeir bera veikindin ekki utan á sér. Á námskeiðinu var m.a. stór hópur af ungu og hraustlegu fólki sem var orðið óvinnufært og hefði t.d. aldrei hvarlað að mér ef ég hefði séð viðkomandi undir öðrum kringumstæðum, að þannig væri fyrir þeim komið. Margir sem eru í þessum sporum hafa jafnvel orðið fyrir vinamissi, lent í skilnaði eða lent í árekstrum við nána fjölskyldumeðlimi. Bara af því að þeir bera örorkuna ekki utan á sér. Mín persónulega reynsla af fordómum sem ég hef fundið bæði á eigin skinni sem og hjá öryrkjum sem ég hef kynnst í gegnum árin, gerir það að verkum að ég hef afskaplega lítið þol fyrir þessari lífseigu umræðu um fólk sem stundar það að svindla á kerfinu. Hef séð hvað sú umræða er hræðilega meiðandi og mannskemmandi fyrir fólk sem er veikt fyrir. Þ.a.l. hörð viðbrögð hjá mér. Mestu undanskotin undan skatti og "svind" sem ég hef séð í gegnum árin hefur verið hjá þeim þjóðfélagshópum sem best hafa það. Takk Hólmdís fyrir sympatískt viðhorf:-)

gerdur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband