Sérkennilegt

...................Því þeim þykir svo lítið til koma í Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu.  Vita útlendingarir  ekki að þetta er bara skríll?    Kannski hægt að biðja Norðmanninn að koma því á framfæri.

Mín spá er sú  að enn fleiri mæti næsta laugardag.  Austurvöllur er orðinn of lítill fyrir skrílinn. Háskólabíó er of lítið fyrir umræðufundi.  Samt er lítið gert úr þessu hér.  Nei þetta er ekki þjóðin.  Þetta er ekki þjóðarpúlsinn.  Það er bara eiginlega ekkert að marka þetta.

Á Íslandi er nefnilega litið á kjósendur sem skríl á milli kosninga.


mbl.is Mótmælin vekja athygli utan landsteinanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Úpps! - Hvað eru þessir útlendingar að fatta? Eru þeir ruglaðir? Hlustum á fréttir, ætli Palli Magg segi frá G. Pétri?

Haraldur Bjarnason, 25.11.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki orð.

Nú ættu allir sem eiga svona efni að koma því á framfæri

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 19:31

3 identicon

Það var löng frétt um mótmælin á Íslandi hér í ríkissjónvarpinu í Slóveníu og löng myndskeið frá mótmælunum við lögreglustöðina á Hlemmi. Reykjavík kölluð Sarajevó norðursins af af hinum slóvenska Páli Magnússyni. Slík samlíking merkir styrjöld og stjórnleysi hér í henni gömlu Júgóslavíu.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Andrés.si

Ég er sjalfur frá Slóveníu Björn. Við skiptum bara dvalar staðir sinn á milli virðist vera.

Það sem stjörnvölð hér er að gera hefur aldrei gerst í neinu landi sem tilheyri gömlu Jugóslavíu. Þar var öfurverðbólga en fólk hefur aldrei verið í hræðslu í að missa eigin husnæði. 

Andrés.si, 25.11.2008 kl. 19:47

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæll frændi.  Ég er búin að fara þrisvar á Austurvöll á friðsamleg mótmæli...þótt nokkur fermingarbörn hafi séð ástæðu til að henda eggjum og klósettpappír í Alþingishúsið.  Sá bara atburðina við lögreglustöðina í sjónvarpi...........ég held að það hefði verið hægt að afstýra þessum látum með því að tala við fólk. En ef ekkert er hlustað á friðsamleg mótmæli vikum saman þá sýður upp úr ...eftir því sem fleiri missa vinnuna og komast í þrot með að borga af sínu húsnæði.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 20:16

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Andrés....finnst þér framkoma stjórnvalda verri hér en í gömlu Júgóslaviu?

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Andrés.si

Hólmdís. Margt er sameginlegt svo sem spilling en Íslendingar bera altaf höfða tölu. Miðað við það hefur Jugóslavensk stjörnvölð verið bara með forskot gagnvart íslenskan.

Svo voru hringumstæður, alþjóðlega skotmarka leyniþjónusta í Júgó  miklu meira að verki heldur hér. 

Kerfi þar var á mörgu leyti sænskur eða íslenskur en alþingi var ekki bara einn, heldur var hver og einn ríki með eigin stjórn sem sat í jugóslavensku stjórnini.  Þegar ég segi það, þá verður að bera fram heldur að Júgóslavía hefur verið með kerfi í kerfinu.  Slóvenía skar sig altaf fram úr. 1987 hefur verið slóvenskan framlög til ríkisins 45% en það land telur 2 000 000 manns miðað við 22 000 000 mana fjölði í Júgóslavíu sem heilð. Þetta held ég er skyringin hvers vegna var or kannski en Slóvenía í fremstu röð allara nyja ríkja í EU. 

En ég segi ekki að slóvensk stjórnvölð spillir ekki fyrur íbúum.  Jú, líka, og margt í öllum Júgó ríkjum, svo sem í Slóveníu er svípað og hér.  Munur er sá að þar fólk skuldar ekki, eða ekki mikið í húsnæðislán, nema bílar ofl.  Evra hjálpar, því það land tók Evruna í januar í fyrra minnir mér. 

Áður í Júgóslavíu hefur líka verið spilling en í peninga tali var það sjálfsagt miklu lægra.  Þekkt er dæmi þar sem JAT Jugoslavian Airlines var að greiða fyrir Boeing 747 en fékk afhent Boeing 737. Mismunur fór einhver stað.  Samt þetta dæmi vogar ekki Bjarna Ármans til dæmis.  

Til eru mörg önnur dæmi, spyrðu bara. 

Andrés.si, 25.11.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband