Hvað eru til margir heiðarlegir Íslendingar?

....................alls staðar vellur upp gröfturinn.  Miklar sögur ganga um spillingu þingmanna og fleiri ráðamanna.   Spillingin er landlæg eins og lúsin hér áður.  Öll virðing og traust á stjórnmálamönnum er fokin lengst út á haf.  Þjóðfélagið er helsjúkt.  Ríkisstjórn og Alþingi vinna hratt og vel þegar verið er að auka álögur á fólkið í landinu sem er að missa vinnuna og heimilin.  Svo hratt að það veldur verulegri velgju.   En vinnan gengur hægt þegar kemur að eftirlaunaósómanum og rannsóknum í fjármálastofnunum.  Er von að okkur detti ýmislegt misjafnt í hug?  Þetta er ekki samfélag sem nokkur vill búa í lengur.   Þeir fara sem það geta. Mér fannst rök Ingibjargar fyrir því að ég og þú borgum Icesavereikningana ekki góð." Áttum við að skilja fólkið eftir?"   Gátum við annað?  Það er ekki mennskt að leggja það á almenning á Íslandi að greiða þessar skuldir.  Þeir sem stofnuðu til þessara skulda eiga að greiða þær.

Eigum við nóg að heiðarlegu fólki sem jafnframt er hæft tl að gegna stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu?

Ég er farin að efast um það.

Hér þarf algera sótthreinsun.


mbl.is Starfsmaður OR leystur frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Orðsporið Hólmdís, orðsporið, hún virðist ekki gera sér neina grein fyrir því að orðsporið er löngu farið fyrir bí, vegna þrásetu þeirra, sem mesta bera ábyrgð eins og t.d. stjórnvalda, sem hún er hluti af. 

Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nákvæmlega Sigrún.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ingibjörg ákvað það að ég og þú skildum borga þetta klúður með góðu eða illu svo "vinir" hennar í Evrópu yrðu ekki reiðir. Hún vill geta djammað með Brown, Sarkozy og Merkel. Dýr partýreikningur en við höfum víst ekkert val. Merkilegt samt að kalla kvalara sína vini. Einu vinir okkar í þessum þrengingum eru Færeyingar og Pólverjar. Hitt eru bara ósköp venjulegir drullusokkar.

Víðir Benediktsson, 16.12.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi spillingarmál bara versna og versna.  En lengi getur vont versnað, svo kemur bomban.  Allt springur upp í loft. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.12.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þá þetta er dapurt Víðir.

Jóna Kolbrún við erum bara búin að sjá brotabrot

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 00:35

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, af því ég er einn af þessum vondu og óheiðarlegu, þá spyr ég bara, er ekki eitthvað jólagjafavænt fyrir svoleiðis Pésa í t.d. Olympíu!?

Magnús Geir Guðmundsson, 16.12.2008 kl. 01:33

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús fást ekki nærhöld í höfuðstað norðurlands?

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 01:38

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hólmdís þó! Olympia er jú einmitt með útibú á Glerártorgi, síðast þegar ég vissi!

Þess vegna spyr sá vondi!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.12.2008 kl. 01:54

9 Smámynd: Heidi Strand

Ég veit hvar þeir eru að finna.

Heidi Strand, 16.12.2008 kl. 10:36

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús kanntu ekki að skammast þín drengur?

Búkollabaular þeir virðast ekki margir

Gott Heidi........er það hérna á bloggiu?

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 11:11

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er mottó á landinu góða. Því meira sem þú átt því betra verður  það !!

Ungar sálir sem eiga eftir að læra mikið.

Verði því fólki að góðu,  það veit ekki hvað það er að kalla yfir sig.

Góðan dag.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 16.12.2008 kl. 11:38

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta fer versnandi held ég, og eftir áramót verður skriða af svona ljótum fréttum.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 11:43

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis góðan dag Anna Ragna

Ásdís þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum sem við erum búin að sjá.  vona bara að allt komi upp á yfirborðið svo hægt sé að byrja upp á nýtt með önnur gildi

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 12:06

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jú, ætli það ekki fyrst það ert þú sem spyrð, segi því hér með af mér og sömuleiðis bless!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.12.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband