23.12.2008 | 02:19
Nú verđur ađ vaka í nótt og passa ketiđ.
................Ketkróki er ekki treystandi. En hann lćtur skötuna í friđi. Matvandur skratti. Ţorláksmessa er einn af mínum uppáhaldsdögum....Mikiđ ađ gera. Skipt á öllum rúmum....hrćdd um ađ ekki verđi mikiđ viđrađ á morgun. Veđurfrćđingar verđa ađ axla ábyrgđ á ţví. Jóltréđ bađađ og skreytt og allt ţrifiđ hátt og lágt. Og jólakveđjurnar í útvarpinu gefa stemninguna. Ótrúlega skemmtilegt.
Allan daginn engist ég ţví biđin eftir skötunni er erfiđ. Skötustappa međ hnođmör er toppurinn á tilverunni. Kannski kemur einhver ađ fá sér bita. Og svo eru nokkrir sem koma ÖRUGGLEGA ekki á matartíma.....jafnvel ţótt ţeim sé bođiđ. Ég geri svo mikiđ ađ ég eigi kalda stöppu öll jólin,,,,međan vesalingarnir gúffa í sig Nóa sírus.
Eftir skötusuđuna fer hangikjöt í pott međ tveimur sykurmolum.
Stelpurnar vöndust ţví á leikskólanum sínum ađ fá jólaglögg og er ţađ orđin hefđ hjá okkur á Ţorláksmessukvöld ađ sötra glögg á međan tréđ er skreytt. Ţađ er stundum af mismunandi styrkleika.
Best er svo ţegar mađur er orđinn örţreyttur um kvöldiđ ađ setjast inn í stofu, horfa á jólaljósin og nýskreytt tré. Setja Mahaliu í spilarann og drekka rauđvínsglas. Yndisleg einkastund!
Góđa nótt.
Athugasemdir
Ţví miđur ţarf ég ađ vinna á Ţorláksmessukvöld, ţađ er eitt annasamasta kvöld ársins og ég og pabbi vinnum saman ţá. Ég elda mína skötu um hádegisbiliđ. Börnin mín skreyttu jólatréđ okkar í gćr, ţađ er bundiđ upp í loftiđ vegna kattanna sem vilja príla og skođa tréđ.
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 23.12.2008 kl. 02:24
Tvo sykurmola????? Aldrei heyrt ţađ fyrr.....verđ ađ prófa ţađ. Ći, á engan mola, er í lagi ađ ţađ séu 2 tsk. af straujara?
Sigrún Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 02:30
Sigrún ég hirti mola á Hressó....annars er hćgt ađ setja 2 teskeiđar.
Jóna Kolla....get ekki hugsađ mér ađ vera ađ vera ađ heiman á Ţorláksmessukvöld. Hef mjog oft unniđ Ađfangadag, stundum jólanótt og oft alla ađra hátíđisdaga...nú er ég svo lánsöm ađ vera atvinnulaus fram yfir áramót!
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 02:43
Ég set fullt af sykri ţegar ég sýđ hangikjötiđ, 3-4 matskeiđar allavega. Ţađ gerir kjötiđ svo bragđgott.
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 23.12.2008 kl. 02:50
Ég kann varla ađ vera heima á ţorláksmessu, ég hef veriđ ađ vinna á barnum undanfarin 10 ár á ţorláksmessu. Börnin mín hafa séđ um allar skreytingar hérna heima hjá mér í mörg ár. Svo ţrífa ţessar elskur líka fyrir mig.
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 23.12.2008 kl. 02:53
Jóna Kolla ţú sýđur líka örugglega meira hangikjöt en ég. Dćtur mínar eru úna ađ ţrífa hjá sér
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 02:57
Ég kemst í jólaskap af ţví ađ lesa ţetta.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráđ) 23.12.2008 kl. 07:38
Sendi tér og tínum bestu óskir um gledileg jól og farsćld á nýju ári kćra Hólmdís.Takk fyrir gód kinni sem ég hef notid.
Hjartanskvedja
Gudrún,Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 09:40
Gleđileg jól öll sömul
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 11:12
Ketkrókur er greinilega smekkmađur.
Offari, 23.12.2008 kl. 12:29
Ekki ólikir siđir hjá okkur, meira ađ segja ţetta međ sykurinn í hangikjötiđ, mamma gerđi ţađ alltaf líka. Hafđu ţađ sem best elskan mín og eigđu gleđileg jól.
Ásdís Sigurđardóttir, 23.12.2008 kl. 12:33
Offari skatan er best
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 12:33
Ásdís ćtli siđirnir séu ekki keimlíkir víđa Njótiđ dagsins öll
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 12:35
Sömuleiđis Tinna
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 14:58
Jólakveđja héđan úr norđri mun heyrast um sex í kvöld.
En rétt, ég kem ekki á matmálstímanum og ţađ ţótt ţú hafir bođiđ mér. En einvhern annan tíma, hver veit!?
Magnús Geir Guđmundsson, 23.12.2008 kl. 16:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.