ILMUR Í AUSTURSTRÆTI

..................Þurfti aðeins að skreppa í bæinn nokkuð sem ég geri helst ekki á Þorláksmessu.  Skötuilminn lagði yfir bæinn....og hjarta mitt fagnaði.  Allir virtust vera að flýta sér.  Kalt og hált.

Fór í vínbúðina....verð að eiga sherry í frómasinn, rauðvín í sósuna.  Svakalega hefur allt hækkað!

Keypti 1 Jökul til að eiga í kvöld.  Vona að hann dugi til að morgundagurinn verði hvítur.

Farið varlega.....njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Offari

Já svo er verið að skamma okkur álverssinnana fyrir mengun. Meðan skötusinnar fá að menga mótmælalaust.  Það er enginn jöfnuður í þessu þjóðfélagi.

Offari, 23.12.2008 kl. 15:33

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari skammastu þín!

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað er jökull??? annars er ég bara fegin að vera laus við fýluna, hver maður sinn smekk.  Gleðileg jól elsku Hólmdísin mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hér er líka hált Hólmdís "Skötuskvísa", en hláka!Ættir nú að skera niður þennan Mjöðskosnað, en hver er þessi Jökull og er hann kannski Jakobsson?

Þinn heittelskaði Offari er greinilega spaugsamur "Skammari", en álverin hans menga kannski "aðeins fleiri" daga ársins en skatan!?Svo éta menn ekki álið, ekki ennþá!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 16:20

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mjaðarkosnað væri kannski betra að segja!? (hehe, eins og orðskrípið jaðarkosnaður!)

Magnús Geir Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 16:22

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís mín Jökull er bjór frá Stykkishólmi.  

Magnús ég splæsti aldrei á mig jólakortaportvíninu....eitthvað má ég

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nú jæja, þá er stutt í að okkur verði sendur stór reikningur til að borga út jöklabréfin frægu. Þetta er óábyrg hegðun fröken Hólmdís.

Víðir Benediktsson, 23.12.2008 kl. 17:06

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

...Víðir ég verð alltaf ansi þyrst eftir skötuna!

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband