Forte scossa di terremoto magnitudo 5.2. Epicentro tra Reggio Emilia e Parma.

.......................Ég hefði alveg viljað fá einn svona til að hrista upp í tilverunni.  Hefði mátt standa þarna Epicentro  tra Reykjavík e Bláfjöll   Wink

Svo er ég bara eins og börnin.....get ekki beðið eftir skötunni og verð að bulla eitthvað. En ítölskunámið verður að bíða enn um sinn Crying

Dóttir mín er að rísa upp....búin að vera lasin í dag.  Þá dettur henni helst í hug að fara í Kringluna ég sem ætlaði að nota hana..........

Buone Natale.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hólmdís í huganum grætur,

heilu daga og nætur.

tvær á duglitlar dætur,

sem drattast varla á fætur!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skatan var afbragð

Dæturnar allt of líka pabbanum!

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Óþekku börnin eru alltaf of lík feðrum sínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 19:44

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Allir gallar koma alltaf úr föðurætt Ásdís

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 19:48

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og hverjir skildu nú gallar HH vera, komnir beint frá Hirti?

Giska á ást á OFURJÓLATRJÁM, nema að það sé frá afanum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 20:18

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er gallalaust eintak Magnús.  Það telst ekki til galla að hafa ást á jólatrjám.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 20:25

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er afvelta....get ekki meir.  Ætlaði að skúra í kvöld, verð að sjá til með það

Skrítið hvernig "leyndir gallar" koma alltaf fram í afkomendum....en þetta voru náttúrulega "leyndir gallar" þar til annað kom í ljós

Sigrún Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Sigrún ég er líka afvelta  Veit ekki hvort ég get meira.

Já þetta er merkilegt með gallana......

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 21:03

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gleðileg jól Hólmdís og sjáumst í bloggi og mótmælum eftir jól

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:24

10 identicon

Allir mínir afkomendur eru gallalausir! (eftir því ég best veit) Þíðir það að ég hafi engin erfðaefni?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 23:37

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleðileg jól Jakobína

Húnbogi.............sennilega

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 00:40

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis Kjartan.

Skötustappan með vestfirska hnoðmörnum var góð og ég á nóg af kaldri yfir jólin

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 01:08

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Namm namm ég át skötu þrisvar í gær.  namm namm

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2008 kl. 01:24

14 identicon

MMMM. Ég var í skötuveislu áðan. Hitti vestfirska tengdafólkið. Skatan var yndisleg og svo var saltfiskur og silungur, flatbrauð og rúgbrauð á borðum og eftir það þá fékk ég mér bjór þegar ég kom heim og fór þá að skoða bloggið.......

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 01:42

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóna Kolla þrisvar?

Kjartan hún er mjög góð köld....ég borða hana frekar en konfekt   Þú ert greinilega alvöru skötumaður.

Já Húnbogi hvílík veisla.....ég fæ mér líka bjór enda ofurþyrst.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 01:55

16 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Njóttu vel lífs um jól og áramót, kæra Hólmdís. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.12.2008 kl. 02:01

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég fæ mér hins vegar ekki bjór eins og áður fyrr, enda ekki í skötunni.

En...

Ei finnur þú í hennar haus,

heilaveiluögn

Gjörsamlega gallalaus,

í gegn að eigin sögn!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.12.2008 kl. 02:06

18 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gleðileg jól, krúttið mitt ...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.12.2008 kl. 02:14

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk sömuleiðis Gulli.

Magnús   takk fyrir allan þennan sannleik

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 02:19

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis Hildur Helga megabeib

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 02:20

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska þér og dætrum þínum gleðilegra jóla kæra bloggvinkona.  Það er alltaf skemmtilegt að hitta þig.  Sjáumst kannski þann 27. des á næsta mótmælafundi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2008 kl. 02:57

22 Smámynd: Offari

Gleðileg Jól,

Offari, 24.12.2008 kl. 10:18

23 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleðileg jól Jóna Kolla og Offari

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 10:35

24 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er ekki galli að vera gallalaus?

Víðir Benediktsson, 24.12.2008 kl. 10:43

25 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir....sennilega.  En ég er bara svona gerð

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband