27.8.2009 | 18:58
Á morgun verður framtíð mín ráðin.
...............Og ekki bara mín. Okkar allra. En ég mun aldrei taka að mér að greiða Icesave skuldir sem sannarlega eru ekki mínar. Verði það niðurstaðan að þessar byrðar lendi á þjóðinni lít ég svo á að ég eigi ekki afturkvæmt til Íslands. Ég er sannarlega á nálum....með hjartað í buxunum... og lífið í lúkunum..Mér finnst nefnilega ekkert gott að vera rekin að heiman. kannski ég geti fengið flóttamannastatus hér í Danmörku?
En eftir að hafa legið undir feldi hér á Amager hef ég komist að þeirri niðurstöðu að banna eigi stjórnmálaflokka á Íslandi næstu 10 árin að minnsta kosti.............þeir eru greinilega til trafala. Þeir eru hluti af vandanum...........því miður.
Icesave-umræðu að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Athugasemdir
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur afgreiddu þína framtíð með afleiðingum af 16 ára stjórnarsetu þeirra.
hilmar jónsson, 27.8.2009 kl. 19:14
Hilmar.. Óþarfi að blanda þessum flokkum við skítinn sem núverandi ríkisstjórn er búin að malla í marga mánuði!
Andri (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:36
Pólitíkinn hefur verið okkur til trafala, það er rétt hjá þér.
Offari, 27.8.2009 kl. 19:41
Andri....hvurs er skíturinn?
Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2009 kl. 20:09
Fræddu okkur, Andri. Hvaða flokkar bera ábyrgð?
kallinn hennar Binnu (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:26
Sammála þér með pólitíkina, þessir menn þvælast fyrir framförum. kær kveðja til þín kíki á þig næst þegar ég verð á ferðinni.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 22:02
Þeir sem kjósa þetta yfir okkur á morgunn eru þeir sem bera mestu ábyrgðina. Fólk sem þorir ekki að vernda sína eigin þjóð stóð með andstæðingum okkar og nýtti ekkert þann rétt sem við svo sannarlega eigum.
Stefán Gunnar, 27.8.2009 kl. 22:58
Ó, hvað ég skil þig Hólmdís! Ég hef nefnilega sett þetta svolítið þannig upp fyrir mér sjálfri. Ef Icesave verður samþykkt á morgun þá sé ég mér ekki lengur stætt á að búa hérna. Kannski einfaldast að segja að ég hef bara ekki geð í mér að búa við þá lénsveldisskipulag sem ríkir hér í pólitikinni og efnahagsmálunum.
Es: Ætli maður geti sótt um sem efnahagslegur flóttamaður í Danmörku?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 23:33
Heyr heyr, mig langar að gerast flóttamaður ef þessi þrælasamningur verður samþykktur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2009 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.