Tveir sólarhringar eftir á landinu bláa.

................Ef mér hefði verið sagt fyrir ári síðan að ég ætti eftir að verða flóttamaður frá Íslandi hefði ég hlegið að því.  Ekki það að ég var þá þegar búin að skrifa færslu um mögulegt gjaldþrot Íslands.....fannst allt hníga í þá átt.

En þetta er mikið tilfinningarót hjá miðaldra húsmóður!!!!! í Austurbænum að flýja land.  Með mér bærast allar mögulegar tilfinningar.............gleði og sorg, reiði og eftirsjá, samviskubit

Mér finnst erfitt að kveðja börn, foreldra og kæra vini. Heimilið mitt og minn góða garð.

En ætla að líta á þetta sem ævintýri.

En kæru bloggvinir....það verður huggun harmi gegn að geta kíkt á ykkur. Vegni ykkur öllum sem best.

Er ákveðin í að koma í "eftirlitsferð" í okt eða nóv.


Sætt af þeim................

.................að bjóðast til að borga 45% af sínum skuldum.

................ég ætla að reyna að semja um mínar skuldir....jafnvel bjóða betur en feðgarnir....segjum 50%.     Díll??????????????

En ef þetta verður samþykkt er úti um frið á Íslandi....þar hefur Vilhjálmur sannarlega rétt fyrir sér. Ég get ekki séð að þeir feðgar séu í stöðu til að semja um eitt né neitt.

Hvernig er með jafnræðisregluna?

HFF.


mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæddist svartur drengur.......dó sem hvít kona..........

.................Ekki það að mér sé ekki slétt sama.  Fannst þetta bara svo skemmtilega orðað hjá honum frænda mínum.

En það er gaman að sjá að þessi bráðum sveltandi þjóð gleymir sér...vegna tíðindanna. Það heyrist bara ekkert um Ísleif ( Iceslave). Dauði Jacko kemur á háréttum tíma fyrir ríkisstjórn Íslands.  Mann jafnvel grunar eitthvað misjafnt............en mann er svo sem stöðugt að gruna eitthvað misjafnt........

En vil minna sem flesta á mótmæli gegn Icesave klukkan 13:30 á Austurvelli............á morgun föstudag


mbl.is Lát Jacksons staðfest
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Ég er í fýlu

.....Ég hata að missa af jarðskjálftum.................

......En bíð alltaf eftir stórtíðindum af Reykjanesinu............

......Kannski er von........???


mbl.is Reykjanes skelfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúð óskast í kóngsins Kaupinhafn.

......................Nú ligg ég yfir auglysingum um leiguíbúðir í Kaupmannahöfn......og það er ekki laust við að um mig fari léttur hrollur.  Fann til dæmis ein litla í kvöld á hárréttum stað....fyrir litlar 214 þús ísl á mánuði.......og sama upphæð í tryggingu.     Ja hún er lítils virði krónan okkar svo ekki verði meira sagt.

En ef einhver les þetta og veit hvernig best er að finna ódýrt húsnæði þarna er ábendingar vel þegnar.

Flóttafólk frá Íslandi ætti kannski að fá smástyrk.....


Tóm sýndarmennska frá upphafi?

................Mér verður bara flökurt við þessa frétt.

Joly var vonarglæta þjóðarinnar.......en drullupytturinn teygir anga sína greinilega of víða og  allt gert til að ekkert komist upp á yfirborðið.   Þetta styrkir trú fólks á því að stjórnmálmenn séu á kafi í glæpnum sem og háttsettir menn í stjórnsýslunni.

Ef Joly gefst upp er ekki von á góðu frá fólkinu í landinu. Það er nóg komið. Undiraldan í þjóðfélaginu er gífurleg. Og ólgan heldur áfram að vaxa á meðan fólk sér engar raunverulegar aðgerðir.

Það er ekki víst að það verði bara egg og skyr sem verður þá hent á Alþingishúsið.

 


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir fyrir heimilin í landinu.

......þá vitum við það.   Þetta er algerlega óforsvaranlegt.  Þetta eru "sértækar aðgerðir" fyrir fjölskyldurnar í landinu.....og til þess fallnar að fjölga flóttafólki héðan.  Það er verið að murka líftóruna úr fólki. Afhverju erum við ekki bara rekin úr landi.....?    Tælega 40 fjölskyldur flýja land á mánuði núna og það mun bara versna.   Fólk er komið með upp í kok.

Mér segir svo hugur að það verði ekkert sérlega friðsælt á Austurvelli í sumar , ég finn lykt af byltingu.

Ég er svo reið að ég ræð varla við mig lengur........


mbl.is Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blómahaf.....

Nú er garðurinn minn vel blómstrandi......en ég hef ekki gert handtak í honum í vor.   Það hefur verið svo blautt og kalt......og loksins þegar þornaði var ekki stætt.....en minn tími mun koma.

Nú er kirsuberjatréð í blóma, páskaliljur, fyrstu túlípanarnir, alpasóley, júlíulykill,hjartasteinbroti, hvítur lykill, hvítasunnulilja, perluliljur......krókusar og snæstjarnan að verða búin.

En mikið er víst að mér leiðist ekki að horfa út.......en nú verð ég að fara að komast út...

Sumarið er að koma!!!!!!!!!!!!


Kreppukostir.

....Ég tengi þetta við þessa frétt vegna þess að mig grunar að svona atburður sé afleyðing af því firrta samfélagi sem við höfum búið í.    Í öllu gróðærinu hefur þjóðin unnið myrkranna á milli.  Sumir hafa þurft þess til að eignast þak yfir höfuðið( vegna laglaunastefnu) aðrir hafa vilja hærri laun (græðgi) og enn aðrir vegna kröfu frá vinnuveitendum.    Sama hver orsökin er þá hefur vinnudagur verið allt of langur hjá okkur sem sannarlega bitnar á á uppeldi barna okkar og þeim skilyrðum sem við höfum búið þeim.  Allt of lítill tími hefur verið fyrir fólk til að sinna fjölskyldum sínum.  Fólk hefur komið seint heim úr  vinnu (jafnvel farið í ræktina líka)......og þá eru eftir heimilsistörfin...allir þreyttir og pirraðir.  Við verðum að vinda ofan af þessu.......líklega gerist það sjálfkrafa í efnahagsþrengingunum.   En ég held að þeir þúsundir sem eru án vinnu núna séu ekki að njóta kostanna við að fá allt í einu mikinn tíma með fjölskydunni. Einfaldlega vegna áhyggja...og það getur bitnað illa á öðrum fjölskyldumeðlimum.  Og fjölskyldur munu sundrast.

Við verðum að byggja hér upp á nýtt og kreppan gefur okkur tækifæri til þess.   Nú er tækifæri til að stytta vinnuvikuna á Íslandi  ( þá fá fleiri vinnu). En ef við viljum að samfélagið verði fjölskylduvænt og manneskjulegt verður að minnka greiðslubyrði fólks......annars fer allt smám saman  í sama farið hvað varðar óhóflegan langan vinnudag...því fólk reynir að borga niður skuldirnar þótt vonlítið sé. Það er einfaldlega ómannúðlegt að ætla fólki að borga skuldir sem hafa margfaldast á stuttum tíma og allar forsendur lánanna brostnar. Því segi ég verðtrygginguna burt......

Framtíðarsýnin verður að vera sú að fólk geti lifað sómasamlega af sínum launum.   Og þá miða ég við fullt starf og eðlilegan vinutíma. Það þarf að stokka upp allt launakerfi á landinu. Og jafna laun.

Notum kreppuna til að leiða okkur á réttar brautir.

 


mbl.is Stúlka varð fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokum bara landinu...

......Kannski kreppan bjargi okkur eftir allt saman.....því Íslendingar ferðast lítið þessa  dagana.  Við erum hvort eð er einhver óvinsælasta þjóð í heimi.

Svona flensa er líkleg til að fara um með áður óþekktum hraða nú þegar fólk er á ferð og flugi.


mbl.is 10 undir eftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband