SÚPAN VAR GÓÐ

Og samvera okkar stallsystra líka. Ég er í stórgróða eftir kvöldið, gömlu teygjurnar farnar heim enda að komast á sextugsaldurinn. Sú fyrsta af þeim um næstu helgi og þá er partýSmile  Þær komu færandi hendi. Sú fyrsta með eðalólífuolíu og hunangssápu. Næsta með eigin innflutning á rauðvíni (þarf að rækta sambandið við hana beturLoL ) og sú þriðja með dásamlegan lavenderilm í poka úr garði tengdamömmu í Frakklandi.  Minnir þetta nokkuð á gull, reykelsi og myrru?? Sem einhver sagði ópraktiskar sængurgjafir. Sem sagt vel lukkað kvöld. Lífið er nú stundum bara skemmtilegt. En ég unglingurinn er til í allt nema að fara að sofa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Gott að kvöldið lukkaðist, hvernig má annað vera með dýrindis súpu og frábærar vinkonur. Skil vel að svefninn sé ekki efstur á listanum núna....

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.1.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ó nei nú er ég í stuði.Svona er þetta svo oft. Giftar vinkonur fara heim að sofa. ?? Rooftops á Kringlukrá???  Non lo so. Buona notte.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góða skemmtun, ég ætla að prófa fiskisúpuna á morgun eða hinn, læt þig vita hvernig gengur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.1.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband