Stórkostlegur sparnaður á Landspítala.

  Allt stefnir í að Landspítala takist að halda sig innan ramma fjárlaga þetta árið. Skurðaðgerðir munu leggjast af frá 1. maí og röntgenrannsóknir munu að mestu leggjast af. Stjórnvöld fara þá leið að haardera í þessu máli. (varð að máta þessa nýju sögn en hún þýðir einfaldlega að gera ekki neitt) Skurðhjúkrunarfræðingar og geislafræðingar eru á leið út af spítalanum ef ekki semst. og það semst ekki á meðan ekki er talað saman svo mikið er víst.

   Í kvöldfréttum var sagt frá töfum á byggingu hjúkrunarheimila.

Ég er sannfærð um að það er stefna stjórnvalda að svelta svo heilbrigðiskerfið að þjóðin taki einkavæðingu fagnandi.  Ef það er raunin mun þotulið Samfylkingar þurfa að finna sér aðra vinnu fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er náttúrulega ekki í lagi.  En.........ef engar "aðgerðir" eru framundan á Landspítala hátæknisjúkrahúsi........þá verða tóm rúm og ónotuð rými, sem Gulli gæti opnað upp á gátt fyrir gamla fólkið  á biðlistunum.  Skurðstofurnar gætu verið svona "afþreyingarherbergi"...............??.

Ég er auðvitað bulla, er sammála þér í einu og öllu!

Sigrún Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er verið að undirbúa frekari einkavæðingu, við þurfum ekkert að velkjast í vafa um það held ég. Skapa ófremdarástand til að réttlæta hana svo hún fari í gegn, einn, tveir og bingó.

Þannig munum við sjá störf núverandi ríkisstjórnar á næstunni, málin þvinguð í gegn með einum eða öðrum hætti, án umræðu, hiksta eða stunu. BANG

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það verður að fara að banna veikindi og slys, setja lög á sjúklinga  og heimta bata ekki seinna en strax

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2008 kl. 00:58

5 Smámynd: Beturvitringur

Sýnir sig og sannar æ ofaní æ að aðgerðarleysi fær oft  "jafn miklu" áunnið og aðgerðir.

Ekki er langt síðan sýnt var fram á að byggingaverktakar/(stór-)eignamenn græða helst og mest á því að GERA EKKERT varðandi eignir sem þeir vilja fá að rífa til að geta komið þre- eða fjórföldu byggingarhlutfalli á blettinn.

Beturvitringur, 16.4.2008 kl. 01:20

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held að þessi þjóð vilji ekki einkavæða heilbrigðiskerfið. Við viljum vera á sama róli og Norðurlöndin. Nú er ég orðin einkavædd....og fæ fyrir það talsvert fleiri krónur. En ég held að með aukinn einkavæðingu verði dýrara fyir fólk að fá þjónustu....og á endanum lækki launin líka.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 01:32

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sorglegt en satt.

Ég vil þó ekki hafa okkar heilbrigðiskerfi á sama plani og danska kerfið t.d. Að hafa algjörlega gjaldlaust opinbert kerfi, leiðir af sér mikla misnotkun á kerfinu. Ef fólk ætlar að komast til sérfræðilæknis án þess að greiða fyrir það, þarf það tilvísun frá heimilislækni og þess vegna er mikil pressa á heimilislæknunum þar í landi..... þeir EIGA ekki að tilvísa of mikið og þess vegna eru þeir oft að reyna að meðhöndla eitthvað sem þeir ráða ekki við og draga það að tilvísa fólki. Þess vegna eru sjúkdómar í Danmörku oft að greinast seint og illa, batahorfur minnka - krabbameinslækningar í DK eru til dæmis aftarlega á merinni m.v. flestar vesturlandaþjóðir, lifitími krabbameinssjúklinga verri en á öðrum Norðurlöndum.

Ég lærði í Danmörku og hef unnið þar, og það er allt annar standard á þjónustu þeirra heldur en okkar. Fólk sér oft ofsjónum yfir því að þurfa að greiða fyrir það að leita læknis, en af hverju ekki? Greiðsluþátttakan er ekki svo há, og við erum að fá MIKLU betra heilbrigðiskerfi út úr því. Ímyndið ykkur bara hvernig það væri, ofan á allt annað og annan fjárskort í þessu kerfi, ef ríkið væri líka að taka á sig það sem við öll erum að borga þegar við þurfum að leita eitthvert í kerfinu eftir þjónustu. Þá værum við að tala um mun verri hluti.

Lilja G. Bolladóttir, 16.4.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband