Hótun

Síðast liðið ár réði ég mig í hlutavinnu hjá fyrirtæki hér í bæ.  Fyrirtækið hefur ekki greitt mér að fullu sem því ber. Orlof sem ætti að vera um 170þús með vöxtum hefur ekki skilað sér inn á mína reikninga. Skattkorti hefur fyrirtækið ekki skilað til mín þrátt fyrir óskir þar um. Eftir of mikla þolinmæði af minni hálfu hef ég ákveðið að kæra fyrirtækið fyrir fjárdrátt og upplýsa stéttarfélagið mitt og alþjóð um hver á  í hlut. Veit að fyrirtækið er í vanskilum við fleiri en mig...höfum verið að spjalla saman starfsmenn.  Ef mér hafa ekki borist greiðslur fyrir næstkomandi mánudag fer ég á fullt skrið. Vonandi les ábyrgðarmaður þessa fyrirtækis þetta blogg. Er orðin öskuill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi ér vel með þetta Hólmdís.

Sigrún Jónsdóttir, 22.5.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

asskoti ertu grimm núna

Haraldur Bjarnason, 22.5.2008 kl. 14:52

3 identicon

Það er nú meiri helv. tregðan að skila fólki skattkorti - fyrir nú utan allt annað.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Sporðdrekinn

You go girl!

Sporðdrekinn, 22.5.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Engin spurngin að upplýsa hvaða fyrirtæki þarna á í hlut. Kæruna myndi ég láta fara, hvort heldur sem það borgi eður ei. Þetta er hrikalegt.

Kannski það sem við getum átt von á í framtíðinni með aukinni einkavæðingu??

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.5.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hólmdís ertu ekki búinn að fara til Stéttarfélagsins þíns. - Þú verður að fara strax á morgunn,  ekki spurning, það gerist ekkert fyrr en stéttarfélagið hefur sent bréf.

Og þessir skálkar geta skákað í því skjólinu að þeir hafi ekkert vitað,-  úrþví þeir hafa ekkert bréf fengið frá stéttafélaginu þínu. Strax í fyrramálið ekki spurning. Gangi þér vel.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.5.2008 kl. 21:34

7 Smámynd: Himmalingur

Ég skal rukka þetta elskan mín. Kallinn mætir bara á svæðið og hótar að fara úr fötunum og vittu til, þeir skella milljón á borðið. En án gríns furðar mig á því hversu miklir skíthælar menn geta verið, og skammast sín ekkert fyrir það. Gangi þér vel mín kæra!!!!

Himmalingur, 22.5.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gangi þér vel með innheimtuna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:08

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

´Takk fyrir innlitin. Mér barst bréf frá fyrirtækinu í dag þar sem þeir segjast hafa greitt út orlofið jafnóðum (með launum) Ég ætla að leggja alla pappíra inn hjá mínu félagi til skoðunar. Engin greiðsla hefur borist vegna leigubíla.  Allt verður þetta skoðað af mér vitrari. Gott gæti verið að hafa hann Hilmar í bakhöndinni

Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 01:26

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Erindi mitt er komið til míns stéttarfélags

Hólmdís Hjartardóttir, 27.5.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband