Strútsheilkenni

hef áður bloggað um þá óværu. Hlustaði á Eldhúsdagsumræður í gærkvöldi. Ekkert kom á óvart. En ég hlustaði á Kristján Júlíusson lýsa kreppunni. Þetta væri ekki raunveruleg kreppa heldur spurning um að sleppa flatskjánum í eldhúsinu.  Á Íslandi er fullt af fólki í verulegum vanda vegna lágra launa. Sem duga ekki fyrir framfærslu. Sem þarf að greiða hæsta matarverð í heimi. Hæstu vexti, hæsta lyfjaverð og svo framvegis. Á Íslandi er fullt af fólki að hugsa sig um hvort það eigi að flytja úr landi því það sér ekki fram á að geta framfleytt sér hér. Á Íslandi er fullt af fólki sem lætur sig hvorki dreyma um dýra jeppa eða flatskjái........heldur því að geta greitt af húsnæðislánum og því að eiga fyrir salti í grautinn fram að næstu lágu útborgun. Já ég veit að margir lifa um efni fram. En það er ekki alltaf vegna óhófs. Á Íslandi er fullt af fólki sem missti af góðærinu. En þegar illa árar skellur það þyngst á láglaunafólki. Það verður að lækka vexti og afnema verðtryggingu í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er árafjöld síðan að Kristján Þ. Júlíusson var á launum sem gætu gefið honum smá jarðtengingu við laun "venjulegs" fólks.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þeir "detta" alltaf í þetta far, blessaðir stjórnmálamennirnir.  Auðvitað eru til dæmi um fólk, sem lifað hefur óhóflega og um efni fram en það er ekki fólkið á lægstu kjörunum, það er margsannað, því það fólk hefur einfaldlega ekki haft "lánstraust".

Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 14:55

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég veit ekki hvernig á að stinga "þessu fólki" í samband.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.5.2008 kl. 16:24

4 Smámynd: Beturvitringur

Það eru þessir "milliríku" sem héldu að þeir væru forríkir (eða hugsuðu bara ekki neitt) sem geta/gætu dregið saman í stöðutáknasöfnun.  Hinir alvöruríku þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þeir sem illa eru settir hafa nú enn meiri áhyggjur en oftast áður, - hjá þeim er lítið val.

Beturvitringur, 28.5.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég varð sjóðbullandi reið... snöggreiddist! að heyra manninn segja þetta. Þvílíkur hroki :( 

Marta B Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 00:28

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég stend frammi fyrir vali, að missa margar tennur eða hætta að borða í smá tíma.  Ég hef ekki efni á því að fara til tannlæknis.  Ég get lítið annað skorið niður en matarkostnaðinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:32

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit....já Marta þetta var ömurlegt´úr ræðustól á Alþingi. Pétur BLÖNDAL

Beturvitringur....sennilega rétt hjá þér

Jóna Kolbrún..staðan hjá þér er greinilega ekki góð,  því miður ekkert einsdæmi. Allt of margir eru að berjast við fátækt...því hvað er þetta annað.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.5.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú fór svarið of fljótt af stað...ætlaði að segja um Pétur Blöndal að hann hefði oft gert mig reiða....t.d. þegar hann mælti móti hækkun barnabóta því foreldrarnir myndu bara kaupa sér bokku (hann sagði bokku) fyrir peninginn!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 29.5.2008 kl. 00:45

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Pétur Blöndal er fífl og óvinur litla mannsins. Þannig er það bara. Svo hættum að ergja okkur yfir honum en höfum áhyggjur af öllum hinum fíflunum á Alþingi.

Það eru ekki bara asískar, einstæðar mæður á lágum launum, sem eru fátækar, það erum við öll hin. Við hin sem höfum borgað skatta í fleiri ár, aflað okkur menntunar/eða ekki, höfum alið af okkur komandi kynslóðir til að hugsa um þjóðfélagið eftir nokkra áratugi, gefið okkur tíma til barnauppeldis samhliða starfi.... við erum að berjast í bökkum, við erum ekki að hugsa um flatskjá í hvert herbergi, ekki einu sinni í stofuna. Djö.... dónatittur sem þessi maður er.... og hann er því miður ekkert einsdæmi um þá sem stjórna landinu okkar. Jahá, það mætti alvarlega stinga þeim í samband einhversstaðar á mínu heimili, og ég myndi ekki gráta það þótt þeir fengju straum í leiðinni!!

Lilja G. Bolladóttir, 29.5.2008 kl. 01:22

10 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flott blogg. Virkilega orð í tíma töluð. Hann Stjáni var nú nokkuð firrtur að missa þessa flatarasögu út úr sér.

Jón Halldór Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 22:09

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja þetta er svo satt hjá þér.

Jón Halldór takk fyrir hrósið. Stjáni Júl fær ekki gleyma þessum orðum...vona ég.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.5.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband