Eigum við von á þessu Geir?

.......kannski fer forsætisráðherra að gefa okkur sauðsvörtum  almúganum matarpeninga?  Sé hann fyrir mér niður á Laugavegi að gauka að þegnunum nokkrum krónum.  það er víða þröngt í búi hjá smáfuglunum.  Ég heyri æ fleiri velta sér upp úr þeim möguleika að flytja úr landi. Vonandi verður þó ekki mikill flótti við höfum ekki efni á að tapa ungu vel menntuðu og tápmiklu fólki. Námsmenn erlendis treysta sér ekki til að flytja heim.  Þurfum við ekki nýtt fólk til að stýra efnahagsmálum hér?  Ég roðna bara þegar ég heyri talað um trausta efnahagsstjórn.

Landspítali skuldar birgjum hátt í milljarð. Sem er auðvitað farið að hafa slæm áhrif á lyfjafyrirtækin. Hvers vegna er þetta ekki greitt þegar menn hafa gumað af svo og svo  miklum tekjuafgangi?  Þetta er bara ekki í lagi.  Eru þetta skilaboð til okkar almennings um að okkur sé óhætt að geyma skuldir til betri tíma?  Nei það er ekki vel rekið heimili sem greiðir ekki sínar skuldir. Svo framarlega sem við getum staðið við skuldbindingar okkar. Sem verður æ erfiðara vegna ofurvaxta og verðbólgu.


mbl.is Maliki dreifir reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er búið að dreifa bæði fé og fjármagni og öðrum bitastæðum gjöfum til Íslendinga.

- Ég man þegar ég var lítil þá dreifðu hermenn sælgæti og tyggjó um göturnar á leið sinni í gegnum bæinn. - Nú skilur maður tilganginn - Kaupa sér velvild. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.7.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þessi OFURfrjálshyggja er komin of langt á veg með að murka stóryrðaflaumin úr batterýinu sem vildi fyrir kosningar kenna sig við einhverja jafnaðarstefnu. Í dag eru þetta barasta einhverjir valdasjúkir hundar á roði, jafnvel sú sem stýrir ráðuneyti velferðarmála er orðin alveg jafn samdauna hún rembist eins og rjúpan við staurinn. Konan atarna virtist nú vera að ná einhverri siglingu að nýju, eftir að hún fór í fýlu og stofnaði þjóðvaka. Ekki verður betur séð en að kapítalismagaurinn Guðlaugur Þ. Þórðars. sé að verða langt kominn með að rústa henni endanlega.

Eiríkur Harðarson, 13.7.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Íslands-heimilið er ekki vel rekið. Við eigum peninga til að gefa fátækum í útlöndum (alla vega á Ingibjörg Sólrún peninga sem hún gefur í nafni okkar) en við eigum ekki peninga til að aðstoða geðsjúk börn á Íslandi (sparnaður hjá BUGL) eða til að borga lyfjakostnað LSH og svo mætti lengi telja.

Eins gott að ég bý ekki í Grindavík - yrði brjáluð að eyða peningunum í einn mann, sem þarf svo ekki einu sinni að vinna fyrir þeim. NB þetta eru skattpeningar Grindvíkinga. Það er eitthvað bogið við þetta "heimilishald"

Sigrún Óskars, 13.7.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sannarlega er sitthvað bogið við heimilishaldið. Ef ég byggi í Grindavík gengi ég berserksgang. En allir borgarstjórarnir í Reykjavík eru dýrir líka.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það verður seint sem forsætisráðherra svo mikið sem íhugar það að gefa sér af þeim sem þess þurfa. Veit ekki alveg hvað hefur komið fyrir manninn en hann er hrokinn uppmálaður. Ég hef þá trú að hann myndi í besta falli afhenda okkur ódýran sparibauk og hvetja okkur til sparnaðar, ef hann gerir nokkuð yfir höfuð.

Mér finnst áhyggjuefni með reksturinn á LSH. Ár eftir ár vantar hundruði milljóna inn í reksturinn. Skýringarnar ugglaust margar, sennilega eru fjárlögin ekki í takt við raunveruleikan og svo virðist sem aðrar stofnanir standi ekki í skilum við LSH. Ugglaust mun fleiri ástæður en engu að síður áhyggjuefni. Man ekki betur en að það sé ákvæði í starfslýsingu framkvæmdastjóra að þeim beri að áminna og/eða víkja úr starfi, fari rekstur stofnunar 5% fram úr fjárveitingum. Hef ekki heyrt um að því ákvæði hafi verið beitt ennþá.

Ég hef þá trú að þetta ástand muni ýta enn frekar undir einkavæðingu á rekstri LSH, alla vega hluta hans.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.7.2008 kl. 23:19

6 identicon

Eruði að líkja ástandinu hérna við ástand fólksins í Írak??

..og þið kallið Geir H. hrokafullann?

Þessi þjóð er búin að hafa það of gott of lengi.. Ég sé fyrir mér þegar flóttafólkið frá Írak kemur, því á líklega eftir að finnast ástandið alveg skelfilegt. Erfitt að fá lán fyrir húsbílum, flatskjáum og bílum. Atvinnuleysi að verða 2%!! SKANDALL!! ...og svo sjá þau hvernig vegakerfið okkar er: Þrjár einbreiðar brýr á leiðinni til Akureyrar!!!! Ég heyri þau segja "Sjitt, þetta land sökkar, ég er farinn aftur til Írak!!"

Skúli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skúli  sem betur fer höfum við það betra en fólkið í Írak.

Guðrún Jóna það er auðvitað vitlaust gefið til Landspítalans......spurning hvort það sé með ráðum gert?

Einar forsætisráðherra mætti hugsa til þeirra sem eiga erfiðast hér.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.7.2008 kl. 01:07

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Minnisleysi stjórnmálamanna kemur lítið á óvart Einar. En minnisleysi kjósenda vekur mér furðu.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.7.2008 kl. 01:38

9 identicon

Sæl Hólmdís. 11 daga frí(eða 6 dagar) humm gerir þú ekki ráð fyrir að vera á Húsavík á mærudögum? Hér hefur aldrei verið eins mikil stemming  og nú. Það er "úrvalið" hér sem að skipuleggur. Við erum í bleika liðinu ég og þú. Þetta verður snilld.ÞÚ MÆTIR. Gott að ég er með eyru,bros,bros,bros þegar að þú minnist ömmu þinnar hún var yndisleg. Se og hör. Magga.

maggatolla (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:53

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæl Margrét. Hvaða daga akkúrat eru mærudagar.......ég held að hún Urður mín ætli að mæta og var hún að hvetja móður sína með....er bara ekki viss um að ég geti það.....sem er skaði fyrir Húsavík

Hólmdís Hjartardóttir, 14.7.2008 kl. 02:07

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er skömm, hvernig LSH hefur kerfisbundið verið í fjársvelti.  þetta er engin ný bóla svona hefur þetta verið í mörg ár.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.7.2008 kl. 02:10

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og ég ætla að taka það fram Magga að mér myndi ekki leiðast að drekka með þér einn öl eða 2 á Bauknum

Hólmdís Hjartardóttir, 14.7.2008 kl. 02:12

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Jóna Kolbrún....þetta er okkar stærsti spítali og þar verða hlutirnir að vera í lagi.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.7.2008 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband