"Hann er geggjaður"

hvíslaði ég í eyrað á 18 ára gamalli dóttur minni þegar burðarmennirnir komu með 100 kg skápinn minn.

"ha"

Hún horfði á mig undarlegum augum og spurði svo "veistu hvað hann er gamall?"   Ég: "skápurinn?"  Þá hló hún.  Hún hélt að ég væri að horfa á hina ungu burðarmenn.  Og við hlógum báðar.

En skápurinn er kominn í hús og verður seldur með íbúðinni þegar þar að kemur. Ég get varla mjakað honum og verð að fá smáaðstoð áður en ég farið að raða inn í hann. Sem verður ekki í dag því ég er að fara á aukavakt til að vinna fyrir honum.

Mig verkjar bæði í bakið og vísakortið.....en það jafnar sig.  








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Geturðu ekki sett inn mynd af honum?

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

haha....því miður get ég það ekki.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.7.2008 kl. 16:22

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með skápinn

Sigrún Jónsdóttir, 18.7.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig langar rosalega að sjá mynd af skápnum, áttu ekki síma melð myndavél, þá geturðu hent því inn í bloggið.  Góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 18:55

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju með skápinn Hólmdís

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk allar. Ásdís ég er ekki svona tæknivædd!! Hár franskur, hvítur skápur með útskurði að ofan. Roccoco stíll og virkar hann gamall. Keyptur í Pier.  Hrikalega þungur....sem er galli. Spegill  í hurðinni.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.7.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Getur dóttir þín ekki reddað mynd af gripnum? Á hún ekki web-Cam?  Eða stafræna myndavél eða síma með myndavél?  Láttu stelpuna gera þetta

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.7.2008 kl. 03:13

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Dóttir mín átti webcam sem enginn veit hvar er og baðar eiga þær stafrænar myndavélar...???

Hólmdís Hjartardóttir, 19.7.2008 kl. 10:39

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Til hamingju með skápinn.

Þú mátt til með að segja okkur meira um hann. Er örugglega þyngdar sinnar virði og í krónum talið

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.7.2008 kl. 13:12

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sorry Hólmdís, sá ekki commentið þitt að ofan. Er samt lost, er þetta skápur í herbergið????

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.7.2008 kl. 13:14

11 Smámynd: Sporðdrekinn

 sætur misskilningur. Til lukku með skápinn.

Sporðdrekinn, 19.7.2008 kl. 13:22

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit. Skápurinn var settur inn í stofu.....en er í raun svefnherbergisskápur. Þetta fer að verða frægasti skápur í sögunni.......en ég sá líka gamlan stól.................ohhh

Hólmdís Hjartardóttir, 19.7.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband