Allt annað líf

..Ég er ein af þeim sem leiðist að máta föt. En með þessu fyrirkomulagi gæti bara verið gaman að versla.  En skyldu vera aldurstakmarkanir inn í verslanirnar?  Og jafnvel útkastarar. Allar líkur á að fólk fari út með fleiri flíkur en það ætlaði sér.  Svo gæti stemningin orðið sérstök í nærfataverslunum. Nú skora ég á fataverslanir hér að verða sér út um vínveitingaleyfi. Ég ætla að fá einn tequila og fá að máta þennan brjóstahaldara...........  








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Spurning hvort maður ætti að taka þetta upp í búðinni hjá mér?!?! Annars á bóndinn það til að bjóða viðskiptavinum upp á Irish coffee .

Eigðu svo góða helgi ljúfust.

Tína, 2.8.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Verslunin yrði vinsælli sem aldrei fyrr!!!!!!!!  Góða helgi sömuleiðis

Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er búð hér á Selfossi sem heldur stundum konukvöld með öðrum, þá er rauðvin og hvítvín og fleira í boði, búðin er opin og kort eru straujuð ótæpilega. Timburmenn koma svo þegar reikningurinn birtist. Double Kiss

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 13:17

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís  eigðu góða helgi...er á leið í vinni

Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: Beturvitringur

É dúdda mía ég veit ekki í hvað þú ert að vitna   (samt e-r sem býður í glas, í búð?")

Annars fer ég aldrei í verslanir nema ég sé matarlaus. Í útlöndum kaupi ég te, ilmefni, handklæði og sængurföt.... ekkert af þessu þarf að máta sérstaklega

Beturvitringur, 2.8.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta átti að tengjast frétt Beturvitringur

Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2008 kl. 17:48

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Var að koma úr Ikea keypti fullt af dóti sem ég hef enga þörf fyrir, en gafst upp á að reyna að finna það sem ég fór til að kaupa. - Líklega hefði verið betra ef boðið hefði verið upp á e-hvað, hressandi. - Og þó.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 19:27

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svona er þetta stundum Lilja 

Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2008 kl. 20:32

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Um hvað snýst þetta, brjóstahaldara og bjór eða.......hvað!

Haraldur Bjarnason, 2.8.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband