Ekki vanþörf á

Ég veit að enginn trúir því sem ekki þekkir til hversu illa margir eru staddir sem bíða eftir hjúkrunarplássum.  Í dag er mannekla á þessum stofnunum.  Og lægstu laun í landinu fá þeir sem vinna við aðhlynningu. Það þarf  að gera stórátak í launamálum ef takast á að manna þetta. 

En ég vona það besta


mbl.is 400 ný hjúkrunarrými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við þyrftum að eiga fleiri Jóhönnur

Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála þér Hólmdís.  Það er ekki nóg að byggja það þarf að manna þessar stofnanir með íslenskumælandi fólki.

Sigrún Jónsdóttir, 12.8.2008 kl. 16:42

3 identicon

Ég held að þessi ríkisstjórn ætti nú frekar að leysa núverandi vandamál frekar en að búa til ný, td þá þarf ekki að búa til 400 pláss til viðbótar þar sem að flestar stofnanir eru með tóm rými vegna starfsmannaskorts.

Þeir ættu kannski að feta í fótspor Castro á Kúbu, en hann hafði það þannig ( og er þannig sjálfsagt ennþá )að ef að þú hafðir áhuga á því að mennta þig þá ok ríkið borgar en aftur á móti ert þú skuldbundinn til þess að vinna fyrir ríkið eftir skólagöngu í tvö ár, ef að við myndum taka upp þetta kerfi þá væri öll þessi kennara , fóstru , hjúkrunarfræðinga og hvað þetta heitir nú allt úr sögunni. 

Dagur (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hærri laun er það sem það kostar ?

Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.8.2008 kl. 17:10

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Húrra fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur ! Nú er boltinn hjá Fjármálaráðherra og Heilbrigðisráðherra hvað gera þeir nú? -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já við vonum það besta

Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 18:19

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Vann í þessum geira og það vantar jafn mikið fólk eins og pláss, ef ekki er hægt að manna það sem þegar er til, hvernig ætla menn þá að manna nýjar stofnanir ?

Ég vann 100% vinnu með talsverðri ábyrgð, og launin lægri en atvnnuleysisbætur.....og var svo áminntur fyrir að vera of liðlegur við gamla fólkið og ég minntur á " starfslýsingu " mína......Jóhanna á enn eftir að sanna sig finnst mér..

Haraldur Davíðsson, 13.8.2008 kl. 11:04

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Haraldur það ekki nóg að byggja........  Á mínum vinnustað er markmiðið að allir geri sjálfir það sem þeir geta.......sem sagt reynt að viðhalda færninni!!

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 14:10

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er nefnilega málið Hólmdís, að það besta sem gerist orðið í þessum geira er fyrir ósérhlífni og umhyggju starfsfólks sem starfar allt of oft við óviðunandi laun og aðstæður.

Það góða kemur allavega ekki frá þeim sem sitja við stjórnvölinn...

Gamla fólkið þarf að fá leyfi og panta tíma til að baða sig...

Fær oft lítið og lélegt að borða.......

Er afskipt og einangrað á stofnunum þar sem enginn skilur eða hefur tíma....

Er " haldið " í ákveðnum hverfum og í munstri sem ekkert tillit tekur til lífs þeirra eða áhugamála...

...og svona gæti ég talið áfram...en til hvers ?

Haraldur Davíðsson, 13.8.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband