Kreppan búin

......ja mikill er máttur Davíðs.   Fyrir hans orð erur allir markaðir á uppleið fyrir austan og vestan og líka hér.  Annars hefur það miklu betri áhrif á sálartetrið að lesa um uppgang en niðurgang efnahagslífsins. 

Kannski verðgildi krónunnar fari upp fyrir matadorpeningana.

En getur einhver sagt mér afhverju prestar eru með helmingi hærri laun en hjúkrunarfræðingar og ljósmæður?


mbl.is Allt á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Dag skal að kvöldi lofa og mey að morgni, segir í málshætti.  Ég held að það sé betra að halda í sér þar til markaðir vestanhafs opna.

Marinó G. Njálsson, 19.9.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæll Marínó.....en það er gott að ganga bjartsýnn inn í daginn.  Þetta á vafalaust eftir að sveiflast upp og niður.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þori ekki að byrja á peningunum sem fara til kirkjumála. Efni í langan pistil. Skrítin tík pólitíkin. í hvorri stéttinni skyldu vera fleiri konur? Tilviljun?

Rut Sumarliðadóttir, 19.9.2008 kl. 12:56

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæl Rut..................nei ætli það sé tilviljun

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þegar stórt er spurt er fátt um svör

Við í ummönnunarstéttunum erum þó loksins að vakna til lífsins og farin að líta raunsætd á máin.  Við höfum ekki verið nógu harðar í gegnum tiðina í stað þess að taka hönum saman.  Hugsjónin hefur ráðið för of lengi. Ég 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:10

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún Jóna......kannski  hugsjónin hafi ekki ráðið för hjá prestunum?

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2008 kl. 13:39

7 identicon

Ekki það að ég sé einhver talsmaður presta, enda veit ég lítið um þeirra mál.'

En mig grunar þó að launin þeirra séu eins há og þau eru þar sem þeir eru alltaf í vinnunni.

Þ.e., ef einhver ætlar að gifta sig, eða jarða þá þurfa þeir að vera til taks.  Þeir vinna alla sunnudaga og væntanlega flesta daga vikunnar.

Ef einhver þarf sáluhjálp um miðja nótt, þá þurfa þeir að vera reyðubúnir að sinna því. 

Ef einhver deyr á aðfangadag og aðstandendur vilja ræða málin, þá þurfa þeir að vera tilbúnir í það.

 Mig grunar að ef hjúkrunarfræðingar væru á bakvakt allan sólarhringinn þá væri þeir á eitthvað skárri launum...

án þess þó að ég viti nokkuð um störf hjúkrunarfræðinga né presta... meira ágiskun en eitthvað annað.

ég (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:36

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég....takk fyrir innlit.  Hjúkrunarfr.  eru vanir símhringingum allan sólarhringinn og vinna vissulega jafnt hátíðisdaga sem aðra daga svo skýringin liggur varla þar.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.9.2008 kl. 13:13

9 identicon

Sæl, mín kæra.

Prestar eru á vakt 24 stundir á sólarhring, alla daga ársins - nema í sumarleyfinu.

Það er ekkert flóknara.

Kveðja.

Sigurður Ægisson (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:03

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæll Siggi!!!!!  ok.  Það er nú dálítið svoleiðis með hjfr. líka.   Já prestar úti á landi er vafalaust alltaf á vaktinni en hér í Rvík skiptast þeir á...ég þarf a.m.k. að komast að því hver þeirra er á vaktinni ef ég þarf að ná í prest.  Hafðu það annars gott.....sjáumst eigi síðar en eftir 5 ár.. Kveðja HH

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband