" How do you like Iceland ?"

  Síðustu daga hefur verið erfitt að vera Íslendingur.  Þjóðarstoltið er sært.  Við erum bundin átthagafjötrum....við komumst ekki neitt.  Við getum ekki selt eigur okkar og farið....það er enginn til að kaupa. Og enginn til að lána. 

Í gærkvöldi lýsti Davíð Oddson yfir stríði við Breta.

Í dag hélt Geir blaðamannafund og hélt langa tölu um ekki neitt.

Ég heyri ítrekað: nú verðum við að standa saman á erfiðum stundum, við munum standa þetta af okkur.  Sumir segja að við eigum ekki að eltast við sökudólga....Ég vil draga þá til ábyrgðar. Ég hvorki get né vil borga reikninginn.

Í mínum huga eru margir sekir og vil ég að allir verði látnir sæta ábyrgð.  Þeir stjórnmálamenn sem einkavinavæddu  bankana. Og brugðust þeirri skyldu sinni að setja reglur og halda uppi eftirliti.   Þessir aðilar geta einfaldlega ekki firrt sig ábyrgð.

Ofurlaunabankastjórarnir sem sigldu bönkunum í þrot.  Og útrásarvíkingarnir sem skuldsettu okkur langt fram í tímann.  Afhverju heyri ég ekkert um frystingu eigna?  Eða upptöku eigna?

Afhverju hefur SÍ ekki lækkað stýrivexti eins og allir aðrur seðlabankar?

Afhverju er eftirlaunaósóminn ekki afnumdur með hraði?  Þjóðin kynni að meta það að sukkinu yrði hætt hjá stjórnvöldum.

Ég vonast til að það sem kemur út úr þessar kreppu sé það að blindir fái sýn.

 

 


mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gallinn er bara sá að það eitt að fá sýn rúmast ekki í mínum fjárlögum í augnablikinu. Sammála þér að draga þá til ábyrgðar.

Eiríkur Harðarson, 9.10.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr, ég er sammála þér þessir menn kunna ekki að skammast sín.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.10.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

..............og af hverju er Davíð ennþá Seðlabankastjóri?

Ég hef enga trú á því að nokkur verði látin sæta ábyrgð, það er einfaldlega ekki til það siðferði, sem til þarf hjá yfirvöldum

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 01:29

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innkikk.....................enginn stjórnmálamaður sætir ábyrgð hér enn en ég held að það komi að því

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband