Hvenær mun þetta gerast hér?

      Að bankastjórar biðjist afsökunar á mistökum sínum?  Eða stjórnmálamenn?  Hvenær axlar einhver ábyrgð hér?   Það er alveg séríslenkst fyrirbæri að hér segir enginn af sér  hvað sem á gengur.  ( man reyndar eftir tveimur sem hafa gert það).  Menn ættu að sjá sóma sinn í að víkja ef minnsti vafi leikur á heilindum og heiðarleik þeirra.  Blessunarlega erum við þó ekki mikið að fylgjast með persónulegu lífi ráðamanna.  Það væri til að æra óstöðugan í fámenninu hér.

 


mbl.is Strauss-Kahn biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Okkur kemur bara ekkert við hvað fólk gerir í sínu einkalífi. En ef fólk stendur sig ekki í vinnunni þá er hægt að gagnrýna.

Marta Gunnarsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Grunarðu einhverja bankastjóra hér um eitthvað svona???

Haraldur Bjarnason, 20.10.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér Marta fólk á að fáað hafa einkalífið í friði.  Var nú fyrst og fremst að hugsa um þá sem ekki standa sig í sinni vinnu.   Hér gerir aldrei neinn mistök !!!!!!!!!!

Halli veit ekkert um persónulegt líf bankastjóranna.....en veit að þeir hafa gert mistök sem þeir mættu biðjast afsökunar á.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Á Íslandi er afar sjaldgæft að að fólk axli ábyrgð vegna mistaka en þeim finnst hólið gott

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

satt er það Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 00:15

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Aldrei. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:45

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Við sjáum þetta seint hérlendis, er ég hrædd um. Þó eru til öfgahópar sem eru tilbúnir til að taka menn af lífi, án dóms og laga en sjaldnast er þá að finna meðal þeirra sem við teljum til hins opinbera. Þekkjum þetta kannski meira svona í felum.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:53

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, allir vissu nú að Bjarni Ármanns var af Skaganum, kunni að sauma og væri tengdasonur Guðrúnar Helga!

Það er nú allnikkuð. Nú svo veit ég um Halldór J. fv. Landsbankastjóra, að hann á innhverft barn!

En veit, ekki neitt til að birta í S&H!

Þú hins vegar, hinn ört vaxandi og efnilegi þingkandidat Bloggaraflokksins, ert með ekkert ´felum, hefur dyrnar opnar þegar þú ert í baði og égveitekkihvað!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband