En norska krónan ?

......kannski næðist betri sátt hér um að tengjast norrænni mynt.  Gætum við tekið upp norska krónu?    Myndu Norðmenn samþykkja það?

Eitthvað verðum við að gera þegar krónan er orðin minna virði en salernispappír. 


mbl.is Ísland endurskoði ESB-afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég sammála, norska krónan myndi leysa vandann. Við viljum sterkari mynt en viljum ekki ESB kraðakið. Auk þess eru 100 ár í að svipuð kreppa komi aftur. Erum hvort eð er of sein að ná ESB fyrir þessa kreppu, græðum svo ekkert á ESB næstu 100 árin...

Karpi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:29

2 identicon

Já eigum við ekki bara að afsala sjálfstæðis okkar til Norðmanna? Fólk á bara að sætta sig við það sem er skynsamlegast í stöðunni, reyndar hefðum við átt að vera löngu búin að fara í ESB. En vegna eins manns sem hefur haft mikið carisma og þess vegna mikil völd, þá hefur lýðurinn elt hann blint út í næsta drullupoll, því miður. Það verður bara að segjast eins og er, þetta er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna. Menn innan hans fengu skýrslu í hvendurnar sem þeir stungu undir stól. 'i þessari skýrslu kom fram að aðeins væru tvær leiðir færar til að afstýra þessu. Önnur var sú að auka á gjaldeyrisvarasjóð okkar og halda þannig krónunni, eða ganga í ESB og taka upp evru. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að snillingurinn Davíð Oddsson tókst að koma í veg fyrir hvoru tveggja, og niðurstaðn er ljós, við erum á hausnum.

Valsól (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:36

3 identicon

Evra er yfirþjóðleg mynt, norska krónan ekki. Þar með þarf ekki að ræða þessa NOK-hugmynd mikið frekar. Kv...

Eiríkur S. (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Karpi ég held að við verðum að skoða alla möguleika í stöðunni, kosti og galla.

Valsól hversu sjálfstæð erum við sem þjóð í dag?

Eiríkur mér skilst að það séu a.m.k. fordæmi fyrir því að tengja eina mynnt við aðra.

Takk öll fyrir athugasemdir

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 14:27

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nja, gengur vart að tengjast þeirri norsku, en við getum jú sem fram var borið sem hugmynd um daginn, sagt okkur aftur undir Noregskonung!

Það eru annars ekki mjög margar vikur frá því hr. Geirharður vildi alveg eins setja okkur undir dollarann! Allt er betra en Evrópusambandið og evran hjá karli!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.10.2008 kl. 20:24

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

rosalega ertu duglegur að gera athugasemdir drengur.......við verðum bara að skoða alla möguleika...

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 20:34

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Var ég þessi drengur sem þú varst að tala við?

Ef svo er, þá finnst honum hann sjálfur vera latur leiðindagaur!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband