Háls-nef og eyrnalæknir óskast! Auglýsing.

.......Borið hefur á skertri heyrn starfsmanna okkar á Alþingi.  Þeir heyra ekkert hvað þjóðin segir.  Brýnt er að HNE- læknir geti hafið störf sem fyrst.  Launakjör samkv. samningi LÍ við Fjármálaráðuneyti.

Á sama stað vantar  einnig augnglækni því margir starfsmenn virðast slegnir blindu. Launakjör samkv.samningi LÍ við Fjármálaráðuneyti,

 

Starfsmann vanan sandmokstri er einnig óskað.  Moka þarf frá nokkrum hausum sem eru fastir í sandi.  Launakjör léleg eins og hjá öðru verkafólki.

Áhugasamir hafi samband við starfsmannastjórs Alþingis. Sími 999 666.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vantar ekki líka "Útkastara"?

Sigrún Jónsdóttir, 12.11.2008 kl. 07:28

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún svo  sannarlega.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband