Á að lækka eftirlaunaaldur?

.....Mér finnst einboðið að skoða það nú þegar atvinnuleysi fer hratt vaxandi.   Það ætti að minnsta kosti að bjóða það sem valkost að geta farið fyrr á eftirlaun.  Þetta gæti verið liður í því að sporna við fólksflótta.....en það tel ég að ætti vera forgangsverkefni stjórnvalda núna.  Reynsla Færeyinga er sú að það fólk sem flúði land í þeirra kreppu hefur ekki snúið til baka.  Við höfum ekki efni á að missa fólk á besta aldri úr landi.

Vinnumálastofnun er farin að benda fólki á að leita sér að störfum erlendis.  Og margir eru að fara. Enn fleiri eru að hugsa sinn gang.

Ég vil líka ítreka það að það ætti að breyta lögum um séreigarlífeyrissjóði á þann veg að hægt sé að nota peningana til að greiða niður skuldir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála....að sjálfsögðu

Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Að sjálfsögðu

Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Aðsjálfsögðuaðsjálfsögðuaðsjálfsögðu, en ekkert er samt nýtt undir sólinni, munum að mikill fólksfjöldi flutti fyrir um 40 árum til Ástralíu og víðar, skilaði sér nú aftur þó, m.a. nokkrir ættingjar mínir!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fólk hefur flúið land áður.....sumir koma tilbaka aðrir ekki

Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband