Drunginn er að fara af mér. Ég er farin að sjá týru.

..............Satt að segja hef ég verið í hálfgerðu losti eftir hinn örlagafulla 6. október síðastliðið þegar allt tók að liðast í sundur á landinu bláa.  Að sjálfsögðu varð ég kvíðin framhaldinu eins og allir aðrir. Það má líkja þessu ástandi við stríðsástand eða miklar náttúruhamfarir.  Og ég er búin að vera  mjög reið og er enn.  Svo gerðist það að Heilsuverndarstöðin varð gjaldþrota og ég allt í einu orðin atvinnulaus.  Og hreinlega ekkert örugg með að fá vinnu. Lánin og lífsnauðsynjar hækka upp úr öllu valdi. Og mér sýndist best að flýja land. En gallinn er bara sá að mig langaði ekkert að flytja úr landi.  Mér finnst ég hrakin á brott  Angry   Ég hef alltaf staðið í skilum með allt mitt en það gengur bara ekki lengur.  Ég hef alltaf viljað búa á á Íslandi.  Ég lagði inn atvinnuumsókn á Landspítala....get hugsanlega fengið hlutavinnu?  Ekkert svar fengið enn.   En ég er búin að vera með viðvarandi höfuðverk......af öllu þessu hugsi Cool.    Á ég að fara úr landi eða á ég að vera?  Búin að mikla fyrir mér að koma mínum þungu húsgögnum fyrir og svo framvegis.  En allt í einu í dag var ég bara sátt við að flytja burtu.  Allt í einu vil ég bara losna úr SPILLINGUNNI.  Á morgun  fer ég í það að athuga með vinnu í Danmörku.  Var þar einu sinni í 6 mánuði.  Ég ætla ekki að flytja búslóðina mína á milli landa. Reyni að leigja hana með stærstu húsgögnunum og pakka rest í geymslu.  Sá meira að segja auglýst eftir íbúð með húsgögnum í dag.

Þungu fargi er af mér létt.........nú get ég farið að undirbúa jólin.  Ég er tilbúin Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ooooooooooooo  Skil þig samt ofurvel

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ææ, það verður eftirsjá í þér!

Og hver á svo að leika við mig þegar þú ert farin!?

Magnús Geir Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 01:59

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skil þig, mjög vel.  Hér er allt á vonarvöl og engin gerir neitt í því. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2008 kl. 02:00

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún ég mæti á hvern fund þangað til!!!!!!!!!

Magnús minn það netsamband við Danmörku ennþá

Jóna Kolla............það er allt í lagi að fara í burtu í 1-2 ár!  Fínpússa dönskuna mína

Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 02:21

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég skil og finnst þú duglega að ætla að reyna þetta. Gangi þér allt í haginn Hólmdís mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 08:02

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Búkollabaular og Ásdís takk fyrir innlit

Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 10:43

7 Smámynd: Rannveig H

Skil þig alveg! Ertu búin að ákveða hvar í DK ´þú ætlar að vera. Systir mín býr í Horsens og vinnur við heimahjúkrun, hún vill alsekki koma heim.

Rannveig H, 4.12.2008 kl. 10:54

8 Smámynd: Sigrún Óskars

ó mæ god! Skil þig samt rosalega. Þú verður samt að blogga þaðan  við getum ekki misst þig af blogginu.

gangi þér vel

Sigrún Óskars, 4.12.2008 kl. 11:18

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rannveig....þetta er á frumstigi.    Skoða líka hvað kollegi minn ætlar að gera en hún ætlar líka úr landi.  Það kemur engin heilvita manneskja heim núna!!

Sigrún það verður gott að hafa bloggið í útlegðinni. Ef mér bíðst staða seðlabankastjóra í dag....fer ég ekki fet       

Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 11:40

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú yrðir fínn seðlabankastjóri

Sigrún Óskars, 4.12.2008 kl. 11:43

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún það eru að minnsta kosti ekki gerðar neina menntuarkröfur til starfsins!!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 12:02

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

oooooooooooh  menntunarkröfur

Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband