Villandi

............Mitt heimili hefur aldrei haft 165 þúsund á mann til að spila úr.  Það held ég að eigi við þúsundir annara heimila í landinu.  Enda heyrði ég bara um góðærið hjá stjórnmálamönnum.  Það snart ekki mig né mína fjölskyldu.  Þetta góðæri var álíka fjarlægt og tuglið.  En kreppan kemur af fullum þunga.

Ég held að framtíðarverkefni hér hljóti að verða að minnka þetta svakalega launabil sem orðið hefur i landinu síðustu ár.  Allt launakerfi er ónýtt hérna. Það er bara hlægilegt að sjá tölur um meðallaun. Hver eru meðallaun tveggja manna þar sem annar hefur 200 þús en hinn 2 milljónir?  Hvað réttlætir slíkan launamun? Hvað þarf einstaklingur  að hafa í laun að lágmarki til að lifa af? Er réttlætanlegt að borga svo lág laun að fólk rétt skrimti?  Fullorðnu fólki fyrir fulla vinnu. Þetta er búin að vera þjóðarskömm lengi.

Í raun þyrfti einhverja siðfræðinga til að fara yfir launamál hér.


mbl.is Útgjöld heimila hækkuðu um 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þessar meðaltalstölur eru svo mikið rugl.  Bara einn liður í veruleikafirringu ráðamanna og verkalýðsforystu.

Hvað var það aftur sem formaður VR sagði á Háskólabíó fundinum?....."meðallaun félagsmanna VR eru um kr. 400.000.- pr. mán. og ég tel eðlilegt að sem formaður þessara stóru samtaka sé ég með 5föld þau laun".....svo skildi hann ekki baulið, sem hann fékk úr salnum

Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þessar meðaltalstölur eru bull.

Svo þegar spurt er um rættlætingu slíks launamunar er talað um ábyrgð.....sem enginn axlar

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það væri réttast að leggja niður vinnu til að réttlæta þennan mismun.

.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.12.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg sammála ykkur, það er ekkert hægt að deila manni í eitthvað meðaltal.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Anna Ragna allsherjarverkfall liggur í loftinu

Ásdís nei þetta er ósanngjarnt.  Taktu launin þín og svo Hreiðars Más bankastjóra og finndu út meðaltal.  Og reiknaðu svo kaupmáttinn.  (Hann var með 62.5 millur á mánuði)  Þetta er argasta bull

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband