Var einhver grænklæddur?

............Þegar ég var á jólaböllunum á Húsavík í "den" var gjarnan einn eða tveir grænklæddir jólasveinar með þeim rauðu.   Mín jólaböll voru í gamla Samkomuhúsinu. Þessa grænu hef ég bara séð á Húsavík.  Heyrði þá skýringu að rauða efnið  hefði klárast í kaupfélaginu!

Kannski þeir hafi bara verið í framsóknarflokknum.  Ekki gæti ég hugsað mér þá bláklædda!

En mikið þótti manni gott að fá glaðnig frá Sveinka....mæra í poka og eitt jólaepli væntanlega Delicious!

Heima hjá mér var lengi keyptur heill eplakassi sem var langt umfram það sem við gátum torgað. Svo eftir áramót voru borðaðir eplagrautar í gríð og erg.


mbl.is Góð jólastemning á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þeir hafa trúlega verið á vegum Kaupfélagsins. Samvinnuhugsjónin náði alla leið upp í Grýluhelli á sínum tíma. Nú á dögum frjálshyggjunnar lifa aðeins þeir hæfustu af og grænu jólasveinarnir dauðir. Coka Cola sveinninn er í fínu formi.

Víðir Benediktsson, 26.12.2008 kl. 18:57

2 identicon

Ég man vel eftir þessum grænklædda. Gott að einhver annar en ég sagði frá þessu því ég hélt að ég væri að muna einhverja ímyndun. Þetta voru sömu litir og á búningi knattspyrnuliðs staðarins, var það kannski Völsungur sem sá um jólasveinana. Mig mynnir, meira að segja, að sá grænklæddi hafi verið með dökkt skegg, að minnsta kosti stundum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 19:42

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir skarplega athugað

Húnbogi ég man ekki þetta með skeggið....en það er rétt þetta var Völsungsgrænt. Ég hef hvergi heyrt um grænklædda jólasveina.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 20:00

4 identicon

Samkvæmt nýjustu heimildum er Coka Cola jólasveinnin orðinn veill fyrir hjarta og illa haldinn af sykursýki, sem eru örlög flestra gosdrykkjumanna. Það leynir sér ekki, sjáið bara nýjustu myndirnar af honum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 20:24

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skemmtilegar svona minningar...engir grænir jólasveinar heima á Suðureyri, yfirleitt bara einn rauðklæddur, sem söng eins og Nonni Kitt og stundum kom stúfur með honum...en glaðningurinn var sá sami og á Húsavík, rautt stórt epli og gotterí í poka.  Held samt að í fyrstu hafi það bara verið epli en að nammipokinn hafi svo bæst við seinna

Sigrún Jónsdóttir, 26.12.2008 kl. 21:22

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi hvernig er tannstatus sveinka?

Sigrún  það er gaman að rifja þetta upp.  Þú hefur sem sagt þekkt jólasveininn!

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 22:14

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nei, þekkti hann alls ekki, en Nonni Kitt var aðalsöngvari (gamanvísna) eyrarinnar og ég var bara ánægð að jólasveinninn gat sungið eins vel og Nonni

Sigrún Jónsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:17

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hahaha kjáni!!

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 23:24

9 identicon

Nonni Kitt, skyldi hann hafa verið bróðir Valda Kitt? sem ég þekkti vel.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:30

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eða Adda Gauja Kitt

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 23:40

11 identicon

Söngkonan Ertha Kitt var að deyja 81 árs. Var hún frá Suðureyri?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:50

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fór alltaf á flottustu jólaböllin sem haldin voru í Súlnasalnum á Hótel Sögu, þjónafélagið hélt alltaf flottustu böllin í gamla daga.  Við fengum líka flottustu gjafirnar Barbí dúkkur og fulla poka af sælgæti.  Dótið var alltaf það nýjasta og mest spennandi þá stundina.  Svo tók ljósmyndari myndir af öllum börnunum.  Mamma á margar svoleiðis myndir af okkur systrum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.12.2008 kl. 00:02

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi góður

Það hefur aldeilis verið flott Jóna Kolla

Hólmdís Hjartardóttir, 27.12.2008 kl. 01:41

14 Smámynd: Offari

Ég man vel eftir grænum jólasveinum.  Merkileg ef þeir skuli ekki hafa heimsótt aðra bæi en Húsavík.

Offari, 27.12.2008 kl. 01:52

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Offari ég held að þetta sé sérhúsvískt eins og mæran

Hólmdís Hjartardóttir, 27.12.2008 kl. 02:01

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Að "Allt sé vænt sem vel er grænt" hlýtur því að vera alveg sérhúsvískt, þannig séð!?

En blessuð sé minning Ms. Kitt, var með þessa líka kynþokkafullu og djúpu rödd!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 02:46

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús....allt sem vel er vænt er Húsvíkst.   Ms Kitt var frábær.

Já Vala við vöndumst þessum græna!

Hólmdís Hjartardóttir, 27.12.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband