4 hús til sölu.

  Sala á 4 sendiráðsbústöðum á að skila einum milljarði í ríkissjóð.  þessi setning segir allt um kolvitlausa forgangsröðun stjórnvalda á undanförnum áratugum. Á sama tíma og launum stórra stétta hefur verið haldið í lágmarki og  heilbrigðiskerfið svelt var verið að kaupa rándýrt húsnæði um alla veröld til að sýnast út á við. Það er auðvitað í Utanríkisþjónustunni sem við getum sparað mest því það bitnar minnst á lífsgæðum fólks í landinu.   Seljum allt heila klabbið áður en við skerum burt lífsgæði og réttindi hins almenna borgara.

Við þurfum hugarfarsbyltingu í þessu landi svo mikið er víst.


mbl.is Sendiráðsbústaðir seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sýndarmennska og mikilmennskubrjálæði er leiðarljós utanríkisþjónustunnar....sendiráð okkar í Tokyo kostaði 1 milljarð, og var komið á laggirnar til að styðja við íslenska athafnamenn, sem þó sögðu að þetta sendiráð væri tímaskekkja og íslensk fyrirtæki sæju sjálf um sín mál í japan.

Haraldur Davíðsson, 14.1.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú fara þessar hallir á brunaútsölu

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nákvæmlega, hugsaði það sama þegar ég las þessa frétt.

Sigrún Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 13:40

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hólmdís mín góða!

ég vil sjá þetta í jákvæðu ljósi, já bara árangur til dæmis erfiðis þíns m.a. að predika þetta einmitt mánuðum saman, að selja ætti sendiherrabústaði og þar með spara!

Þín friðsömu en jafnframt þrautseigu mótmæli og kröfur eru því bara að skila sér sýnist mér!

En þess utan, er ennþá eitthvað spennandi fyrir austan læk en Austurvöllur og Háskólabíó!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 13:44

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það leynis margt gott fyrir vestan læk

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2009 kl. 14:33

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að við ættum að leggja niður öll sendiráð og semja við Norðmenn eða dani um neyðarþjónustu.

Jón Halldór Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála Jóni....

Haraldur Davíðsson, 14.1.2009 kl. 16:10

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það var og!

ER semsagt að eiga sér stað áframhaldandi þróun vestan Lækjar, kannski í átt til SAMEININGAR!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 16:39

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á tímum netsins og almennar heims ensku kunnáttu? Vitfirring, Já. Seðlabanki, Kauphöll [það geta allir sem vilja braskað í kauphöllunum í USA, Bretlandi, Þýkalandi, Frakklandi, Japan sem vilja eignarhalds félög til auka skattbyrðar almennings, Menntastofnanir til að þjálfa fólk í millifærslu, allt þetta má leggja niður.

Verja [millifæra] fjármunum í að styrkja iðnað, hugbúnað, og heilbrigði. Útrýma lálaunum. Skilar afkasta mesta og besta fólkinu í öll störf jafnt. Á sjúkrahúsum gæti sama fólkið moppað gólfin, reitt fram matinn og sinnt sjúklingum að öðru leyti:sjúkratæknar. Kallar á hæfara fólk. Yfirmaður deildar gæti kallast Hjúkrunarfræðingur. Viðhald arðbæra starfsmanna er hagræðing sem borgar sig.  Örorka vegna  vinnuþrælkunar er ekki forsenda til að byggja á. Við erum ekkert og góð að hlúa að þeim sem minna meg sín í ljósi þjóðartekna. Þjóðar heilbrigðiskerfið á að vera í eigu þjóðarinnar. 

Heilnæmt loftslag og hálauna sjúkratæknar sem tala minnt 3 tungumál á úrvals lækna hjúkrunarfræðinga liði gæti komið sem viðbót á stofnunum í einkaeign sem sérhæfa sig í erlendum ofurfjármagnssjúklingum. [T.d. í samkeppni við þær í USA]

Þær mætti aldrei niðurgreiða af almanna fé.  Það þarf ekki að skera niður á Íslandi. Það þarf að millifæra með hagnað og jöfnuð í þágu allrar þjóðarinnar.

Erlendir Auðhringir [fjárfestar] er eins og sandur til að byggja hús sitt á.

ESB byggir tilvist sín á þeim og þeir eru nú í óða önn að flýja samdrátt ESB og hrun og leita austur eftir ódýrara vinnuafli alt til Rússalands og eftir situr hungrað ESB í annarra manna auðlindir: sem er einn hluti af kostnaði auðhringanna.    

Júlíus Björnsson, 14.1.2009 kl. 19:21

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála þessu. Utanríkisþjónustan hefur verið hvað duglegust við að sólunda fjármunum almennings.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.1.2009 kl. 19:46

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona bara að kreppa í útlöndum standi ekki í vegi fyrir sölunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 19:54

12 Smámynd: Offari

Það er bara spurning hverjum vantar sumarbústað í Tokio?  Jón Ásgeir? Hannes Smára?  eða er það einhver annar góðvinur Íslands?

Offari, 14.1.2009 kl. 20:52

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað á að selja allt heila klabbið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.1.2009 kl. 00:21

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef hugsað um það sma og Jón Halldór.

Magnús Austurbær mun ekki sameinast Vesturbæ

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 00:25

15 Smámynd: Offari

Veistu ég sá þig í sjónvarpinu.

Offari, 15.1.2009 kl. 00:30

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari heppinn ertu! Og svo eru tvö sem eiga afmæli núna

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 00:34

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þá er spurningin, hvort var hún sætari í "Sjónó", eða "Bara með berum augum"?

Tek svo fram, að ég er ekki annar þessara tveggja sem á afmæli, er Hrútur eins og HH kannast við!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 14:23

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Er það ei svo nei?

Legg þá túlkun í, að Vesturbæ hefur semsagt verið hafnað um annað en ríkjandi lausbeisluð tengsl við Austurbæ, nema að líka sé svo að kólna eitthvað meir á millum!?

Hmm, mjög djúpt á þessu og engin skilur örugglega hvað verið er að fara haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 14:28

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jæja Magnús þessi umræða á ekki heima hér

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 15:59

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, fyrirgefðu elskan mín, svona grútleiðinleg og þurr sameiningarkjaftæðismál eiga bara heima í ráhúsinu eða á innsíðum Moggans!

Það skildi heldur ekki nokkur heilvita maður neitt í þessu bulli mínu, vertu viss!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband