Tökum "secret" á kreppuna.

..............Ég ætla að gera eins og stjórnvöld. Ég ætla að reyna að hugsa kreppuna burtu. Þar sem ég sé ekkert koma frá stjórnvöldum sem hjálpar almenningi grunar mig að þau séu að nota óheðbundnar aðferðir svo sem "secret".  Nú ætla ég að nota alla helgina í þetta.

Hvernig væri að stytta vinnuvikuna á meðan þessum hremmingum stendur til að fækka atvinnulausum? Mér finnst að ríkisvaldið eigi að fara á undan með það fordæmi frekar en að segja upp fólki. Atvinnuleysisbætur gætu síðan vegið upp á móti tekjutapi.

En til vara minni ég á fund á Austurvelli klukkan 15:00 á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi, sé þig varla í hlutverki hins sinnulausa almennings.  Tillögur þínar um stytta vinnuviku eru svo sannarlega þess virði að þær verði skoðaðar.

Tékka á eigin heilsu í fyrramálið og hef svo samband

Sigrún Jónsdóttir, 16.1.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Offari

Ég nefndi þessa tilögu á mínum vinnustað. Þar sem ég taldi að hægt væri að fjölga vaktavinnufólki um 20% ef við tækjum á okkur launalækkun. Það var því miður enginn sem vildi skoða það að lækka við sig laun meðan skuldirnar hækkuðu.

Offari, 16.1.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er nú varla hægt að stytta vinnutíma alþingismanna mikið. Jólafrí, páskafrí og sumarfrí nær saman hjá þeim. Hlýtur að vera erfitt að sinna svo ábyrgðarmiklu starfi. Eins gott að þetta fólk fái sæmileg eftirlaun.

Víðir Benediktsson, 16.1.2009 kl. 18:36

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Hólmdís, flott að vera secret.....Kannski ætti þjóðin að hætta að gera allt í viku, vinna, greiða reikninga, versla o.s.frv, vera bara secret. Skyldu valdhafar taka eftir því?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 18:56

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það væri nú gaman að sjá hvað gerist ef allir sem einn neita að borga, skuldir skatta....

Haraldur Davíðsson, 16.1.2009 kl. 19:20

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er bara ágætis hugmynd hjá þér að stytta vinnuvikuna

Sigrún Óskars, 16.1.2009 kl. 23:07

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvar ætlið þið að vera á fundinum á morgun, mig langar að hitta ykkur? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.1.2009 kl. 23:53

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nálægt Nasa! í byrjun

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 00:58

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ok ég mæti þangað

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 01:02

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þabbarraekkertannað, setja í gang bara lítin saumó svona mitt í mótmælunum heyrist mér!?

En passiði nú upp á heilsuna elskurnar, þið þessar annars grjóthörðu gellur, hrynjið nú hver af annari niður í flensu og fleira óféti!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband