Hvað er búið að handtaka marga?

..............Það er örugglega búið að frysta eigur þessara manna?  Er það ekki?  Nú engin lagaheimild. Verður þá ekki að setja neyðarlög sem heimila það á meðan rannsókn stendur? 

Ætla stjórnvöld og eftirlitsstofnanir  að samþykkja að þetta sé "eðlilegt!"?  Eða ætlar fólk að bregðast við?   Sýna snefil af manndómi?

 Hvernig vill fólk að það sé brugðist við þessu?

Það er sannarlega liðin tíð að það sé notalegt að fá sér kaffi og lesa fréttir á morgnanna á Íslandi. Það tekur örskamma stund að komast á suðupunkt.


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Enginn.

Offari, 19.1.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Heidi Strand

Það er örugglega troðfullt á Kvíabryggju. Ég hef ekki séð einn einasta fjármálaruddi á undanförnu, ekki einu sinni í ræktina.

Ef það verður ekkert gert, verðum við að taka lögin í okkar eigin höndum.

Heidi Strand, 19.1.2009 kl. 10:28

3 Smámynd: Sigurbjörg

100% sammála. Ef einhver tími er réttur fyrir neyðarlög þá er það núna! Þessir menn sætu inni alls staðar annars staðar en á Íslandi. Þeir eru sko örugglega búnir að koma eigum sínum undan því miður.

Sigurbjörg, 19.1.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Offari

Hvernig væri að bjóða Bretum að koma og sækja þessa hryðjuverkamenn?

Offari, 19.1.2009 kl. 10:57

5 identicon

Hólmdís,  látum setja rimla í tónlistarhúsið niður við sjó og þessum köllum verður stungið þar inn. Við getum svo grætt á ferðaþjónustu þar sem fólk getur komið og horft á siðleysingana  inn um rimlana og á sunnudögum förum við með brauðmola sem verða (varla) afgangs eftir vikuna hjá okkur og hendum inn. Með tímanum verða þeir orðnir vindblásnir og hálf signir af vistinni. Svo veit ég ekki meir. En ég er reið. :(  Eigur þessara manna eru á grænum greinum í einhverjum löndum þar sem ríkir bankaleynd, sannaðu til. 

Hafdís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

maður skilur bara ekki hvernig þetta var hægt, er hægt að bjóða manni endalausa spillingu - djö er nú þráðurinn orðinn stuttur hjá manni

Jón Snæbjörnsson, 19.1.2009 kl. 11:00

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hafdís mér líst bara vel á hugmyndina!

Heidi endar með byltingu!

Sigurbjörg það þarf að sækja þetta fé

Offfari Bretar vilja ekki fá þá.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2009 kl. 11:03

8 identicon

Offfari Bretar vilja ekki fá þá.

But it now seems that the UK Government only did what you are now wanting to do. Freeze the assets   ????  I don't quite understand ???

Fair Play (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:35

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Bankaræningjar voru bara fangelsaðir í villta vestrinu ekki hér.

Rut Sumarliðadóttir, 19.1.2009 kl. 11:42

10 Smámynd: Agný

Litla saklausa Ísland minnir æ meira á afríkanskt einræðisríki...

Já Hólmdís það er orðinn ansi stuttur kveikiþráðurinn hjá manni sérstaklega þegar kemur að réttlætiskenndinni hjá mér allavega..... Svo leyfir þetta lið sér að kalla okkur hinn almenna borgara skríl en það var nú einu sinni þessi "skríll" sem kaus þá ... en fínt...við hinn almenni borgari erum sem sé skríll og allir stjórnmálamenn og allt bankaliðið eru "siðblindingjar" 

Sem sé hið nýja Ísland samanstendur af siðblindingjum og skríl...Nice

En held að væri réttara að segja að á Alþingi situr  siðblindur skríll við stjórn...

Agný, 19.1.2009 kl. 11:52

11 Smámynd: Sigurbjörg

Ég held að einungis einn hafi verið yfirheyrður af lögreglu vegna peningamála frá hruninu. Friðjón Þórðarson vegna gruns um hunruðmilljóna peningaþvætti, en að sjálfsögðu var ekkert gert, allt löglegt er sagt, enda maðurinn sonur Þórðar í Kauphöllinni. Man ekki eftir einusinni annarri yfirheyrslu. Ótrúlegt að ekkert sé að gert.

Sigurbjörg, 19.1.2009 kl. 11:54

12 Smámynd: Sigurbjörg

stafapúkinn kom upp, þarna átti að vera hundruð milljóna að sjálfsögðu :)

Sigurbjörg, 19.1.2009 kl. 11:55

13 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já það er liðin tíð að það sé notalegt að setjast niður með kaffi og lesa fréttirnar. Það verður ekki aftur notalegt fyrr en það er búið að þrífa ósómann og henda honum í ruslafötuna.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.1.2009 kl. 12:05

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bara að fylgjast með fréttum, væri nóg til að gera mann veikan

Sigrún Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 12:11

15 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Arrrgghhh, maður verðu brjálaður á öllu þessu braski. Það er með ólíkindum að ríkissaksóknari skuli ekki vera kominn í málið, hvar er efnahagsbrotadeildin hans BB ?

Ég er hræddur við næstu mánuði ef engu miðar í því að sækja þetta hyski til saka, ef enginn sýnir okkur einhvern snefil af virðingu......þá getur þetta orðið enn ljótara, fólk yfirgefur landið, ofbeldi mótmælenda og lögreglu eykst, og umheimurinn afskrifar okkur endanlega. Mér dettur ekki í hug að kjósa í vor, eigi ég að kjósa við ríkjandi kerfi, kjósa aftur um sömu vitleysuna. Það er grundvallaratriði að fá þetta fólk frá, og svo að henda flokkakerfinu þangað sem það á heima.....

Haraldur Davíðsson, 19.1.2009 kl. 14:32

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það svelgist greinilega fleirum á kaffinu en mér.

Það verður að fara í aðgerðir strax og ná þessu liði

Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2009 kl. 14:38

17 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er nokkuð tími núna til að leita sökudólga? Hafa ekki bæði Ingibjörg og Geir sagt það? Nær að skríllinn borgaði framlengingasnúruna hans Jóns Ásgeirs sem sviðnaði á Gamlársdag en velta sér upp úr svona. Alltaf þarf "ekki þjóðin" að finna eitthvað svona til að röfla út af. Er ekki Geir búin að segja að sér þyki þetta leitt? Er Ingibjörg ekki búin að segja að hún finni ekki til ábyrgðar? Þau hafa svo sannarlega gert hreint fyrir sínum dyrum.

Víðir Benediktsson, 19.1.2009 kl. 16:26

18 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta hefur verið vitað frá því að Interpool lét Seðlabankann og Ríkislögreglustjóra vita af því að verið væri að millifæra óvenju háar upphæðir í skjóli nætur, á erlenda banka. Þetta vissi Davíð þegar hann kom í Kastljósþáttinn fræga. 

Í fyrstu var sagt að fyrrum Stjórnendur bankanna segðu þetta gróusögur, og þessvegna þyrfti ekkert að gera. 

Og það var ekkert gert. 

Nú hafa þessir menn viðurkennt að hafa fært a.m.k. 104 milljarða til hina ýmsu félaga sinna í skattfrjálsum Paradísum, í skjóli nætur. -  Og er eitthvað gert?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.1.2009 kl. 16:35

19 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt Hafdís, það þarf að sækja féð meðan það er hægt.  En til þess að ná í féð þarf að setja lög og ég sé ekki að það sé nægjanlegur kjarkur í þessari ríkisstjórn til þess.

Sigurbjörg, 19.1.2009 kl. 17:43

20 identicon

Hvar á að byrja á handtökum,, og hvar á að enda ??Sennilega þyrfti að taka Bændahöllina á leigu til afplánunar , og dygði skammt,, Sennilega yrði bara betra að semja við Litháa um að taka að sér vistun ,, Of mikill lúxus að vista þessi óféti á fínu hóteli,, Hins vegar er ekkert óeðlilegt við þessi viðskipti , sem fram hafa farið , sem og haldið hefur verið fram,, Það hefði hins vegar verið óeðlilegt ef menn þessir hefðu starfað heiðarlega,,

Bimbó (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:40

21 Smámynd: Víðir Benediktsson

Bjóða út fangelsisrekstur en ekki hvað. þá fengju þessir krimmar að kynnast frjálshyggjunni í alvöru. Einkarekið fangelsi í höndum frjálshyggjupostula sem vill fá arð og ekkert vera að eyða of miklu í umönnun. Hefur Guðlaugur Þór ekki látið sér detta þetta í hug eða á þetta bara við heilbrigðisþjónustuna.

Víðir Benediktsson, 19.1.2009 kl. 18:55

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Breyta stórum togara í vinnubúðir, skipið yrði fiskverksmiðja, tæki við afla annara skipa, skipaði upp í flutningaskip, tæki olíu og kost úti á sjó, og kæmi helst ekki í land nema nauðsyn bæri til.

Haraldur Davíðsson, 19.1.2009 kl. 20:15

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru mjög góð fangelsi að sögn fróðra í Tansaníu. Þau er sjálfbær og skila 100% betrunbótum að sögn þeira sem reynt hafa. Þeim veitir nú ekki af smá stuðning.

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 00:22

24 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja allt rétt hjá þér. Þetta var vitað. Og ekkert aðhafst.

Strákar mínir  er ekki hægt að láta þá bora göng í gegnum eitthvert fjallið.. ..samfélagsþjónusta og láta þá búa í vöktuðum vinnuskúrum?

Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2009 kl. 00:23

25 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kannski ratast þeir á Selfossi á einn eða tvo útrásarbaróna þegar þeir byrja að handtaka þessa tæpa 400 glæpona sem skulda. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:58

26 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Varla.....en það á greinilega að persónugera vandann fyrir austan fjall

Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2009 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband