Öskudagur

.........ég á margar góðar minningar um Öskudag.

Ólst upp á Húsavík á síðustu öld.  Undirbúningur fyrir Öskudag hófst einhverjum vikum áður en að þessum mikla degi kom.  Í Barnaskóla Húsavíkur æfðum við söng sem síðar kom að gagni við betlið sem aðeins var liðið þennan eina dag. Mikið var lagt upp úr búningum og kepptust allar mæður við saumaskap. Og við saumuðum öskupoka í miklu magni. ( þá var hægt að fá títuprjóna sem hægt var að beygja).  Tilhlökkunin var mikil.  Kötturinn var ekki sleginn úr tunnunni fyrr en ég hætti að spóka mig um götur í búningi.

Allir fullorðnir gengu um bæinn með pokasafn á bakinu.  Við börnin fórum í hópum um bæinn og sungum í verslunum og fyrirtækjum.  Og söfnuðum mæru í poka.  

Eftirminnilega eru súru rjómabollurnar úr bakaríinu og ísinn úr Mjólkurstöðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Súru rjómabollurnar??

Við vorum svo heppin að fá Prest að norðan í sveitarfélagið mitt, sem færði okkur þessa norðlensku siði - Slógum köttinn úr tunnunni og alles

Sigrún Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þeir hafalengi verið danskir á Akureyri

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2009 kl. 18:30

3 identicon

Rjómabollurnar voru súrar vegna þess að tíminn sem leið milli bolludags og öskudags var nógu langur til að rjóminn súrnaði. Við börnin fengum, á öskudag, þær bollur sem ekki höfðu selst. Fæstir gátu innbyrt súran rjómann og ég man eftir því hvernig snjóskaflinn fyrir framan bakaríisgluggann var útbíaður í bolluklessum og rjóma.

Eldri systur mínar skemmtu sér vel við að skreyta mig með öllu tiltæku, varalitum augnskuggum og alls konar efnum. Mér fannst ég full skringilegur eftir þá meðferð og leið ekki vel en ég held að systur mínar hafi hlegið mikið, þegar þær sendu mig út í bæ og ég gat ekki útskírt hvað ég var að leika.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 19:56

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Valdís og Maja hafa skemmt sér konunglega.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2009 kl. 20:05

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hólmdís mín hér er búið að vera fjör í dag, sko er mér tjáð hef ekki farið út úr húsi sjálf. brjálað veður og allt á kafi hér upp á hol meira að segja svo að ég bar Millu mína að versla fyrir mig er hún kæmi heim úr vinnunni. Tengdasonurinn kom síðan um hádegið með vörurnar og það var ekkert að færðinni, en mikill skafrenningur var svo maður sá ekki niður í bæ.
Gísli fór síðan fram í Lauga um kaffileitið allt autt og ekkert að veðri.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 20:38

6 identicon

Guðrún Emilía, Mikið óskaplega sakna ég þessara vetrarveðra fyrir norðan. Uppalinn við Baughólinn og þegar ég bjó við urðargerði, þá bar ég skíðin yfir sprænugilið í öllum veðrum og gekk minn vanalega hring upp með Búðaránni og kringum Botnsvatn og þvers og kruss yfir vatnið. Hér fyrir sunnan er ég aðeins farinn að kynnast Heiðmörkinni en þar er, því miður, aðeins of mikil bílaumferð. Það stendur vonandi til bóta þegar margir fara á hausinn og missa jeppana sína. Þá getum við aftur farið að tala um óspyllta náttúru.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:04

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Trúi því vel að þú saknir þessa alls og vetrarveðrin eru heill draumur og svo koma stillur á milli þá er sko fjör í fjallinu. Áður og fyrr er mér sagt að börnin hafi farið með skíðin í skólann nóg af nesti svo var verið í fjallinu allan daginn, en nú koma foreldrarnir með skíði og nesti akandi á fínu jeppunum til barnanna eftir skóla.
En við vitum nú alveg að jepparnir eru nauðsynlegir hér norðan heiða.
Þú hefur þá verið á gönguskíðum, það er ekki svo mikið um þau hér núna.

Hvar á Baughól ólst þú upp? Nú er ég að njósna, en ég er ekki héðan svo ég tengi þig ekki við fólkið, gæti náttúrlega spurt tengdasoninn, en spyr bara þig.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 21:32

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna Hólmdís mín ég er bara búin að skrifa heilu ritgerðirnar á síðuna þína, en þú vonandi fyrirgefur mér það vonandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 21:33

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Já ég man líka eftir öskupokunum og mamma sagði alltaf að við mættum ekki næla þá í fólk sem var í leðurkápu eða í mokkajakka  - rosalega virðist vera langt síðan þetta var

Sigrún Óskars, 25.2.2009 kl. 21:41

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún það er ekki svo ýkja langt síðan

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 21:46

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já minningarnar eru skemmtilegar

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2009 kl. 22:06

12 identicon

Guðrún Emilía, Ég var fyrstu þrjú árin í Vík við Höfðaveg og flutti síðan að Baughól 13, þar sem ég var til 1981. Svo kom ég aftur árið 2000, þar sem konan mín leysti af sem skólastjóri. Við vorum þar í þrjú ár. Hefði gjarna viljað vera þar lengur. Ég var svolítið að velta vöngum yfir því hverra manna þú værir en þegar þú sagðist vera aðkomin, þá er það úr sögunni. Afsakið, ég hef enga fordóma gagnvart aðkomufólki.

Það er rétt, við komum stundum með skíðin í skólann og lyftan var svo nálægt gagnfræðaskólanum að einn bekkjarfélagi minn fór eina ferð í frímínútunum. Sjálfur vandist ég gönguskíðum á Akureyri og Noregi.

Bestu kveðjur norður: Húnbogi Valsson, ættaður úr Reykjadalnum, eins og Hólmdís, og líka af Tjörnesi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 22:46

13 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hér á Akureyri var bara betlað, engir öskupokar. Vissum að Reykjavíkurbörnin voru með eitthvað svoleiðis en það fannst okkur hallærislegt þegar hægt var að fá fullan poka af nammi fyrir það eitt að opinbera lagleysi sitt í skrípabúningi. Man eftir tveimur kaupmönnum hér í bæ sem unnu sér það til frægðar að hafa lokað á Öskudaginn vegna nísku.

Víðir Benediktsson, 25.2.2009 kl. 23:17

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var dugleg að sauma öskudagspoka, gerði oft nokkra tugi þeirra og hengdi þá í fullorðna fólkið.  Við betluðum aldrei hérna í Reykjavík í þá daga,  bara hengdum poka í saklausa vegfarendur á Laugaveginum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2009 kl. 00:39

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir....engir öskupokar?   Þið hafið bara ekki nennt að sauma þá.  En greinilegt að siðirnir voru nokkuð misjafnir eftir bæjarfélögum. Mamma lagði mikla vinnu í búninga.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2009 kl. 08:53

16 Smámynd: Tína

Mér finnst leiðinlegt að sjá ekki lengur þessa öskupoka hangandi utan á öllum. Shit hvað maður skemmti sér við að búa þá til og læðupokast síðan á eftir fólki og hengja einn poka á manneskjuna. Skemmtilegast var að sjálfsögðu ef viðkomandi fattaði þetta ekki.

Knús á þig elskuleg.

Tína, 26.2.2009 kl. 16:15

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nákvæmlega Tína það fylgdi þessu viss spenna og knús til baka

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband