Vetrargosarnir láta hvorki kulda né kreppu halda aftur að sér.

,,,,,,,,Gaman að sjá vetrargosana gægjast upp úr snjónum brosandi. Láta sér fátt um finnast þótt frost sé á Fróni og kreppuvæl í fólki.  Kannski við ættum að taka vetrargosann til fyrirmyndar?  Þetta eru ótrúlegar plöntur.   Gljámispillinn fyrir utan stofugluggann minn er farinn að laufgast. Og kirsjuberjatréð sýnir líf.  Á eftir vetri kemur vor.

Tek undir með Töru bloggvinkonu minni....reynum að líta á björtu hliðarnar....þótt ég hvetji alla til að halda vöku sinni. 



















« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stjúpurnar úti á tröppum hjá mér voru með knúppa í janúar, plantan er ennþá græn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það kemur vor á eftir vetri Jóna Kolla

Hólmdís Hjartardóttir, 10.3.2009 kl. 01:46

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Rétt Hólmdís.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Ertu sest að á Spáni?

ÞJÓÐARSÁLIN, 10.3.2009 kl. 18:53

5 identicon

Mikið vildi ég vera eins og þú Hólmdís. Að þekkja nöfnin á öllum þessum plöntum. Er búinn að útvega mér að minnsta kosti tvær flóru-bækur en hef átt erfitt með að leggja á minnið það sem í þeim stendur.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:34

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þjóðarsál...nei en er að hugsa um að gerast farandhjúkka í heitum löndum....áður en ég sest í helgan stein á Ítalíu..

Húnbogi minn þekki alls ekki allar plöntur með nöfnum....en margar...sennilega fengið þetta með genunum.  

Hólmdís Hjartardóttir, 10.3.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband