Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nei Ingibjörg

......................Fólk er í áfalli.........þjóðin er í áfalli.  Þúsundir að missa vinnuna og heimilin.  Og þetta er ekki búið..........fjarri því.  Við köllum eftir aðgerðum sem bjarga heimilinum. Við köllum eftir aðgerðum sem draga úr áfallinu. Við getum kallað það áfallahjálp.  Burt með verðtryggingu á lánum.    Hvernig á þetta að ganga upp?   Það getur ekki gert það.   Hvenig ætlið þið að sporna við að þúsundir flýja land?  
mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælafundur klukkan 15:oo á Austurvelli í dag

...................ég vona að nýtt met verði sett í mætingu.  Það viðrar ágætlega til þess.

Hafið þið tekið eftir því á blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar er ekkert.........EKKERT  talað um lausnir fyrir fólk sem hefur misst vinnuna eða er komið í þrot vegna síhækkandi skulda.  Engar lausnir fyrir almenning.  Ekki kynntu þau heldur á fundinum í gær að verið væri að loka nýjum skurðstofum í Keflavík....eða að starfsfólki þar hefði verið sagt upp.

Mætum í dag


Næsti blaðamannafundur ríkisstjórnar á föstudegi ( A la Hólmdís)

.................Ágætu landsmenn.  Við stöndum frammi  fyrir þeim mestu fjárhagsþrengingum sem nokkur í lifanda lífi man.  Við höfum því ákveðið að leggja til að utanþingsstjórn sérfræðinga taki við. Áður en við kveðjum höfum við lagt til að fella niður   verðtryggingu á húsnæðislán.  Það er mikilvægasta aðgerð sem hægt er að gera fyrir almennan launþega. Við iðrumst sofandaháttar okkar og öxlum fulla ábyrgð ( hvað sem það nú þýðir)

Við höfum einnig ákveðið að fela það í hendur nýrra stjórnvalda að endurmeta niðurskurð í heilbrigðiskerfinu ss  lokun skurðstofa á HSS...........´þær voru ekki opnaðar að ástæðulausu  eða hvað.  Það er erfitt að heimta niðurskurð á Landspítala á sama tíma og verkefni eru færð til hans. Lokun Heilsuverndarstöðvarinnar mun einnig fela í sér aukinn kostnað fyrir spítalann.

Við setjum allt okkar traust á þá sérfræðinga sem munu nú fara með stjórn landsins.


Viðtal við Geir Hilmar ( tekið af DV) 2007


Valgerður þú gengur of langt

....................þú skrifaðir sjálf undir þennan ósóma á sínum tíma.  Þú skrifaðir undir ýmislegt fleira sem er að koma okkur í koll núna.  Mannstu eftir því? Þú ættir að íhuga stöðu þína vandlega.    Þetta er spor í rétta átt og verður vonandi endurskoðað seinna.

Nú vona ég að mætingin á Austurvelli á morgun slái öll met.


mbl.is Gengur of skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilt smjörstykki.

.........Þessar tillögur virðast í fljótu bragði góðra gjalda verðar.  Hvað með öll nefndastörfin?  Verða launin kannski betur falin?   Hefur Kjararáð áður fengið bréf frá stjórnvöldum?

Ég held að þrýstingur almennings sé farinn að hafa áhrif. Þessi eftirlaunaósómi var svo gjörsamlega siðlaus. Hafi þeir skömm fyrir sem samþykktu þetta á sínum tíma.

Ég vil heyra tillögur sem hjálpa fólki  sem er að komast í þrot eða er komið í þrot. Ég vil heyra um hausaskipti.  Ég vil heyra að gengistrygging á lán sé felld niður.

Ég vil kosningar í vor.


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hissa, hissari, hissust.

..............Allir eru voðalega hissa á því að fólk vilji mannabreytingar.  Eins og allt er nú gott hér. Hamingjusamasta þjóð í heimi.  Nú atvinnuleysið leysist af sjálfu sér........mörg þúsund manns fara úr landi og þá verður atvinnuleysið ekkert hér. Þá geta stjórnvöld hreykt sér af því að hafa komið atvinnuleysinu niður á ógnarhraða. Þannig þarf ekki að halda skrílnum uppi á atvinnuleysisbótum.  Burt með skrílinn.  Bankarnir og íbúðalánasjóður eignast heimilin.  Þannig reddast það.

Ég hef enga tillögu heyrt fra ríkisstjórninni sem kemur fólki til bjargar.  Afnemið verðtryggingu á húsnæðislán strax í dag.


mbl.is Hissa á ummælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki stefna aðgerðunum í hættu?

,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,hér er allt komið á hvolf, allt hrunið.   Hvernig getum við haldið áfram með sama fólkið í öllum stöðum?   Stjórnin er rúin trausti. Ekki einn maður hefur verið látinn axla ábyrgð. Ekki einn.  Utanþingsstjórn strax.....kosningar í vor.

En það verður fróðlegt að fylgjast með Alþingi á morgun.  Það verður nefnilega lagt fram frumvarp um breytingar á eftirlaunaósómanum.  Stjórnarflokkarnir munu gera það. 

Ég fór inn á Vinnumálastofnun i dag.  Þar var fjölmennt.  Fékk tár í augun að sjá allt þetta fólk sem misst hefur vinnuna.   Og  fékk  að vita að það fær  engar bætur 1. desember nk. Þau svör fékk ég.   Boðið að koma á námskeið 15. janúar.  Ég sagði við konuna..ég verð eflaust komin í vinnu þá eða farin úr landi.  Hún sagði flesta sýna áhuga á að komast í burtu.  Þetta er hinn ískaldi raunveruleiki.

Það er ekkert auðvelt að fara í burtu.  Erfitt að selja íbúðir, erfitt að leigja þær út vegna mikils framboðs.  Auk þess sem leiga er að lækka og stendur ekki undir afborgunum af snarhækkandi lánum.   Frábær staða að geta ekki borgað af lánum og ekki selt.  Takk fyrir það stjórnvöld.

En kona nokkur sagði við mig í dag " þið getið bara ekki öll farið og skilið okkur hin eftir í skuldasúpunni"  


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag væri gott að afnema eftirlaunaósómann.

  AG ( Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn)  spáir hér djúpri og alvarlegri kreppu næstu 2 árin.  Því þarf að fara í tiltekt hér heima.  Afnám sérkjara stjórnmálamanna er krafa þjóðarinnar.  Þessi lög eru ein mynd siðspillingar í þessu landi.  Það er til háborinnar skammar að þessi lög hafi yfirhöfuð verið samþykkt.

Nú er erfitt að sjá að stjórnmálamenn hafi yfirhöfuð unnið fyrir laununum sínum.

Í landi þar sem almenningur berst nú fyrir lífi sínu.

Burt með siðspillinguna.


Æ

.....er ekki hægt að setja þetta lið á "hold"?
mbl.is Hugmynd forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband