Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fólksflótti

........................Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hve margir eiga eftir að flýja land.  Mörg okkar sem misstum vinnuna á Heilsuverndarstöðinni  hugleiðum að flytja út...þó við mögulega getum fengið vinnu hér.  Verði fólksflóttinn svipaður og var í Færeyjum eru það 40 þúsund mannns. Það yrði væntalega mest ungt fjölskyldufólk. Það er einfaldlega ekki búandi við 18% stýrivexti eða jafnvel hærri. Og himinhátt matarverð.  Ekkert bólar á því að gengistrygging  á lánum sé að hverfa...sem er þó sú aðgerð sem er bráðnauðsynleg núna.  Hitti heimilislækninn minn í morgun og sagðist hann vera farinn að hugleiða að fara  úr landi.  Þó hann sé í fullu starfi hér.   Það þarf nefnilega ekki að vera atvinnulaus til að lítast ekkert á blikuna.

Eftir talsverða leit fann ég Vinnumálastofnun....en þá var búið að loka svo ég verð að fara aftur á morgun.....enda svo sem ekki búin að fá öll gögn í hendur ennþá.

Svo legg ég til að fólk bloggi um eftirlaunaósómann daglega í það minnsta.


mbl.is Ásókn í störf í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið gefur eftir skatt............

......Í ljósi þess að ríkið hefur komið þegnum sínum á vonarvöl er sjálfgefið að fella niður þennan skatt af séreignarlífeyrissparnaði.   Alls  ekki er gert ráð fyrir þessu sem tekjum í ríkissjóð.  Fólk var að safna þessu til að eiga til efri áranna.  Það er því neyðarráðstöfun að borga niður lán með þessu. Einnig verður að leggja niður hina afar ósanngjörnu verðtryggingu lána.  Ef það kemur illa við Íbúðalánasjóð verður ríkið að finna fjármögnunarleið fyrir hann.

Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði felldur niður strax.  Að það hafi ekki verið þegar gert er til skammar fyrir Alþingi.

Svo bíður maður eftir bombum  og bommertum dagsins.


mbl.is Skattur af sparnaði strax í vasa ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræðustjórnmál.

.............eftir daginn í dag fer þetta orð  "samræðustjórnmál" jafnmikið í taugarnar á mér eins og "traust efnahagsstjórn".  Er það mögulegt að Viðskiptaráðherra hafi verið leyndur upplýsingum um stöðu bankanna?   Samfylkingarráðherrar virtust koma af fjöllum í dag þegar spurt var um fundi með Davíð í dag.

Annað............það verður að afnema verðtryggingu á húsnæðislán strax.   Ég hlusta ekki á rök eins og þau að Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóður fari þá í þrot.  Ríkisstjórn verður þá einfaldlega að leggja fé í kerfið.   Stjórnvöld sem hafa komið þjóðinni á kaldann klaka verða að koma í veg fyrir að fólk missi heimili sín.  Mér finnst það móðgun við fólk að bjóða því að leigja húsnæði sitt af íbúðalánasjóði.....þegar það fer í þrot vegna vanhæfra stjórnenda.

Ég verð reiðari með hverjum deginum. 

 


Ríkið gengur á undan með góðu fordæmi

...............eða hitt þó heldur. Landspítala er gert að fækka starfsfólki ( þar er jú mannekla) og lækka laun þeirra sem eftir verða.  Þetta er ábyggilega liður í að halda fólki á landinu Devil.  Tekið er fram eins og alltaf þegar skorið er niður : þjónusta verður ekki skert Angry

Kannski ráðherrarnir hafi rætt við kollega sína frá Færeyjum hvað þeir gætu mögulega tekið við mörgu flóttafólki.


Nú hefst sprengjuregnið.

.....Ég skal éta hatt minn ef við eigum ekki eftir að fá stórtíðindi í dag.  Það er kominn bullandi ágreiningur á milli Davíðs og Geirs.  Ágreiningurinn innan ríkisstjórnar augljós.  Það bendir hver á annan.  Vænti fleiri afsagna í dag.  

Ég vil utanþingsstjórn strax.

Kýlið er sprungið og nú vellur drullan upp.  Sem er gott mál.   En staðan er kolbikasvört.

Að þessu loknu fæðist Nýja Ísland.


mbl.is Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú streymir gjaldeyrir til landsins sem aldrei fyrr.

.....DV segir að hér séu staddir 50 milljarðamæringar frá Rússlandi.  Nú er bara vonandi að þeir séu i stuði til að kaupa og kaupa.........Þetta er innrás.

Tökum þeim fagnandi.

PS.   Getur verið að búið sé að reka DO?


Davíð fellir ríkisstjórnina

...........ég er búin að lesa fréttir af þessum fundi í öllum fjölmiðlum.  DO segir að fundað hafi verið með ríkisstjórninni í febrúar um aðsteðjandi hættu. Það er falleinkunn á ríkisstjórn.  En lítið var brugðist við.   Ef ríkisstjórnin hefði fengið lán hjá IMF fyrr.......hefði það ekki komið í veg fyrir þetta algera hrun sem orðið er? 

Yfirvöld hefðu átt að vara almenning við yfirvofandi vanda ( sem þau gerðu frekar lítið úr) Þá stæðu margir betur í dag.  Fólk hefði frestað íbúðakaupum og öðrum fjárfestingum.

DO segir einn mann skulda 1000 milljarða í íslenskum bönkum.  Trúlega á hann við stórvin sinn JÁJ.  Hvar var þá fjármálaeftirlitið?

Davíð sjálfur er greinilega  jafnsaklaus og nýfætt barn.  Íslensk börn fæðast nú hins vegar stórskuldug......

Annars fer að verða spennandi að fylgjast með.  Tími uppgjöranna er kominn.

Mín niðurstaða er enn og aftur sú að allt stjórnkerfið brást.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkt hafast þeir að Geir og Obama

...........Obama kallar keppinautana til samvinnu en á Íslandi er gengið fram hjá Alþingi.

Þetta er auðvitað góð stjórnkænska og líklegri til árangurs en pukrið sem tíðkast hér.  Nú vantar okkur Íslenskan Obama til að leiða næstu stjórn.  Skyldi hann finnast?

Ég hef fulla trú á því að allir þessir fundir sem verið er að halda....nú síðast á Nasa muni skila okkur virkara lýðræði.   Reikna með enn stærri fundi á Austurvelli næsta laugardag en var síðast. Það hlýtur að hafa áhrif.   Vinnubrögð munu breytast.  Fólkið er að taka völdin  í sínar hendur.


mbl.is Boða nýtt tímabil umbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni segir af sér þingmennsku

........eftir því sem DV segir.  Vonandi koma fleiri á eftir.  2 framsóknarmenn farnir á nokkrum dögum vegna innanflokksátaka.  Valgerður ætti að hugsa sinn gang. Alvarlega.

Hvenær fer fólk að segja af sér vegna afglapa?  Hvenær axlar fólk ábyrgð?

Burt með spillingarliðið.


En fatan hún lekur

........hvaðan fékk DV þetta bréf?

En vinnubröðin eru forkastanleg.  Sammála Steingrími í því.  Allt þetta leynimakk í "lýðræðisríki". Mér sýnist að 18% vextirnir séu tillaga SÍ.  IMF leggur til lækkun stýrivaxta í öllum öðrum löndum.

Ég vil utanþingsstjórn strax (aðra en þá sem situr í seðlabanka).

Mætum öll á Austurvöll næstkomandi laugardag.

í
mbl.is „Eftir öðru að þjóðin fái upplýsingar með þessum hætti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband