Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á að lækka eftirlaunaaldur?

.....Mér finnst einboðið að skoða það nú þegar atvinnuleysi fer hratt vaxandi.   Það ætti að minnsta kosti að bjóða það sem valkost að geta farið fyrr á eftirlaun.  Þetta gæti verið liður í því að sporna við fólksflótta.....en það tel ég að ætti vera forgangsverkefni stjórnvalda núna.  Reynsla Færeyinga er sú að það fólk sem flúði land í þeirra kreppu hefur ekki snúið til baka.  Við höfum ekki efni á að missa fólk á besta aldri úr landi.

Vinnumálastofnun er farin að benda fólki á að leita sér að störfum erlendis.  Og margir eru að fara. Enn fleiri eru að hugsa sinn gang.

Ég vil líka ítreka það að það ætti að breyta lögum um séreigarlífeyrissjóði á þann veg að hægt sé að nota peningana til að greiða niður skuldir.


Ég er hrædd....og ég skil þetta ekki.

......Ég skil ekki að það sé hægt að gera svona samkomulag án þess að það sé rætt á Alþingi og við þjóðina.  Og enginn virðist vita hvað þetta kostar okkur.   Þetta gerir ríkisstjórn sem er rúin trausti.

Kannski var þetta það eina sem hægt vara að gera í stöðunni....ég veit það ekki.  Gátu Íslensk stjórnvöld ekki staðið á því að þetta færi fyrir dómstóla?  Hvernig á 300 þúsund manna þjóð að geta borgað þetta?   Þegar fólkið er að tapa vinnunni og heimilunum.   Og flýja land.  Hverjir verða eftir til að borga þetta?

Ég get kannski fengið hús í Danmörku.....nú skoða ég alla möguleika.  Ég vil ekki borga þennan reikning.


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER VON

...........Ég fór á Austurvöll þar sem þúsundir Íslendinga mættu með þá von í brjósti að sjá breytingar í Íslenku stjórnkerfi.    Og við munum sjá það.  Ef bara við höldum vöku okkar. Við höfum lifað hér í einhvers konar sýndarveruleika og blekkingum.  En við erum vöknuð.  Og nú viljum við hreinsa úr öllum hornum og fá nýtt fólk til að stýra landinu. Við eigum nóg af góðu fólki til þess.  Hver einasti stjórnmálaflokkur verður að fara í innri endurskoðun.  Það þýðir ekkert að fara í kosningar nema með ný andlit og ný viðhorf fyrir Nýja Ísland.  Almenningur  þarf að vera virkari í lýðræðinu.  Við fólkið eigum að hafa meiri áhrif á hvernig listar flokkanna líta út fyrir kosningar.

Fjöldi  Íslenskra og erlendra blaðamanna var á Austurvelli.  Mótmælin vekja athygli erlendis.  Þar sem enginn skilur hvers vegna enginn hefur sagt af sér hér eða verið rekinn.

Loksins hitti ég Láru Hönnu.....besta fjölmiðil landsins. Blaðamaður frá Wall Street Journal kom og spjallaði við okkur.  Mikið er ég glöð að rödd hennar heyrist út fyrir landssteinana!!!!!!!

Við þurfum að losna við spillinguna.

Áfram Ísland.


mbl.is Þúsundir mótmæla á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil uppreist æru

....þess vegna ætla ég að mæta á Austurvöll klukkan 15:00 í dag.  Ég er mjög hrygg yfir því óorði sem er á okkur Íslendingum.  Ég er öskureið yfir því að við höfum verið leidd í dimman táradal. Ég er bandbrjáluð yfir að framtíð mín og barnanna minna hefur verið rústað.   Við erum barbarar í augum umheimsins. Eina leiðin til að endurheimta traust er að skipta um stjórnendur í allri stjórnsýslunni.

Við verðum að láta heyra í okkur.

Allir á Austurvöll klukkan 15:00 í dag.


Svo sorglegt sem það er..........og burt með spillingarliðið.

................treysti ég engu lengur sem kemur frá yfirvöldum. Við verðum að fá utanþingsstjórn. Við erum alls staðar orðin að athlægi. Enginn axlar ábyrgð á afglöpum sínum. Engum hefur verið vikið úr starfi. Enginn segir af sér.  Ég verð reiðari með hverjum deginum.  Ég sendi inn umsókn um atvinnuleysisbætur í dag...þarf svo að fara eftir helgi með ýmis plögg til að fá þær.   Við starfsfólk Heilsuverndarstöðvarinnar munum fá greiddar bætur fyrir 5 daga.....það verður okkar útborgun í desember. 

Mætum á Austurvöll klukkan 15:00 á morgun.


mbl.is Þokast í átt að lausn á IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað er bogið við þetta

..........Ég get ekki kokgleypt þessa frásögn.  Bað maðurinn um aðstoð? Þurfti hann hjálp?  Ég trúi alls ekki að honum hafi verið synjað um hjálp vegna þjóðernis.

Enginn spyr um þjóðerni ef fólk er í lífsháska.

Allir á Austurvöll klukkan 15:00 á morgun

Mín krafa er verðtrygginguna burt


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnulaus

.................þá fæ ég að prófa það. Sæki um atvinnuleysisbætur á morgun. Ég sé mjög eftir þessari starfsemi.  Sérstaklega sé ég á eftir góðum vinnufélögum og einstökum starfsanda.  Það er eftirspurn eftir starfsemi af þessum toga.  Þarna fór fram endurhæfing eftir slys og sjúkdóma sem gerði fólki kleift að vera lengur heima.  Einnig hvíldarinnlagnir....sem miðuðu að því að veita aðstandendum hvíld frá því að sinna veikum einstaklingum.  Allt til að gera einstaklingum kleift að vera lengur í heimahúsum.   Við höfum fengið mikið hrós fyrir vinnuna okkar og létt á störfum heimahjúkrunar, aðstandenda og einnig höfum við tekið fólk af Landspítala.

Ég var þarna í kvöld að kveðja síðustu skjólstæðingana. Allir tóku þessu vel og af skilningi.

Ég var líka á Landakoti þar sem ég fékk nokkur uppsagnarbréf....og einn daginn mætti ég í vinnuna og við máttum hringja í tugi manns sem höfðu verið boðaðir í aðgerðir....og afboða.  Í mínum huga voru það stór mistök að loka Landakoti sem var einstaklega manneskjulegur spítali. Á sama hátt er sorglegt að loka svo góðri starfsemi eins og hefur verið rekin á Heilsuverndarstöðinni.

En ég örvænti ekki.....það fara að losna stöður í seðlabanka og ríkisstjórn.....


mbl.is Heilsuverndarstöðin í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séreignalífeyrissjóðir

......stór hluti landsmanna hefur safnað í séreignarlífeyrissjóði.  Þeir eru lögum samkvæmt lokaðir til 60 ára aldurs.  Væri ekki mögulegt að breyta lögum á þann veg að fólk gæti tekið fé úr þessu núna til að greiða niður íbúðalánaskuldir?   Að opnun sjóðana yrði háð því að peningarnir rynnu beint í að greiða af skuldum. Þetta gæti forðað mörgum heimilum frá gjaldþroti.

Burt með spillingarliðið.


Allir á Austurvöll á laugardaginn klukkan 15:00

...................Nú liggur lífið á.  Við verðum að fá utanþingsstjórn strax. Við höfum ekki efni á að bíða á meðan spilltir stjórnmálamenn eru að fela sínar slóðir.   Ísland er að brenna upp.  Úrræðaleysið er algert hjá stjórnvöldum sem eru rúin trausti.

Mætum öll sem vettlingi getum valdið á laugardaginn.


mbl.is Haldist í hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PLAN B

...........nú verður þjóðin að taka stjórnina í sínar hendur.  Við getum ekki haft 11. september á hverjum degi.   Nú erum við búin að hafa 36 daga í þessari hringavitleysu.  Engin þjóð lánar okkur nema að við skiptum um alla toppa í stjórnsýslunni.  Við þurfum utanþingsstjórn strax.  Sendum Alþingi heim.  Geir hlýtur hvort eð er að segja af sér eftir þetta skipbrot. Við þurfum nýjan gjaldmiðil strax.

Og í dag er hægt að lækka stýrivexti...........

Burt með spillingarliðið.   Áður en allir flytja úr landi.

 










mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband