Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ferfalt húrra fyrir Jóhönnu

...................hún gerir sér grein fyrir að þetta er ekki hægt.  Í raun þyrfti hún stóraukuð fé.

Hrópum ferfalt húrra fyrir henni.....það geri ég ein hér í eldhúsinu mínu.

                                      

 










mbl.is Ætla að hunsa beiðni um niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt

...................Því þeim þykir svo lítið til koma í Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu.  Vita útlendingarir  ekki að þetta er bara skríll?    Kannski hægt að biðja Norðmanninn að koma því á framfæri.

Mín spá er sú  að enn fleiri mæti næsta laugardag.  Austurvöllur er orðinn of lítill fyrir skrílinn. Háskólabíó er of lítið fyrir umræðufundi.  Samt er lítið gert úr þessu hér.  Nei þetta er ekki þjóðin.  Þetta er ekki þjóðarpúlsinn.  Það er bara eiginlega ekkert að marka þetta.

Á Íslandi er nefnilega litið á kjósendur sem skríl á milli kosninga.


mbl.is Mótmælin vekja athygli utan landsteinanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðför að öryrkjum og öldruðum

.............Þetta er algjört hneyksli.  Stór hluti fólks sem þarf að nota stomavörur hefur ekki fjáhagslega  burði til að greiða fyrir þetta.   Vei þeim sem leggur þetta til.  Við vitum að kreppan mun fara verst með þá sem minnst mega sín en fyrr má nú rota en dauðrota.

Það verður að halda vörð um þá sem minnst mega sín í samfélaginu.   Ég treysti ekki núverandi stjórnvöldum til þess.


mbl.is Eins og að rukka fyrir klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt ættaður?

.................það er það fyrsta sem kemur upp í hugann.
mbl.is Gæsluvarðhaldskröfu hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er skríll.......... ég er ekki þjóð.

................Ráðamenn telja sig mega nota orðið skríll um það fólk sem mætir á fundi á Austurvelli. Þangað mæta venjulegir kjósendur allra flokka sem eru búnir að fá nóg.

................Þeir telja sig líka þess umkomna að halda því fram að það sé ekki þjóðin eða þjóðarsálin sem mætir á umræðufundi eins og þann sem var í Háskólabíói í gærkvöldi þar sem færri komust að en vildu.  Þangað mæta venjulegir kjósendur allra flokka sem eru búnir að fá nóg.

.............Í mínum huga er það skríll sem talar af svona miklum hroka til fólksins í landinu.

............Skríllinn mun geyma þetta hjá sér en ekki gleyma.


Traustið er brostið

.........................góður fundur í Háskólabíói í kvöld.  Góðar ræður.

En það er eitt sem mig langar að vita.

Hvað hafa margir sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum?

Hvað hafa margir sagt sig úr Samfylkingunni.

Þær tölur liggja varla á lausu.


mbl.is Bankaleyndina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við að glata tungumálinu?

Hvað þýða þessi orð í ykkar huga?  Hafa þau á einhvern hátt tapað merkingunni undanfarið?

ÁBYRGÐ

VIRÐING

TRAUST

TRÚVERÐUGLEIKI

RÉTTLÆTI


Dýrt kveðið

............það kostar okkur milljarða í hvert skipti sem hann opnar munninn.  Á enginn einangrunarlímband?

Spá dagsins....................DO kemur ekki í Háskólabíó í kvöld.


mbl.is Veikir málstað Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætir Þórunn ein?

........................Ég ætla að mæta í Háskólabíó í kvöld.  Ég er spennt að sjá hversu margir ráðherrar telja sig þurfa að tala við þjóðina. Mun einhver sjá ástæðu til að hafa með sér lífverði fyrir framan fólkið í landinu?   Það hefði þótt brandari fyrir nokkrum vikum síðan.  Í þessu friðsæla landi.  Í dag erum við  reið svikin þjóð.  Einhverjir eru löglega afsakaðir á öðrum fundum eða í útlöndum.

Þetta er frábært framtak hjá skipuleggjendum fundanna.


mbl.is Stólar merktir ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er stjórnmálakreppa.

.................Allt traust á stjórnmálamönnum er farið.  Enginn hefur axlað ábyrgð á mistökum.  Engum hefur verið sagt upp störfum.  Gömlu bankamennirnir eru enn að störfum.  Delete takkarnir á tölvum bankanna eru orðnir gatslitnir og pappísrtætararnir að brenna yfir. Hvernig stendur á því að þetta er liðið?

Ég fór á Austurvöll í gær.  Sé lítið um það hversu margir voru þar.  Það er talað um þúsundir.  Sá reyndar á einum stað töluna 6000 manns.  Ég trúi að yfir 10 þús manns hafi verið þarna.  Austurvöllur var smekkfullur og fólk beðið að þétta raðirnar svo allir kæmust inn á torgið. Það er fráleitt að halda því fram að Hörður Torfason hafi hvatt til óeirða.

 Ég trúi að við værum betur sett ef meira hefði verið hlustað á Þorvald Gylfason.  Hvernig væri að byrja að hlusta á hann núna?


mbl.is Stjórnmálakreppa ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband