Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þetta er kolvitlaust.

............Nú á einmitt að efla strætó.   Nú er farþegum að fjölga vegna kreppunnar.  Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt að styrkja almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti.  Það hlýtur að vera hagkvæmt að geta dregið úr innflutningi á eldsneyti. Dýrmætur gjaldeyrir sparast.

Það mætti gefa atvinnulausum afslátt af strætóferðum.


mbl.is Dregið úr ferðum hjá Strætó en gjaldskrá óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að lækka laun ráðamanna?

     Ekki yrði ég hissa að það yrði niðurstaða kjararáðs að það sé óheimilt að lækka laun ráðamanna.  En þá er bara að setja neyðarlög um það.  Bráðum verðum við með neyðarlög um allt mögulegt...það verður eina leiðin til að hafa tök á ástandinu.  Á þessu neyðarskeri.

Er eitthvað að frétta að séreignarlífeyrissjóðum? Verður fólki gert kleift að skera sig úr snörunni?  Það ríkir neyðarástand núna............

Munið Austurvöll klukkan 15:00 á morgun laugardag.


mbl.is Lækka laun ráðamanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt árið 2008

.............Góð menntun kvenna skilar sér illa í betri launum   samanber barnig ljósmæðra hér fyrr á árinu.  Er bara mest hissa á að enginn hafi kennt þeim um kreppuna.   Það er því miður líka staðreynd að margar konur búa einnig við misrétti heima hjá sér  og vinna sumar óheyrilega langan vinnudag.   Því miður eru enn til karlar sem líta á heimilisstörf sem kvennastörf.  Við eigum enn svo langt í land. 

Það gleymist líka að margar konur eru einu fyrirvinnurnar á sínu heimili.

Kannski er hægt að jafna þetta í kreppunni?

Að minnsta kosti verður það eitt af áherslumálunum á Nýja Íslandi að jafna kjörin.


Næðingur í Svörtuloftum

........................Nú vill Heimdallur sjá breytingar í Seðlabanka.  Það er fokið í flest skjól en vængur Geirs er stór.  Allt of stór.

En hvernig gat hann leyft sér að mæta ekki fyrir viðskiptanefnd Alþingis ?  Gat þá ekki einhver rölt upp í banka og spjallað við manninn.

 


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbreyting í vínbúðum

.................Ætli það sé afturvirkt?  

Hvað hækkar þetta lánin okkar mikið?  Hversu mikið hækkar verðbólgan?

Það virðist stefna stjórnvalda að koma fólki sem fyrst á heljarþröm.


mbl.is Verðbreyting í vínbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréf í nýju bönkunum.

............Allar líkur eru á því að bankarnir verði einkavæddir á ný. Þar sem almenningur borgar bókstaflega allt sitt og er settur í eilífðarþrældóm vegna bankanna er ekkert nema sanngjarnt að við fáum hlutabréf í þeim nýju.  Hver einasti Íslendingur ætti að fá hlutabréf í öllum bönkunum.  Þannig að nýjir bankabarónar verði að kaupa af okkur.

Ég er ekki tilbúin að borga þetta sukk.  Ég bara get það ekki frekar en flestir Íslendingar.  Ekkert sannfærir mig um að það sé sanngjarnt.


mbl.is Segja fullyrðingar ekki eiga við Glitni sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um eftirlaunaósómann. Allt i plati.

............Ég hlustaði á Valgerði Bjarnadóttur í Kastljósi kvöldsins.  Hún er ekki sátt við tillögu ríkisstjórnarinnar.  Segir hana ganga allt of stutt.   Lífeyrisrétturinn verður þó áfram mun betri en annara launþega......hvers vegna? Þó er hún til bóta. Sérstaka athygli vakti þó að lögin eiga ekki að ganga í gildi fyrr en 1. júli 2009

Halló.

Þau tryggja sjálfum sér þessi réttindi sem síðan falla niður.  Mér blöskrar. Burt með þessa spillingu.  Hún á alls ekki að líðast.

Mig langar líka að vita hvers vegna það tók 7 vikur að koma með fumvarp um sérstaka rannsóknarnefnd vegna bankahrunsins.  Það gerir mig í það minnsta tortryggna.

             

 


SÉR GREFUR GRÖF

          Stjórnvöld sem taka ekki á þessum málum af festu og túverðugleika grafa sína eigin gröf.  Hvað er hægt að ætla almenningi lengi að mótmæla friðsamlega?  Við erum búin að fá nóg. Við bíðum ekki mikið lengur. Við erum fólk sem búið er að gera að eignalausum þrælum. Við eigum betra skilið.

Neyðarlög á bankaleynd í dag.

Frysta eigur þessarara manna strax á meðan mál eru rannsökuð.  Með neyðarlögum ef þarf.

Ég hef engar fréttir séð um að Alþingishúsið hafi verið umkringt í dag.  Kannski þarf að umkringja það og halda því áfram þar til eitthvað vitrænt gerist þar innandyra.


Andskotinn.............allt upp á borðið.

Ég er sammála BB..............það verður að afnema bankaleynd þegar verið er að rannsaka þessi stóru mál.   Þorgerður Katrín tók undir það á Háskólabíósfundinum að allt þyrfti upp á borðið.  Hvað stendur í veginum fyrir því?  Lögum hefur jú fyrr verið beytt.  Ef menn hafa ekkert að fela eru þeir líklega bara sáttir við það.

Hverja er verið að vernda?

Spillingin verður að koma öll upp á borðið...........öðruvísi getum við ekki haldið áfram hér.


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FJÖLDI ATVINNULAUSRA EYKST UM 100-150 Á DAG

Hversu lengi stendur ríkið undir að greiða atvinnuleysisbætur............verða þær lækkaðar með vaxandi fjölda?    Verður það hagur ríkisins að við flýjum land?

Atvinnuleysibætur eru tekjutengdar     hvers vegna?.......ættu þær ekki að vera jafnar til allra? Þarf líka að stéttskipta atvinuleysingjum? Ég beini þeim tilmælum til fyrirtækja sem fara í þrot að gera ekki fólk atvinnulaust í miðjum mánuðinum  því þá fær fólkið ekki atvinnuleysisbæturnar næstu mánaðamót á eftir.  Ég varð svo óheppin að missa vinnuna 15. nóvember og fæ því engar bætur 1. desember............og finnst það fjári fúlt.

Mín spá er sú að fjöldi ráðherra og stjórnmálamanna missi vinnuna sína eftir áramót.  En þeir eru vafalaust búnir að tryggja réttindi sín.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband