Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.12.2008 | 12:27
Búið að staðsetja helvíti á landakortinu.
.................Reyndar vissum við af fordyri helvítis úr gömlum skruddum. Danir hafa staðsett helvíti hér á Íslandi. Aðgangsorð hroki og frekja. Það er sárt að lesa þetta en því miður margt til í því. Mannorð okkar er stórskemmt.
Því miður er Ísland þegar orðið að helvíti fyrir marga sem eygja enga von.
Spillinging hefur viðgengist hér í áratugi. Í viðskiptalífinu og stjórnmálunum. Það þarf algera uppstokkun til að laga þetta. Þar verður nýtt fólk að koma að. Á öllum vígstöðvum. Það verður að skipta um í brúnni. Það þarf að skera allt meinið í burtu.
Hvernig getur það gerst eftir algert efnahagshrun og niðurlægingu að sama fólkið situr enn við völd alls staðar? Hvernig getur það gerst að fólk fær mánuði til að hylja spillingarslóðir sínar? Þetta er vægast sagt rotið og ógeðslegt.
Mætum á Austurvöll klukkan 15:00 á laugardaginn.
3.12.2008 | 11:06
Burt með krumlurnar
..............látið lífeyrissjóðina í friði. Það er ekki fé til að gambla með. Þetta er eign fólksins en ekki eitthvað sem ríkissjóður getur leikið sér með. Þegar hafa sjóðirnir tapað nóg. Það má enga áhættu taka með þetta fé.
Og þrátt fyrir allt góðærið fer því fjarri að lífeyrisþegar hafi haft það of gott hér á Íslandi til þessa.
Breytið svo lögum um séreignarlífeyrissjóði strax svo fólk geti borgað niður lán nú þufum við mörg á því að halda. Hvað er svona erfitt við þetta? Snúið ykkur að björgunaraðgerðum sem snúa að heimilinum.
Setja fyrirvara við þátttöku í endurreisnarsjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2008 | 23:06
Hér sit ég fávís kona.
..................ég er að velta því fyrir mér hvað gerist ef erlendir bankar eignast hlutafé í íslenskum bönkum. Er það ekki þannig að bankarnir eiga i raun útgerðirnar og kvótann (sem var nota bene stolið frá okkur) ? Eignast þá erlendu bankarnir hlutdeild í kvótanum? Ég spyr?
Bjarga á fyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
2.12.2008 | 14:07
Olía á eldinn
...............Við megum mótmæla ef við erum stillt og prúð. Fjármálaráðherra lætur eins og hann viti ekki hverju er verið að mótmæla. Kannski veit hann það ekki, kannski hefur hann ekkert hlustað. Kannski skilur hann það ekki. Kannski finnst honum það ekki koma sér við.....hann ætlar óáreittur að sitja í sínum fílabeinsturni. Ríkisstjórnin er EKKERT að gera sem getur komið heimilum til bjargar. EKKERT. .Ekki má hreyfa við verðtryggingunni á lán ekki einu sinni tímabundið. Þetta er eignaupptaka, þetta er hreint rán. Vaknið Íslendingar. Einhver ætti að fara með þetta til mannréttindadómstólsins. Ekki hefur lögum um séreignarlífeyrissjóði verið breytt þannig að fólk geti notað aurana til að borga niður lánin sín. Þó eru þetta ekki lögbundnar greiðslur.....þetta er eign hvers og eins. Nei þetta gæti komið mörgum of vel til að það sé tekið í mál. Hver er raunveruleg staða lífeyrissjóðanna okkar? Þessi greiðsluaðlögun lána sem boðið er upp á er bara stórskaðleg fyrir fólk þegar fram í sækir...........
Í annari frétt á MBL.is er talað við Þorgerði Katrínu um RUV. Hún ber að sjálfsögðu ábyrgð á stöðu ríkisútvarpsins og hinum siðlausu kjörum Páls Magnússonar.
Ég er búin að fá upp í kok af þessu liði. Burt með það og það strax.
Mætum öll á Austurvöll klukkan 15:00 á laugardaginn. Þótt yfirvöld hér hlusti ekki vekja þau athygli langt út fyrir landsteinana.
Þarf að stilla mótmælum í hóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 23:24
Á tyllidögum er ég mannauður, hvunndags er ég skríll.
..............Við Sigrún Jónsdóttir bloggvinkona fórum á Arnarhól í dag. Ég týndi á mig 16 flíkur....ull,flís og kashmere. Ég tel mætinguna hafa verið góða þegar tillit er tekið til nýstingskulda og að það var vinnudagur. Það þorir enginn að missa úr vinnu á þessum síðustu og verstu. Þarna mættu á bilinu 1-2000 manns. það fer eftir því hver telur. Hitti strax Andrés vin minn sem var að koma heim frá París..........námslánin hans duga ekki til framfærslu. Hann sagði mér að frönsku blöðin hefðu eytt heilu opnunum í að fjalla um ástandið á Íslandi. Í dag mótmæltu Íslendingar í París.
Ég get ekki kyngt því að enginn hafi enn axlað ábyrgð. Enginn hefur beðist svo mikið sem afsökunar. Nei það er bent á að kreppan sé alþjóðleg. Jújú hún er það. Og svo benda menn hver á annan. Ég bíð eftir að heyra í litlu gulu hænunni. En engin þjóð fer eins illa út úr þessu og Íslendingar..................og við vitum hvers vegna.
Í stað þess að ráðast inn í Bleðlabankann gerðum við innrás á Hressó þar sem við fengum heitt að drekka og veitti ekki af. Við munum báðar fara á Austurvöll á laugardaginn klukkan 15:00.
Endurvakin sjálfstæðisbarátta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 11:21
Fullveldisdagurinn ætti að vera hátíðisdagur.
...........En er hann það í dag? Almenningur hefur verið sviptur fjárræði. Við höfum verið dæmd í ævilangt skuldafangelsi. Þeir sem settu okkur í þessa ánauð sitja allir sem fastast. Í dag fæ ég hvorki greidd laun né atvinnuleysisbætur. Nú fæ ég að prófa að lifa á loftinu. Mig langar ekkert að flytja úr landi............hef enn einhverjar óraunhæfar væntingar um að hægt verði að lifa hér. Það er erfitt að fara úr landi með unglinga í skóla. Þegar hvorki er hægt að selja eða leigja. Þegar ekki er hægt að flytja peninga með sér. Vinnufélagi minn hjúkrunarfræðingur hefur sótt um vinnu í Danmörku og Noregi........þar er eftirspurnin svo mikil að hún getur valið úr störfum.
Ég er döpur og reið.
Von mín felst í því að okkur takist að breyta samfélaginu. Að við fáum stjórnvöld sem setur fólk í forgang.
Mætum á Arnarhól klukkan 15:00 í dag.
1.12.2008 | 07:30
1. DESEMBER 2008
............þetta er þyngra en tárum taki. Við getum þakkað fyrir þessa vini okkar í Vesturheimi. Þvílík skömm að halda upp á 90 ára fullveldið með þessum hætti. Allt vegna vanhæfra stjórnvalda síðustu áratugi. Hafið skömm fyrir. Gerið þjóðinni þann greiða að víkja. Við viljum ykkur ekki. Við treystum ykkur ekki.
Mætum öll á útifund á Arnarhóli klukkan 15:00 í dag. Klæðum okkur vel því kuldaboli er sannarlega í essinu sínu.
Söfnun í Vesturheimi til styrktar Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 19:05
Þetta er ekki þjóðin, þetta er skríll.
Ég hef sjaldan verið eins kappklædd og á fundinum á Austurvelli í dag. Ágæt mæting þrátt fyrir nístingskulda. Góðar ræður og samhugur í fólki.
Hitti seinna í dag fullorðna konu sem treystir sér ekki út í kuldann. En hún sagði " Ég varð svo stolt þegar ég vissi hve vel var mætt þrátt fyrir óbærilegan kulda" " Það á að þakka þessu fólki fyrir"
Við höldum áfram að mæta...........næst 1. des á Arnarhóli.
Áttundi mótmælendafundurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 11:33
Ætlar Hrafnista að taka við því sem Heilsuverndarsstöðin sinnti?
..............Mér sýnist það á öllu. Hringi þangað á mánudaginn. En skammtímaplássum er þá fjölgað um 15. Forvitin að sjá hvaða húsnæði þeir ætla að nota. En það er mikil þörf á þessu. Það er erfitt að trúa hvað fók er að sinna mikið veiku fólki heima...........allan sólarhringinn. Þetta er mjög jákvæð frétt finnst mér.
Kannski fæ ég vinnu þarna. Það er ekki bjart yfir markaðnum núna.
Hrafnista átti lægsta tilboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2008 | 15:01
Ákall til ráðamanna.....líf okkar liggur við
...........Þið verðið að setja lög sem heimila okkur að nota séreignalífeyrissjóð til að borga niður húsnæðislán...............strax. Munið að þetta er ekki skyldusparnaður. Það ríkir neyðarástand hjá mörgum fjölskyldum í landinu nú þegar. Þetta er lífsnauðsynleg aðgerð fyrir mörg okkar. Þeir sem ekki þurfa á þessu að halda geta geymt sjóðinn áfram. Þetta mun styrkja Íbúðalánasjóð.
Frysta verður verðtryggingu strax......a.m.k. tímabundið.