Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.11.2008 | 12:37
Að stela lambalæri
.........Verði nú einhverjum það á að stela sér til matar eftir að hafa misst vinnu og aleigu.......hvernig verður tekið á því? Ætli viðkomandi verði ekki fljótt dreginn í yfirheyrslu og síðan dæmdur sakamaður...fær sekt og síðan fangelsisdóm því hann getur ekki borgað sektina.
Hvað hefur maður ekki oft heyrt um dóma þar sem menn hafa nappað sér einhverju smálegu til matar? Ekki það að ég verji nokkurn þjófnað. En við getum ekki látið það líðast að harðar sé tekið á aumum sauðaþjófum en stórþjófum bankanna. Hver vegna er ekki búið að taka þessa menn?
![]() |
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2008 | 10:25
Og þetta verður hagstæðara og hagstæðara
![]() |
Vöruskiptin hagstæð um 10,6 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2008 | 03:54
Mr. President Barack Obama
...........Gott að fá svona góðar fréttir eftir erfiðan mánuð. Svartur maður er að verða forseti BNA. Sem kemur vel fyrir sig orði og virkar afskaðlega vel á mig. En hann þarf góða lífverði. Kannski verður það kona næst?
Frábært
![]() |
Obama með 207 kjörmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 16:56
Hve margir af þeim eru ennþá að höndla með peninga?
............80 milljarðar eru miklir peningar. Maður fer að trúa því að allir hafi verið á einhverju hvítu dufti. Verður þessum skuldum varpað yfir á almenning?
Ég vil fara að fá að vita hvort einhver möguleiki sé á að lifa hér áfram. Verð svartsýnni með degi hverjum.
Mætið á Austurvöll klukkan 15 næsta laugardag
![]() |
Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
4.11.2008 | 14:22
Klára þetta í dag
![]() |
Hvað tefur eftirlaunin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 12:37
Sorpið í Ísbabwe
......eða kannski Ísrak? Hvað skyldi vera farið mikið af trúnaðarskjölum í gegnum papírstætarana?
Við yfirtöku bankanna hefði átt að víkja fólki tímabundið frá á meðan starfsemin var rannsökuð. Það er ótækt að fólk hafi fengið allan þennan tíma til að eyða gögnum og fela slóð.
Ef samþykkt verður að fella niður skuldir bankamanna verður að fella niður skuldir almennings líka. Það verður að gæta jafnræðis.
![]() |
Kreppan kemur fram í sorpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 12:01
TORTRYGGNI?
![]() |
Óþolandi að líða fyrir tortryggni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 11:13
Hvernig á þetta að ganga upp?
........Dætur mínar áttu smávegishlutabréf í Kaupþingi sem greitt var fyrir.....fá þær það þá endurgreitt?
....En er þetta bankafólk ekki búið að fá drjúgan arð greiddan af hlutabréfum sem það greiddi aldrei fyrir? Og borgaði 10% fjármagnstekjuskatt af því. Verður því þá ekki gert að endurgreiða þennan arð?
Spillingin flæðir um allt. Þegar ég leggst á koddann að kvöldin fer ég að hugsa um fréttir morgudagsins......hvaða ný spillingamál koma upp og hvaða fyrirtæki fara á hausinn. Hversu margar fjölskyldur eru komnar í þrot.
Í gær var frá því greint að einn vinur borgarfulltrúa fengi greiddar 1.2. milljónir fyrir hugmyndavinnu.
Gott fólk mætið á mótmælafund á Austurvelli á laugardaginn klukkan þrjú
![]() |
Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 22:49
Ísland er þjakað af kýlasótt.
............og nú vellur gröfturinn um allt.
Er ekki hægt að biðja Norðmenn að senda okkur fólk til að rannska spillinguna hér. Og biðja þá svo að stýra landinu í 5 ár meðan verið er að sótthreinsa. Kannski er Ísland spilltasta land í heimi.........og ekkert skrýtið að við séum litin hornauga um víða veröld.
![]() |
FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 18:30
Sekir
![]() |
Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)