Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.11.2008 | 14:36
Einræðisherra einn dag
........það væri skemmtilegt. Og allt yrði vitlaust (það er það nú þegar)
Við þurfum að spara það er morgunljóst.
Ég myndi byrja á að reka stjórnir FME og SÍ. Það er fullt af hæfum hagfræðingum til að taka við. Aðeins verður ráðinn einn seðlabankastjóri. Stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert.
Reka ríkisstjórnina frá völdum og láta stjórnina í hendur sérfræðinga og ráðuneyta og boða kosningar eftir áramót.
Lækka öll laun sem eru hærri en 500 þúsund.......það er rétt að láta þá sem hafa auraráð borga meira en þá sem eru að komast í þrot. 500 þús verði hámarkslaun í landinu á meðan fárviðrið geysar.
Þingmönnum verði fækkað við næstu kosningar og aðstoðarmenn þingmanna lagðir niður.
Þegar í stað verði erlendir sérfræðingar látnir fara í saumana á orsökum hrunsins.....skoðaður verði þáttur stjórnmálamanna, bankamanna og útrásavíkinga.
Fjármál stjórnmálaflokka upp á borðið.
Verðtrygging lána tekin af.
Sækja með öllum ráðum það fé sem flutt hefur verið úr landi.
Setja rándýrt húsnæði sendiráða í sölu og finna ódýrari lausnir.
Lífeyrisréttindi samræmd.
Breyta lögum um séreignarlífeyrissparnað þannig að fólk geti notað þetta núna til að greiða niður lán.
Mikið dagsverk en þarft.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
8.11.2008 | 12:51
Ekki hlustað
........gömul saga en ekki ný.
En stjórnvöld neyðast á endanum til að hlusta á sístækkandi hóp mótmælenda í Iðnó og við Austurvöll.
Ágæta fólk það viðrar vel á Austurvelli klukkan 15:00 í dag.
![]() |
Tryggvi Þór: Lítið samband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 10:59
Mótmæli á Austurvelli kl 15:00 í dag
.....Borgarafundur í Iðnó klukkan 13:00.
Ég trúi því að það skipti máli að mæta. Látið sjá ykkur og látið rödd ykkar heyrast. Þótt mótmælin virðist fara framhjá þeim sem þau beinast að er tekið eftir þeim erlendis. Þar vekja þau athygli.
Ég bíð spennt eftir talningu á mótmælendum!!!!!!!!!!
Það skiptir máli að við séum vakandi gott fólk.
![]() |
Mótmæli á Austurvelli í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 00:16
Ég er tortryggin
.....Finnst fólki það vera eðlilegt að hægri hönd Bjarna Ármannssonar í Glitni í Noregi hafi verið ráðinn til að aðstoða í forsætisráðuneytinu? Hernaðarsérfræðingur! Ég er mjög tortryggin á þetta.
Mætið á fund á Austurvelli klukkan 15:00 á morgun
7.11.2008 | 13:41
Loksins
.............og vonandi verður hlustað. Held samt að þetta þýði að stjórnvöld ætli ekki að þyggja IMF lánið. Nú er farið að skoða aðra möguleika í stöðunni.
Ég held samt að skilyrði IMF hafi ekkert með Icesave reikningana að gera..........frekar einhver mannaskipti........
En erum við að fá lán frá Póllandi eða ekki? Forsætisráðherra kannast ekkert við það þótt Pólska fjármálaraðuneytið staðfesti það.
Kveikjum ljós í glugga.
![]() |
Ræða alvarlega efnahagsstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.11.2008 | 02:24
Ég vil láta draga mig fyrir dóm
Ég neita að bera ábyrgð á Icesaves reikningum............var aldrei spurð
Ég harðneita að bera ábyrgð á lúxuslífi nokkura Íslendinga
Ég er einstæð móðir sem hef staðið í skilum til þessa Afhverju er verið að gera mig að vanskilakonu?
Ég vil að stjórnvöld axli ábyrgð.
![]() |
Við hættum frekar við lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2008 | 17:38
Gerum Björk að forsætisráðherra
![]() |
Björk vill að Ísland gangi í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2008 | 16:48
Einn seðlabanki hækkar vexti
..............og er með þá hæstu í heimi. Hvers vegna? Ég get ekki skilið afhverju önnur lögmál gilda á Íslandi en í öðrum löndum.
Ég er svo svartsýn að ég er farin að trúa því að hér sé markvisst unnið að því að koma öllu í þrot. 18% stýruvextir og 5-13% hækkun á matvælaverði koma öllu "venjulegu" launafólki í þrot jafnvel þó það haldi vinnunni sinni.
Hvenær fáum við neyðarstjórn?
Burt með spillingarmennina
![]() |
Seðlabanki Evrópu lækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2008 | 14:59
Harðar þjóðfélagslegar aðgerðir?
Hvað þýðir það á mannamáli?
Nú þegar hafa þúsundir misst vinnuna og þúsundir eiga eftir að gera það. Fólk er að missa heimilin og þjóðin hefur misst æruna. Hundruðir ef ekki þúsundir eru að íhuga brottflutning. Einhverjir eru þegar farnir og aðrir að fara á næstu vikum. Það eru líklega þeir heppnu. Ef til vill ættu einhver hjálparsamtök að aðstoða okkur við að komast í burtu.
Ég held að SÍ, FME, og ríkisstjórn hafi veið að gera mistök á mistök ofan og ættu að stíga til hliðar og fá neyðarstjórn fagmanna í þetta allt strax. Allt traust er farið.
Ég talaði við mann í gær sem sagði að lausnin væri að lækka öll innlend lán um 40%. Tapið af því yrði ekkert meira en verður hvort sem er að því að fólk getur ekki borgað þau. En það myndi halda fleirum á landinu ???
Burt með spillinguna
![]() |
AP segir lánið samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2008 | 14:34
Hvernig væri að skipta í nokkra daga?
......þá yrðum við laus við eftirlaunaósómann
......þá yrði gengið í að góma landráðamennina...
......Þá yrðu stöður aðstoðarmanna þingmanna lagðar niður
......þá yrði þingmönnum fækkað
......en
.....þá yrðu hryllilegar biðraðir í verslunum
og að lokum
....Burt með spillingarliðið. Verndum auðlindirnar
![]() |
Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)