Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.10.2008 | 23:02
Sagði ekki DO að við gætum bara öll flutt til Kanarí
........er ekki bara komið að því? Kyrrsetjum allar flugvélar og skip og siglum svo og fljúgum burt í skjóli nætur öll sem eitt. Áður en erlendar hjálparstofnanir fara að senda okkur teppi og tjöld. Losnum við þá ekki við skuldirnar? Getum svo komið til baka eftir 15 ár og byrjað upp á nýtt. Á eyðieyjunni. Þá fyrst verður hún mikil ferðamannaparadís.
Þeir sem þora......
Ég hallast að því að það sé vitrænast að forða sér og verða ódýrt vinnuafl í útlöndum.
![]() |
Krónan tifar á mjóum fótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 01:32
Atvinnuleysi
Ég þekki unga konu sem býr vestur á fjörðum. Þar missti hún vinnuna sína. Eiginmaðurinn hefur einhverja takmarkaða vinnu. Þau eru með ung börn. Nú er hún komin í annað sinn til Reykjavíkur í íhlaupavinnu sem gefur lítið af sér....það kostar jú að koma sér á milli staða....en eitthvað smávegis fær hún þó út úr þessu. Hún saknar auðvitað barnanna sinna og þau sakna hennar. Mikið óskaplega held ég að það sé auðvelt að gefast upp í þessari stöðu. Ekki beinlínis fjölskylduvænt.
Á mínum vinnustað virðast allir þekkja einhvern sem hefur misst vinnuna....og allir þekkja einhverja sem eru að komast í greiðsluþrot.
Mér þykir sárt að vita að við eigum eftir að missa margt ungt fólk úr landi. En það er varla gerlegt heldur að fara því þótt þú gætir selt eignina þína hér er ekki sjálfgefið að þú getir flutt peningana þína með þér.....og svo eru þeir harla lítils virði.
Íslendingar sem hafa lokið námi erlendis sjá varla hag í því að flytja heim
Nú verður að fella niður verðtryggingu á lán.....og hækka persónufrádrátt. Við stöndum ekki undir því ef margir einstaklingar verða gjaldþrota. Það hlýtur að vera dýrara fyrir samfélagið ef fólk lendir í hrönnum í greiðsluþrot heldur en að gera ráðstafanir sem duga til að forða fólki frá því.
Það er skelfilegt ef sofandaháttur ráðamanna undanfarin á hrekur fólk úr landi.
![]() |
Staðan verri en af er látið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 21:03
Hvenær mun þetta gerast hér?
Að bankastjórar biðjist afsökunar á mistökum sínum? Eða stjórnmálamenn? Hvenær axlar einhver ábyrgð hér? Það er alveg séríslenkst fyrirbæri að hér segir enginn af sér hvað sem á gengur. ( man reyndar eftir tveimur sem hafa gert það). Menn ættu að sjá sóma sinn í að víkja ef minnsti vafi leikur á heilindum og heiðarleik þeirra. Blessunarlega erum við þó ekki mikið að fylgjast með persónulegu lífi ráðamanna. Það væri til að æra óstöðugan í fámenninu hér.
![]() |
Strauss-Kahn biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 16:35
Enginn með réttar skoðanir?
.....voru ekki ríflega 50 umsækjendur? Voru þetta eintómir náttúruverndarsinnar sem sóttu um?
Ja það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Annars er ég afar ósátt við upplýsingaflæði frá stjórnvöldum þessa dagana. Einu fréttirnar sem við fáum koma frá erlendum fjölmiðlum. Ríkisstjórnin verður að fá sér almennilegan upplýsingafulltrúa sem talar mannamál.
![]() |
Ráðningarsamingur við Friðrik framlengdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 13:05
Gott
......getum við þá farið að spreða aftur? Fáum endilega nýja stjórn í seðlabankann. Og svo kosningar fljótlega. Einu kröfur Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins virðast vera að lög um fjármálastarfssemi séu endurskoðuð og það hlýtur að vera sanngjarnt. Og hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu.....kannski þegar bankarnir voru gefnir á sínum tíma.
Okkur er borgið í bili....
![]() |
Óska eftir 6 milljörðum dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 00:59
Íslendingar?
![]() |
Málverk seldist á milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 21:26
Fréttir morgundagsins?
Er tíðinda að vænta í fyrramálið? Ingibjörg talaði alveg skírt í dag þegar hún sagði að það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvarðanir en ekki SÍ. Ég hef trú á að Samfylkingin hafi gert það að skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi að skipt verði um stjórn SÍ. Sennilega var ekki svo erfitt að sannfæra suma ráðherra flokkksins um að nauðsynlegt væri að skipta SÍ stjórninni út. Það einfaldlega verður að vera traust á bankann. Það er morgunljóst að það er ekki til staðar í dag. Ég held að við þurfum ekkert að vera svo hrædd lán alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
En mér finnst stjórnarliðar ekki nægilega duglegir að upplýsa okkur fólkið sem þau eru á launum hjá.
![]() |
Engin niðurstaða enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 14:09
Að þvælast fyrir á strandstað
19.10.2008 | 12:24
Leynigöng í London
.....þetta verðum við bara að eignast. Þarna gætum við haft gistirými fyrir alla Íslendinga sem eiga erindi til London . Óþarfi fyrir námsmenn að borga rándýrt húsnæði. Við getum hreinlega horfið af yfirborði jarðar þegar Bretar eru vondir við okkur. Þarna gæti farið fram ýmis neðanjarðarstarfsemi og við getum skipulagt skærur neðan frá.
Annars.....sniðgöngum allt sem breskt er nema Stones
![]() |
Leynigöng til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2008 | 03:24
Mótmæli á Austurvelli......kunna Íslendingar að telja?
..............Ég var ekki þar. En er búin að vera mjög hugsi. Ég vil Davíð burt úr SÍ. Hann ber mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem við erum í núna. Hann ákvað sjálfur að naga blýanta í SÍ því það gefur vel af sér samhliða eftirlaununum sem hann kom á sjálfur. Í óþökk okkar flestra að ég hygg. En hann ber ekki einn ábyrgð. Nema að það sé viðurkennt að hann hafi verið einvaldur. Því hefðu mótmælin átt að beinast að SÍ, Fjármálaeftirlitinu og stjórnvöldum. Ekki bara að einum manni. Ég var að vinna í kvöld en fylgdist með netmiðlum. Það þarf greinilega að gera skurk í menntamálum hér á landi. Þjóðin kann ekki einu sinni að telja !!. Tölur um mótmælendur voru frá: á fjórða hundrað upp í 4 þúsund. Kannski við ættum að fara finnsku leiðina út úr kreppunni og efla skólana. Þeir sem missa vinnuna geti þá sest á skólabekk og aflað sér frekari menntunar. Jafnvel lært að telja. En þjóð sem kann ekki að telja hlýtur að vera vonlaus í fjármálum.
Skuldatölurnar eru svo svimandi að ég á bágt með að halda jafnvægi þegar ég sé þær. En við láglaunafólkið erum föst hér á Íslandi. Reyndar skilst mér að íbúðir séu farnar að seljast. Það er svo erfitt að sofa á milljónunum sem fólk tók út úr bönkunum svo nú er fjárfest í Rólex,koníaki og steinsteypu. En þó mér tækist að selja íbúðina mína get ég ekki flutt úr landi því krónurnar sem ég fengi fyrir hana eru verðlausar. Við erum hneppt í ánauð. Ég sem hélt að ég gæti farið að hafa það þolanlegt.
En getur einhver frætt mig um afhverju Ísland þarf 3 seðlabankastjóra þegar flestar þjóðir láta sér nægja einn? þurfum við ekki einhver önnur vistunarúrræði fyrir útbrunna stjórnmálamenn?
Ég vona að fólk sé að vakna af dvala og fjölmenn mótmæli verði næstu laugardaga gegn valdhöfum þessa lands. Hér þarf að sótthreinsa hvert skot.
![]() |
Mótmæla Davíð Oddssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)