Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.10.2008 | 18:58
Tekst Brown að stela jólunum?
..............það held ég ekki, þarna koma vinir okkar Norðmenn sterkir inn. Þeir munu lána okkur tré.
En BB er búinn að gefa fyrirmæli um að lögreglan haldi aftur af múgnum þegar sýður upp úr. Gott ef síðustu dollararnir fara ekki í rafbyssur. Ég er sleginn óhug. Hvað er framundan? Austurvallarslagurinn? Hvar er Sturla bílstjóri?
En það bullsýður á þjóðinni.
23.10.2008 | 16:05
Hverju reiddust goðin?
Það er allt á suðupunkti á Íslandi í dag. Eldfjöllin ókyrrast.....líka þau mennsku. Óveðursspá og hætta á snjóflóðum. Þjóðarskútan sokkin og búið að gefa fjárglæframönnum góðan tíma til að fela slóða sína.
Við verðum að viðurkenna að við ráðum ekki ein við ástandið. Allt traust á stjórnmálamönnum er farið og SÍ er fyrir bí. Ég held það verði bara að ráða erlenda óháða sérfræðinga til að leiða okkur út úr brunarústunum og rannsaka tildrög þess að svona herfilega fór. Það er réttur tími til að leita sökudólga núna. Og nota Svörtuloft fyrir fangelsi. Það á að krefjast þess að þeir sem fóru með þjóðarauðinn úr landi séu framseldir hingað til lands. Strax. Ef við eigum að eiga nokkra von sem þjóð.
Égeröskuþreifandiilloghanannú.
![]() |
Hekla getur gosið hvenær sem er |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 14:20
Hverra hagsmuna ert þú að gæta Birgir?
![]() |
Vill ekki frysta eignir auðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.10.2008 | 13:57
Nákvæmlega
þetta er nauðsynlegt.
Einnig þarf að endurskoða laun bankastjóranna.....þau eru fullkomlega taktlaus með öllu.
það þarf einnig að afnema eftirlaunaósómann strax. Stjórnvöld eru ekki trúverðug nema að þau taki til í sínum ranni. Ef við eigum að rísa upp á ný verður nú að skúra út i hvert horn. Nú er þjóðin vöknuð af Þyrnirósarsvefni og allar aðgerðir stjórnvalda eru undir smásjá.
![]() |
Vilja húsleitarheimildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 12:58
Kæri Jóli
.....Heill og sæll. Já nú er hart í ári hjá smáfuglunum. Við hér á Alcoaeyju erum í dálitlum hremmingum. Við þurftum meira að segja að skipta um nafn því gamla Íslandsnafnið var ekki að gera sig lengur. Fengum meira að segja greitt fyrir það. En þetta er ekki okkur að kenna það er búið að skoða það.
Stjórnvöld segja að þau beri ekki ábyrgð á þessu.
Framsóknarflokkurinn segist saklaus.
Sjálfstæðisflokkurinn var bara hissa þegar þetta var borið upp á hann.
Samfylkingin segist hafa verið of stutt við völd til að geta borið ábyrgð.
Bleðlabankinn ber enga ábyrgð....þeir fullyrða það.
Fjármálaeftirlitið er saklaust eins og nýfætt barn.
Bankarnir eiga enga sök.....þeir eru vissir um það.
Auðmennirnir eru í sárum eftir þeim var kennt um það alsaklausum.
Svo eftir erum við almenningur. Við erum víst sek og verðum því að borga sektina. Á okkur dæmist ábyrgðin......þótt allir ofantaldir hafi fengið greitt til að bera hana.
Að vísu eru nokkrir útlöndum sagðir hafa verið vondir við okkur.
Kæri jóli því kæmi sér best að þú settir gjaldeyri í jólapakkana í ár. Mörg okkar hafa lengi haft úr litlu að spila í þessu dýrasta landi heims og við bara getum ekki borgað. Jóli minn ég vona að þú sjáir þér fært að verða við þessari ósk annars fer illa fyrir okkur mörgum. Kær kveðja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 20:17
Kastljós
22.10.2008 | 13:54
Rétt hjá þér Valgerður
![]() |
Stjórnmálin biðu hnekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 11:40
Viðbótarlífeyrissparnaður
![]() |
Rannsóknin hefur forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 11:06
Seinagangur vegna siðspillingar?
Er ástæðan fyrir öllum þessum seinagangi sú að þarf að sópa svo miklu undir teppin og fela slóðir?
Upplýsingar til almennings eru af allt of skornum skammti. Mikil reiði er í fólki sem á eftir að brjótast út. Hef trú á að mótmælafundir verði mjög fjölmennir á næstunni. Sjálfstæð og sjálfræði þjóðarinnar virðist fyrir bí. Ég tel mig ekki fjárráða ef ég eyði restinni af lífinu í að borga lán sem ég aldrei tók. Allir eru hræddir um að staðan sé enn svartari en af er látið. Fólk hefur misst alla trú á stjórnvöldum.
Ljósið í þessu er að verðmætamat okkar mun gjörbreytast.
![]() |
Sátt um IMF-lán í Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 01:06
Ég vil uppreist æru.
![]() |
580 milljarða lán frá Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |