Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.6.2008 | 15:12
Hrært í skálinni.
Það er alveg sama hvort ég hræri rangsælis eða réttsælis, hratt eða hægt í grautarskálinni alltaf er sami grauturinn í henni. Það sama held ég að eigi við um meirihluta borgarstjórnarmeirihlutans. Þótt eitthvað hafi verið hrært í skálinni breytir það engu um að enn er sami grautur í sömu skál.
og svo er ég farin út í garð.
7.6.2008 | 17:16
Kannski þetta sé sá stóri??
![]() |
Hanna Birna verður borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2008 | 02:10
Baugsmál fyrir svefninn.
4.6.2008 | 11:32
Endilega haldið áfram á sömu braut.
![]() |
Þrýsta fastar á Vilhjálm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2008 | 01:44
Hvalur eitt
Hvalur eitt og Hvalur tvö
Hvalur þrjú og fjegur
Hvalur fimm sex og sjö
Hvalur ógurlegur.
......Eru BNA menn ekki sú þjóð sem veiðir flesta hvali? Af algerri eiginhagsmunasemi vil ég leyfa hvalveiðar. ég hreinlega elska súran hval og grillað hrefnukjöt er algert lostæti. En óþarfi að veiða meira en selst. Svo held ég að áhrif á ferðamennsku séu ofmetin. Held að hvalaskoðun og veiðar geti farið saman. (nú fæ ég aldeilis skammir) Segir ekki Sægreifinn að hvalaskoðendur komi til sín í mat eftir skoðunarferðina?? Mér þykja lítil lömb yndisleg en borða þau nú samt. Hví skyldi annað gilda um hvali??. Og er bara ekki nóg af hvölum? Nei nýtum stofnana skysamlega. Kannski styrkist þá þorskstofninn.
![]() |
Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.6.2008 | 13:35
Buddhahof
30.5.2008 | 02:35
Skjálfti
Skrapp í Kringluna í dag. Fór inn í Vínbúðina og keypti nokkra bjóra. Sá svo Skjálfta úr Ölvisholti og ákvað að prófa einn. Ég held bara að ég láti það vera framvegis.
Venjulega fylgist ég með skjálftakorti veðurstofunnar og áður en ég fór í vinnu sá ég að það hafði orðið jarðskjálfti upp á 3.2. Við sátum síðan á "vaktinni" þegar sá stóri reið yfir. Mig grunaði samstundis að upptökin væru nálægt Selfossi og hann hlyti að vera mjög stór. Gamla Heilsuverndarhúsið hristist og hvinurinn var mikill. Við fylgdumst auðvitað með fréttum og okkur varð ljóst að mikið eignatjón hefur orðið. Sennilega verður lítið sofið í Ölfusinu í nótt. Það mikilvægasa er þó að ekkert manntjón varð. Og mikið er heppilegt að veðrið er gott. Það virðist vera að aðstoð á jarðskjálftasvæðið hafi borist fljótt og að Almannavarnarkerfið okkar virki vel. Stöðugir eftirskjálftar hafa verið á svæðinu og nýr hver myndaðist í Hvergerði. Forsætisráðherra lofaði því að fólk yrði aðsoðað. Nú er bara að vona að allt gangi vel hjá fólkinu fyrir austan fjall.
Ég flutti til Reykjavíkur 1979 og hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta í Reykjavík. Með von um kyrrláta nótt.
28.5.2008 | 14:09
Strútsheilkenni
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2008 kl. 03:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.5.2008 | 02:46
Vonbrigði
![]() |
Samningar gerðir við ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.5.2008 | 12:33