Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hrært í skálinni.

Það er alveg sama hvort ég hræri rangsælis eða réttsælis, hratt eða hægt í grautarskálinni alltaf er sami grauturinn í henni. Það sama held ég að eigi við um meirihluta borgarstjórnarmeirihlutans. Þótt eitthvað hafi verið hrært í skálinni breytir það engu um að enn er sami grautur í sömu skál.

og svo er ég farin út í garð.


Kannski þetta sé sá stóri??

Það skyldi þó ekki vera að þetta sé stóri skjálftinn sem beðið er eftir?? Um mig fer allavega hrollur.
mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugsmál fyrir svefninn.

Ég hef aldrei nennt að setja mig inn í þetta mál. Alltaf grunað öfundarmenn að koma því af stað(DO). Aldrei heldur efast um að hægt væri að finna eitthvað gruggugt í svona stóru fyrirtæki ef vel væri leitað. Dómur er fallinn. Sakargiftir virðast litlar. En ég vil vita hvað við þjóðin höfum borgað fyrir þetta mál og hver er ábyrgur fyrir þeirri sóun. Ég veit að það hleypur á hundruðum milljóna. Ég er í engum vafa að einhver hefur farið offari í þessu máli og ætti að taka hatt sinn og staf. Ég vona að fjölmiðlar fari ofan í saumana á því hver ber hér ábyrgð.   En ég er líka á því að Baugsmenn hafi of mikil völd og í raun haldi þeir nú uppi háu matarverði hér ásamt auðvitað fleirum.  Neyddist til að versla í Hagkaup í dag......vörur í 2 poka. 3 lúxusvörur; hárbursti, tímarit og parmeggiano ostur. Vörur í 2 poka kostuðu ríflega 14þús krónur.......sem er skandall. Ég neyðist vonandi ekki aftur þarna inn. Ég sé ekki að hægt sé að búa á Íslandi lengur.

Endilega haldið áfram á sömu braut.

Þá þurfum við hin ekki að hafa áhyggjur meir. Verst að þurfa að bíða eftir kosningum.
mbl.is Þrýsta fastar á Vilhjálm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalur eitt

Hvalur eitt og Hvalur tvö

Hvalur þrjú og fjegur

Hvalur fimm sex og sjö

Hvalur ógurlegur.

......Eru BNA menn ekki sú þjóð sem veiðir flesta hvali?   Af algerri eiginhagsmunasemi vil ég leyfa hvalveiðar. ég hreinlega elska súran hval og grillað hrefnukjöt er algert lostæti. En óþarfi að veiða meira en selst. Svo held ég að áhrif á ferðamennsku séu ofmetin. Held að hvalaskoðun og veiðar geti farið saman. (nú fæ ég aldeilis skammir) Segir ekki Sægreifinn að hvalaskoðendur komi til sín í mat eftir skoðunarferðina?? Mér þykja lítil lömb yndisleg en borða þau nú samt. Hví skyldi annað gilda um hvali??. Og er bara ekki nóg af hvölum? Nei nýtum stofnana skysamlega. Kannski styrkist þá þorskstofninn.


mbl.is Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Buddhahof

Af hverju hefur fólk á móti því að reist verði Buddhahof??  Hver tapar á því??  Við hvað er fólk hrætt?  Ríkir ekki trúfrelsi á landinu?   Ég held að buddhistar séu með friðsamara fólki. Mér finnst það bara skemmtileg tilhugsun að fá fallegt hof. Ég hef komið inn í nokkur Buddhahof og finnst mjög skemmtilegt að skoða þau.....þó ólíft sé í þeim mörgum vegna reykelsis.  Mér finnst það bara mannvonska að vilja  ekki leyfa  þeim fáu buddhistum sem hér eru að reisa sitt hof. Eigum við ekki að bera virðingu fyrir trú eða trúleysi annara?

Skjálfti

Skrapp í Kringluna í dag. Fór inn í Vínbúðina og keypti nokkra bjóra. Sá svo Skjálfta úr Ölvisholti og ákvað að prófa einn. Ég held bara að ég láti það vera framvegis.

Venjulega  fylgist ég með skjálftakorti veðurstofunnar og áður en ég fór í vinnu sá ég að það hafði orðið jarðskjálfti upp á 3.2. Við sátum síðan á "vaktinni" þegar sá stóri reið yfir. Mig grunaði samstundis að upptökin væru nálægt Selfossi og hann hlyti að vera mjög stór. Gamla Heilsuverndarhúsið hristist og hvinurinn var mikill. Við fylgdumst auðvitað með fréttum og okkur varð ljóst að mikið eignatjón hefur orðið.  Sennilega verður lítið sofið í Ölfusinu í nótt. Það mikilvægasa er þó að ekkert manntjón varð. Og mikið er heppilegt að veðrið er gott.  Það virðist vera að aðstoð á jarðskjálftasvæðið hafi borist fljótt og að Almannavarnarkerfið okkar virki vel.  Stöðugir eftirskjálftar hafa verið á svæðinu og nýr hver myndaðist í Hvergerði. Forsætisráðherra lofaði því að fólk yrði aðsoðað. Nú er bara að vona að allt gangi vel hjá fólkinu fyrir austan fjall.  

Ég flutti til Reykjavíkur 1979 og hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta í Reykjavík. Með von um kyrrláta nótt.


Strútsheilkenni

hef áður bloggað um þá óværu. Hlustaði á Eldhúsdagsumræður í gærkvöldi. Ekkert kom á óvart. En ég hlustaði á Kristján Júlíusson lýsa kreppunni. Þetta væri ekki raunveruleg kreppa heldur spurning um að sleppa flatskjánum í eldhúsinu.  Á Íslandi er fullt af fólki í verulegum vanda vegna lágra launa. Sem duga ekki fyrir framfærslu. Sem þarf að greiða hæsta matarverð í heimi. Hæstu vexti, hæsta lyfjaverð og svo framvegis. Á Íslandi er fullt af fólki að hugsa sig um hvort það eigi að flytja úr landi því það sér ekki fram á að geta framfleytt sér hér. Á Íslandi er fullt af fólki sem lætur sig hvorki dreyma um dýra jeppa eða flatskjái........heldur því að geta greitt af húsnæðislánum og því að eiga fyrir salti í grautinn fram að næstu lágu útborgun. Já ég veit að margir lifa um efni fram. En það er ekki alltaf vegna óhófs. Á Íslandi er fullt af fólki sem missti af góðærinu. En þegar illa árar skellur það þyngst á láglaunafólki. Það verður að lækka vexti og afnema verðtryggingu í dag.

Vonbrigði

.....stóð kannski aldrei til að gera vel við umönnunargeirann?? Verður þessi samningur samþykktur?? Það er þó vitrænt að semja í svona skamman tíma. Allir flokkar töluðu um það fyrir síðustu kosningar að nauðsynlegt væri að hækka kvennastéttirnar í umönnun......það er beðið eftir efndum. Hvernig á að manna sjúkrahús og hjúkrunarheimili ef ekki verður betur gert við starfsfólkið?  Á áfram að fylgja "þetta reddast einhvern veginn" stefnunni??
mbl.is Samningar gerðir við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögvarinn þjófnaður.

 enn er ekki búið að gera breytingar á hinum illræmdu eftirlaunalögum. Lögfróðir telja að ekki sé hægt að gera breytingar á þeim afturvirkt. Þ.e. þeir sem njóta nú þessara kjara sem eru í engum takti við það sem gerist hjá sauðsvörtum almúganum munu gera það áfram þótt lögunum verði breytt. Kallast þetta ekki lögvarinn þjófnaður???

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband