Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.7.2008 | 13:19
Svart á hvítu.
Meðalgrunn ljósmæðra með 6 ára háskólanám eru 306 þús.
Meðalgrunn lögfræðinga sem starfa hjá ríkinu eru 394 þús. 5 ára háskólanám
Meðalgrunnlaun verkfræðinga hjá ríkinu eru 427 þúsund krónur. Miðað við 5 ára háskólanám.
Hvað veldur þessum mikla mun?
30.6.2008 | 18:08
Stálin stinn
![]() |
Engin niðurstaða á fundi hjúkrunarfræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.7.2008 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
30.6.2008 | 02:03
Ný ríkisstjórn
hvernig væri að mynda nýja ríkistjórn á blogginu? Draumaríkisstjórn. Af hverju erum við með Iðnaðaráðherra? Ætti það ekki að vera atvinnumálaráðherrra? Bara nafnið Iðnaðarmálaráðherra er einhvern veginn svo stóriðjuhvetjandi. Hverja viljið þið sjá í ráðherraembættum?
Eini ráðherrann sem ég sé vera að vinna vel fyrir þjóðina er Jóhanna....svo ég nefni hana sem Félagsmálaráherra áfram. Þó ég gæti vel hugsað mér Stefán Ólafsson sem forseta með frú Eddu sem Forsetafrú ætla ég að nefna hann sem forsætisráðherra. Mér litist vel á Jón Ásgeir sem fjármálaráðherra. Steingrímur J væri ágætur í Utanríkisráðuneytið....og jafnvel aftur í Samgönguráðuneytið. Guðjón Arnar í sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneyti. Ég er að hugsa um að vera sjálf Heilbrigðismálaráðherra Svo vil ég Ragnhildi Arnljótsdóttur sem Dómsmálaráðherra og systur hennar Þórhöllu sem Menntamálaráðherra. Láru Hönnu sem Umhverfismálaráðherra. Set Ingibjörgu Sólrúnu í Menntamálaráðuneytið. Auk þess legg ég til að á krepputímum verði þingmönnum fækkað um 20. Embætti aðstoðarmanna þingmanna verði lagt niður. Ekki veitir af aðhaldi eftir glöp síðustu ára. Nýju embætti verður þó komið á legg; Skemmtanastjóri Lýðveldisins og nefni ég til embættis Halldór tannlækni á Akureyri.
Komið nú með tillögur..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.6.2008 | 14:50
FÁRÁNLEG UMRÆÐA
Svo undarlegt sem það nú er virðast álverssinnar telja þá sem eru á móti vilja afturhvarf til fortíðar. Að við viljum jafnvel lýsa upp með lýsislömpum. Ég hef hvergi séð að fólk vilji ekki nýta raforku....auðvitað vilja allir nýta auðlindirnar en bara skynsamlega. Við viljum bara drepa varlega niður fæti og horfa lengra en 10 ár fram í tímann. Hreint land fagurt land og Fagra Ísland eru orðin tóm ef fram heldur sem horfir. Ferðamenn koma að sjá ósnortna náttúru. Ósnortin náttúra verður okkar aðalauðlind í framtíðinni ef við bara berum gæfu til að vernda hana. Samfylkingin fékk mörg atkvæði út á það að vilja vernda Íslenska náttúru.....ekki víst að við gleypum við því næst. Það er þegar komið of mikið af stóriðju hér. Segjum stopp.
27.6.2008 | 02:24
Ég er bara döpur
![]() |
Viljayfirlýsing framlengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2008 | 12:32
Væri það óeðlilegt .....
að hjúkrunarfræðingar gerðu sömu launakröfur og flugumferðarstjórar? Hversu langt er nám flugumferðarstjóra? Hjúkrunarfræðingar eru með í grunninn 4ra ára háskólanám. Báðar stéttir vinna vaktavinnu, báðar stéttir vinna "rauða" daga. Báðar stéttir bera mikla ábyrgð. Önnur er karlastétt hin kvennastétt. Launakröfur hjúkrunarfræðinga eru vægast sagt hófstilltar. Auðvitað á að gera sömu kröfur og karlastéttir gera.....fyrr næst ekkert kynjajafnrétti. Hví skyldi tími kvenna vera á útsöluprís? Afhverju gera konur svona miklu minni kröfur en karlar? Bendi svo á að hjúkrfr. eru ekki að boða verkfall heldur yfirvinnubann. En vegna manneklu og álags er það nóg til að lama margar deildir Landspítalans. Afhverju hækka launin ekki þrátt fyrir mikla eftirspurn....það lögmál gildir alltaf hjá karlastéttum. Afhverju kjósa mörg hundruð hjúkrunarfræðingar að fara í önnur störf en hjúkrun?
Ég sé að flugumferðarstjórar fá æði gott vetrarfrí. Hjúkrunarfræðingar fá 10 daga vetrarfrí.....sem kemur í staðinn fyrir jóla og páskafrí sem aðrir fá.....við fáum frídagana bara á öðrum tíma.
Veltið þessu fyrir ykkur.
![]() |
Engar undanþágur veittar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2008 | 14:41
Droplaugarstaðir.
Ég er eiginlega sammála því að fyrst borgin getur ekki rekið sín hjúkrunarheimili með sóma er best að láta aðra sjá um það. Sjálf hætti ég störfum þar vegna tungumálaörðugleika en stór hluti starfsfólks er illa eða ekki talandi á íslensku. Mér finnst það forkastanlegt að fólk sem ekki talar íslensku sinni heilabiluðu fólki.
Stöðugildum hefur verið fækkað á Droplaugarstöðum og því verða þeir sem eftir eru að taka meiri skyldur á sig.....þarf varla að taka fram að launin hækka ekki við það. Mjög fátt fagfólk vinnur á stofnuninni.
Ég skrifaði í haust um niðurskurð í eldhúsi Droplaugarstaða. Kaffibrauð var tekið af gamla fólkinu með þeim orðum að það hefði ekki gott af því!! Kvöldmatur var flest kvöld þunn pakkasúpa og tæplega brauðsneið á mann. Ég skammaðist mín að bjóða upp á þetta.
Það gleymist alltaf í umræðunni að fólk borgar heilmikið með sér inn á þessar stofnanir. Og margir borga mikið fyrir lítið.
Ástand öldrunarmála er til stórskammar fyrir íslenska þjóð. Og launamál starfsfólks er hneisa.
![]() |
Áform um breyttan rekstur Droplaugarstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2008 | 11:46
Mikið vildi ég..
![]() |
Vinna ekki keyrð áfram á yfirvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2008 | 12:19
Undarleg frétt.......er búin að lesa betur!!!!
![]() |
Börn brennd inni í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.6.2008 | 21:11
200 kíló
Það er ekki lítið. Og gott að það fannst. Vonandi verða þjálfaðir sem flestir fíkniefnahundar. Markaðurinn er greinilega stór. En þetta minnir mig á samtal sem ég átti á geðdeild fyrir u.þ.b. 27 árum. Viðmælandi minn var ungur mjög veikur maður.
Hólmdís...hefur þú reykt hass?"
"nei"
"Eg reykti einu sinni hass fyrir vestan"
"nú"
"já það var annað hvort hass eða Midlands"
Nei hann var ekki alveg viss blessaður.
![]() |
Ekki tilviljun að hass fannst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |