Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.7.2008 | 02:26
Ný ofurlaunastétt?
Já bráðum þeysast hjúkrunarfræðingar á milli landa í einkaþotum. Kampavín er drukkið með hverri máltíð. Hvar skyldu bestu demantarnir fást? Við sveipum okkur Dior slæðum eða Dolce og Gabbana. Ég persónulega er að hugsa um að láta verða af því að skreppa á þennan góða veitingastað á Madeira sem vinkona mín er alltaf að mæla með. Jafnvel kaupi ég mér nyjar nærbuxur.
Nei nei...það litla sem ég veit um þennan samning no way!!!!!!!!!!!!!!!
![]() |
Hjúkrunarfræðingar semja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.7.2008 | 11:10
Unglingaveiki á hæsta stigi.
![]() |
Krónprins biður um eyðileggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2008 | 01:54
Ísland í dag
.....já ég er í svartsýniskasti.
Nr 1. Launin eru svo lág hjá þorra þjóðarinnar að það dugar ekki til framfærslu.
Nr.2. Laun eru ekki í samræmi við húsnæðisverð.
Nr. 3 Laun eru ekki í samræmi við matvælaverð.
Nr. 4 Spáð er auknu atvinnuleysi.
Nr. 5 Laun eru í engu samræmi við menntun og ábyrgð.
Nr. 6 Konur eru virkilega látnar finna fyrir því í launum að þær eru lítils metnar.
Nr. 7 Heilbrigðiskerfið riðar á brauðfótum.
Nr. 8 Æ fleiri aka undir áhrifum áfengis-og vímuefna.
Nr. 9 Langir biðlistar aldraðra inn á hjúkrunarheimili.
Nr. 10 Helvítis Spánarsnigillinn hefur numið land.
Nr 11 Stjórnmálamenn gleyma öllum loforðum strax að loknum kosningum.
Nr 12 Margir Íslendingar kunna ekki að meta ósnortna náttúru.
Nr 13 Fagra Ísland............er þjóðsaga.
Nr. 14 Við rekum fólk hiklaust út í dauðann samanber Paul Ramses.
Nr 15 Veðurspáin klikkar oft.
Nr 16 Þjóðin gengur illa um.
Nr 17 Tollayfirvöld þurfa meira fjármagn til að taka á smyglmálum.
Nr 18 Skemmdarfýsn virðist landlæg.
Nr 19 Þjóðin þarf að fá að kjósa oftar um mikilvæg mál.
Nr 20 Íslenskukunnáttu fjölmiðlamanna fer hrakandi.
Nei þetta átti aldrei að vera skemmtilestur. Bara svona eigin hugleiðingar. Ég held við þurfum að vakna og hugsa hlutina upp á nýtt. Firringin í þessu þjóðfélgi er gífurleg. Verðmætamatið brenglað. Vonandi vakna ég bjartsýnni í fyrramálið................Góða nótt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.7.2008 | 00:07
Ég hitti 2 ungar konur um helgina.
...Önnur er hjúkrunarfræðingur sem starfaði við sitt fag í 2 ár. Gafst þá upp vegna álags og lágra launa. Fann sér nýtt starf sem var mun betur launað og telur litlar líkur á því að hún eigi eftir að vinna á Íslenskum spítala framar.
Hin er ljósmóðir....og hjúkrunarfræðingur. Hefur sagt upp störfum....Ætlar ekki að koma aftur til vinnu á Landspítala.
Mér þykir sorglegt að ungar konur leggi á sig erfitt nám en sjái sig svo knúnar til að yfirgefa sitt fag.
Hins vegar heyrði ég konu tala um unga vel gefna stúlku í vetur. Henni þótti svo sorglegt að svona vel gefin stúlka færi í hjúkrun....fannst það sóun á góðri greind og hæfileikum. Viðurkenni að mér var dálítið brugðið. En eftir á að hyggja er dálítið til í þessu....við hjúkrunarfræðingar höfum látið fífla okkur of lengi. Hjúkrunar- og ljósmóðurstörf eru gefandi ef vinnuálag fer ekki úr böndunum. En það er ekkert gaman að fá launaumslagið.
![]() |
Annar fundur í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2008 | 14:37
Nú er bara að bíða og vona
![]() |
Samningaviðræður enn í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2008 | 20:35
Íslenskt vatn
.....ég hef aldrei verið í vafa um að vatnið okkar bæði heitt og kalt er okkar mesta auðlind. Nú þegar áhugi er vakinn fyrir alvöru á að flytja út vatn ætti fólk að staldra við. Stóriðja og útflutningur á fersku vatni fer ekki saman. Össur sem kvittaði upp á nýtt álver við Bakka hefði átt að hugleiða það. Húsavíkurvatnið mun vera eitt það elsta ef ekki elsta vatn á landinu og örugglega það besta. Já aldurinn á vatninu er víst gæðastimpill, eins og á rauðvíninu. Við verðum að passa upp á ímyndina. Ég minnist þess að fjölskyldufaðir tók saman hvað hann keypti mikið vatn á hálfum mánuði í sólarlandaferð. Það voru yfir 100 lítrar. 2 fullorðnir og eitt barn!!! Og ég sá fólkið í Víetnam þvo sér upp úr mórauðu Mekong fljóti og þvo leirtauið sitt upp úr því. Það eru forréttindi að drekka gott vatn úr krana og láta renna í heitt bað.
Og að lokum einn gamall: Afhverju heitir heita vatnið heita vatnið? Nú eitthvað verður það að heita vatnið!!
6.7.2008 | 12:51
Óþolandi virðingarleysi
![]() |
Braut blómapotta í ölæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2008 | 01:23
Nokkrar laufléttar spurningar
Var þriðji hvítabjörninn drepinn?......Það heyrast raddir um það
Er ríkisstjórnin að springa?.................það heyrast raddir um það.
Munu hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fá kjarabót?.....það heyrast engar raddir um það
Eru dagar Sjálfstæðisflokks í stjórn hjá ríki og borg taldir?....það heyrast raddir um það
Eigum við heimsmet í dýrtíð?......það heyrast raddir um það
3.7.2008 | 20:03
Ómennsk brottvísun
Nú skammast ég mín sem Íslendingur. Vona að fólk láti vel í sér heyra vegna brottvísunar Paul Rames Oduor héðan af landi. Mótmæli verða fyrir utan Dómsmálaráðuneytið í hádeginu á morgun. Svona viljum við ekki fara með fólk. Þetta er ekki maður sem hefur brotið af sér. Hér á hann 6 vikna gamalt barn. Í það minnsta hefði verið hægt að veita honum landvistarleyfi í ákveðinn tíma. Mér virðist hreinlega um ofbeldi að ræða gegn þessari litlu fjölskyldu...sem kom löglega til landsins. Þið sem lesið þetta hafið hátt!!!! Sjálf verð ég í vinnu og kemst ekki.
Ýmist les ég að þau hafi komið löglega inn í landið eða ólöglega..
![]() |
Amnesty fer fram á að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sínap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.7.2008 | 01:28
Ég held að maðurinn hafi rétt fyrir sér.
Hverjir bera ábyrgð á einkavæðingu bankanna?
Hverjir bera ábyrgð á hæstu vöxtum sem þekkjast?
Hverjir bera ábyrgð á hæsta matvælaverði sem þekkist?
Hverjir bera ábyrgð á láglaunastefnunni?
Hverjir bera ábyrgð á að láglaunafólk er að kikna og farið að tala um að flytja til útlanda?
Hverjir bera ábyrgð á ástandinu í Heilbrigðiskerfinu?
Hverjir bera ábyrgð á kvótakerfinu? Sem hefur farið svo illa með sjávarbyggðir að þeim eru boðin álver í staðinn.
Það hljóta að vera Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem hafa óstjórnað landinu sí svona.
En nei það ber aldrei neinn ábyrgð hér á landi.
Það er tími kominn til að reka Sjálfstæðisflokkinn frá völdum.