Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.8.2008 | 00:11
Enginn hvati
Það er ekki hvetjandi fyrir konur eða karla að fara í gegnum 6 ára strangt háskólanám þegar launin eru jafnlág og hjá ljósmæðrum. Enn eitt dæmið um kvennastétt sem ekki er metin af verðleikum. Í ljósi athugasemda nefndar SÞ ættu stjórnvöld að virkilega að koma til móts við þessa mikilvægu vel menntuðu stétt. Áfram ljósmæður!!!!!!!!!
![]() |
Aðgerðir hefjist í september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2008 | 10:03
Reykingabann
....Sko Þjóðverja.
En af hverju má ekki reka staði fyrir þá sem vilja reykja hér? Þeir sem ekki reykja þurfa ekkert að sækja þá staði. Reykingabannið var m.a. sett á til að vernda starfsfólk veitingastaða. Þess vegna skil ég ekkert í því að ekki megi hafa afdrep fyrir reykingafólk án starfsfólks. Hvern er þá verið að vernda? Okkur sjálf sem reykjum? Nikotín er löglegt á Íslandi en það er að verða ólöglegt að neyta þess.
Ég er steinhætt að fara á kaffihús og kaupa mér kaffibolla.......Ég er nánast hætt að fara út að borða...geri það alls ekki að eigin frumkvæði. Á skemmtistaði fer ég aðeins ef nógu hlýtt er til að reykja úti. Gaman væri að sjá tölur frá þessum stöðum um aðsókn fyrir og eftir bann.
Er það ennþá svo að eini opinberi vinnustaðurinn sem hefur reykherbergi sé Alþingi? Hjá þeim sem settu þessi lög.
![]() |
Þjóðverjum leyft að fá sér rettu á barnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2008 | 11:27
Hvað kostar eggjakaka?
..........verðbólga 2.2 milljón %. Er hægt að lifa við það? Nógu erfið er verðbólgan hér. Það er nú gott að vita að matvælaverð hér er ekki það hæsta í heimi en það fer ansi nálægt því. Eitt er víst Zimbabwe er ekki fyrirheitna landið.
![]() |
Eggið á 35 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2008 | 20:49
Hvunndagshetjur.
....ég sé þær margar í gegn um starf mitt. Foreldrar fatlaðra barna. Foreldrar langveikra barna. Aðstandendur geðsjúkra. Og síðast en ekki síst aðstandendur og makar fullorðinna með langvinna sjúklinga. Og oft ófullnægjandi hjálp að fá.
Ég reyni oft að setja mig í þeirra spor. Fólk er að vakna oft á nóttu til að snúa fólkinu sínu í rúminu, skipta á bleium, þvo þvagblaut föt, mata, klæða, baða og hátta. Gefa lyf. Þetta er ekki létt verk ef viðkomandi er kannske 100 kg og lamaður. Það er heldur ekkert létt verk að gæta heilabilaðs einstaklings daginn út og daginn inn. Sem gleymir að slökkva á eldavélinni, ratar ekki heim eða pissar í drykkjarílátin. Fjölmargir Íslendingar lifa við þennan raunveruleika. Að sinna ósjálfbjarga ættingjum sínum allan sólarhringinn. Og margir nánast örmagna. Biðlistar eru langir eftir plássum á öldrunarstofnunum.
þetta fólk á rétt á heimahjúkrun og heimaþjónustu. Fólk er gjarnan tekið fram úr á morgnanna og sett í rúm á kvöldin og baðað einu sinni í viku. Aðstæður heima eru oft mjög erfiðar. Of þröngt fyrir hjálpartæki eins og lyftara og hjólastóla. Þessi aðstoð er vissulega góð en hún er svo langt frá því að vera nægileg fyrir allt of marga. Ef heppnin er með er hægt að koma ástvininum í hvíldarinnlögn fáeinar vikur á ári.
Persónulega er ég meðmælt því að fólk sé eins lengi heima og mögulegt er.....og fái þá góða hjálp heim. En það má ekki gleyma að huga að mökum og öðrum aðstandendum. Makarnir gjarnan orðnir gamlir sjálfir og ekki í stakk búnir að hugsa um þunga hjúkrunarsjúklinga. En þeim sem vilja hugsa um fólkið sitt heima er nauðsynlegt að veita hvíld. Það þarf að fjölga hvíldarinnlagarplássum verulega. Og það bráðvantar fleiri vistunarúrræði. Fá vistunarúrræði eru til fyrir yngri einstaklinga með erfiða sjúkdóma. Þrautalendingin er stundum öldrunarheimili......sem mér þykir einkar sorglegt.
En hvað um það fólkið sem sinnir sínum veiku aðstandendum árið um kring eru sannarlega hvunndagshetjur. Og það sparar samfélaginu dágóðan skildinginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2008 kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.7.2008 | 13:36
Reykjavík 4. hættulegasta borg Evrópu.
DV greinir frá rannsókn ICVS ( International crime victim survey). Reyjavík er sögð 4. hættulegasta borg Evrópu á eftir Tallin, London og Amsterdam. Samt er alltaf verið að segja okkur að glæpir hafi ekki aukist hér.
Afhverju er þetta orðið svona? Og hvað getum við gert? Við verðum að auka sýnilega löggæslu. Þessi frétt slær mig meira en þótt egypti reyni að selja nokkrar myndir fyrir vestan. Þar var nú aldeilis tekist á glæpnum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.7.2008 | 01:18
Grafalvarleg frétt.
Enn eitt dæmið um vitlausa forgangsröðun. Lífshættulega forgangsröðun. En þetta reddaðist í þetta sinn. Það er ekki þeim sem bera ábyrgðina að þakka. Ég held að hlutirnir séu víðar svona " á nippinu" og "þetta reddast " pólitík víða stunduð. Ég er orðin leið á því að enginn ber neina ábyrgð á Íslandi. Verður einhver látin bera ábyrgð hér? Eða verður enn einn bakarinn hengdur?
![]() |
Öryggiskröfum ekki fylgt vegna fjárskorts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2008 | 10:19
Hrollvekjandi
.............Hver mögulega hefði hag af stríði þarna? Aðeins vopnaframleiðendur hafa hag af því. Þetta yrðu tómar hörmungar og ekki er á það bætandi í þessum heimshluta. Hvernig er ástandið í Írak eftir frelsunina? Hvernig er ástandið í Agfanistan? Er ekki nóg að eiga við náttúruhamfarir....þarf maðurinn stöðugt að skapa helvíti á jörð?
![]() |
Assad: Stríð yrði dýrkeypt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2008 | 21:55
Eigum við von á þessu Geir?
.......kannski fer forsætisráðherra að gefa okkur sauðsvörtum almúganum matarpeninga? Sé hann fyrir mér niður á Laugavegi að gauka að þegnunum nokkrum krónum. það er víða þröngt í búi hjá smáfuglunum. Ég heyri æ fleiri velta sér upp úr þeim möguleika að flytja úr landi. Vonandi verður þó ekki mikill flótti við höfum ekki efni á að tapa ungu vel menntuðu og tápmiklu fólki. Námsmenn erlendis treysta sér ekki til að flytja heim. Þurfum við ekki nýtt fólk til að stýra efnahagsmálum hér? Ég roðna bara þegar ég heyri talað um trausta efnahagsstjórn.
Landspítali skuldar birgjum hátt í milljarð. Sem er auðvitað farið að hafa slæm áhrif á lyfjafyrirtækin. Hvers vegna er þetta ekki greitt þegar menn hafa gumað af svo og svo miklum tekjuafgangi? Þetta er bara ekki í lagi. Eru þetta skilaboð til okkar almennings um að okkur sé óhætt að geyma skuldir til betri tíma? Nei það er ekki vel rekið heimili sem greiðir ekki sínar skuldir. Svo framarlega sem við getum staðið við skuldbindingar okkar. Sem verður æ erfiðara vegna ofurvaxta og verðbólgu.
![]() |
Maliki dreifir reiðufé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
13.7.2008 | 14:09
Er ekki hægt að taka manninn úr umferð ?
![]() |
Bush gefur gult ljós á árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.7.2008 | 01:52
Fritzl þjáist af innilokunarkennd.
....Réttið upp hönd sem finnið til með honum. Ég hef ekkert skrifað um þetta skrímsli og ætla lítið að gera það. En mér ofbýður þegar hann kvartar yfir innilokun. Skelfilega veikur maður. Samúð á ég enga. Nema með fórnarlömbunum.
Enn var í fréttum í kvöld kynferðisbrotamál. Ég fæ á tilfinninguna að þetta sé hreinlega út um allt. Hrikalega algengt. Sem betur fer eru þessi mál að koma upp á yfirborðið. Ég var orðin fullorðin þegar ég heyrði fyrst talað um kynferðislega misnotkun á börnum. Nú er þetta í öðrum hverjum fréttatíma. Þöggunin er sem betur fer að hverfa. Umræðan er góð fyrir þolendur...sem eiga auðveldara með að segja frá.
Ég vann á BUGL í 5 ár...og á okkar borð komu ljót mál. Ég varð svo yfirsödd að ég les helst ekki um kynferðismisnotkun á börnum. Ég fékk meira en nóg. En ég man vel eftir kanadískri rannsókn. Kanadamenn voru með þeim fyrstu til að bjóða kynferðisafbrotamönnum meðferð við sinni barnagirnd. Ef upp komu kynferðisbrotamál í fjölskyldum í Kanada var mæðrum gert að velja á milli þess að búa með mökum eða börnum. Langflestar tóku makann fram yfir börnin......sem mér finnst óskiljanlegt. En þær hafa verið kúgaðar og hræddar og fársjúkar. Sennilega er rétt að fræða börn frá unga aldri um það hvernig megi snerta þau. Sum börn halda að þetta eigi bara að vera svona. Og önnur fyllast skömm. Afbrotamennirnir ná valdi yfir þeim með alls kyns aðferðum. t.d. hótunum en lika fagurgala og gjöfum. Heilbrigðisstarfsfólki á barnadeildum og í skólum er uppálagt að vera vakandi fyrir þessum möguleika. Og öllum ber að tilkynna ef grunur er um misnotkun á börnum.
Ég hef heyrt feður tala um að þeim finnist erfitt að láta vel að dætrum sínum eftir alla þessa umræðu um misnotkun. Og ég man eftir þegar ég skreið upp í hjá föður mínum á menntaskólaárum vegna martraða að honum þótti það nánast vandræðalegt. Ég vissi bara að hann myndi vekja mig af ég færi að hljóða. Svo framarlega sem maður lítur ekki á börn sem kynverur ættu allir að vera öruggir með sitt knúserí. Og ég vona að allir haldi áfram að knúsa börnin sín. Við eigum að þekkja okkar mörk.
Dætur mínar lentu í tvígang hér í Laugarneshverfinu í að karlmenn "sýndu" sig. Þeim fannst það bara fyndið....en ekki mér.
Ég dett í þunglyndi ef ég velti mér lengur upp úr þessu svo ég set punkt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)