Fritzl þjáist af innilokunarkennd.

....Réttið upp hönd sem finnið til með honum. Ég hef ekkert skrifað um þetta skrímsli  og ætla lítið að gera það.   En mér ofbýður þegar hann kvartar yfir innilokun.  Skelfilega veikur maður.  Samúð á ég enga. Nema með fórnarlömbunum.

Enn var í fréttum í kvöld kynferðisbrotamál. Ég fæ á tilfinninguna að þetta sé hreinlega út um allt. Hrikalega algengt.  Sem betur fer eru þessi mál að koma upp á yfirborðið. Ég var orðin fullorðin þegar ég heyrði fyrst talað um kynferðislega misnotkun á börnum. Nú er þetta í öðrum hverjum fréttatíma. Þöggunin er sem betur fer að hverfa. Umræðan er góð fyrir þolendur...sem eiga auðveldara með að segja frá.

Ég vann  á BUGL í 5 ár...og á okkar borð komu ljót mál.  Ég varð svo yfirsödd að ég les helst ekki um kynferðismisnotkun á börnum. Ég fékk meira en nóg. En ég man vel eftir kanadískri rannsókn. Kanadamenn voru með þeim fyrstu til að bjóða kynferðisafbrotamönnum meðferð við sinni barnagirnd. Ef upp komu kynferðisbrotamál í fjölskyldum í Kanada var mæðrum gert að velja á milli þess að búa með mökum eða börnum.  Langflestar tóku makann  fram yfir börnin......sem mér finnst óskiljanlegt.  En þær hafa verið kúgaðar og hræddar og fársjúkar. Sennilega er rétt að fræða börn frá unga aldri um það hvernig megi snerta þau. Sum börn halda að þetta eigi bara að vera svona. Og önnur fyllast skömm.  Afbrotamennirnir ná valdi yfir þeim með alls kyns aðferðum. t.d. hótunum en lika fagurgala og gjöfum. Heilbrigðisstarfsfólki á barnadeildum og í skólum er uppálagt að vera vakandi fyrir þessum möguleika. Og öllum ber að tilkynna ef grunur er um misnotkun á börnum.

Ég hef heyrt feður tala um að þeim finnist erfitt að láta vel að dætrum sínum eftir alla þessa umræðu um misnotkun. Og ég man eftir þegar ég skreið upp í hjá föður mínum á menntaskólaárum vegna martraða að honum þótti það nánast vandræðalegt.  Ég vissi bara að hann myndi vekja mig af ég færi að hljóða.  Svo framarlega sem maður lítur ekki á börn sem kynverur ættu allir að vera öruggir með sitt knúserí.  Og ég vona að allir haldi áfram að knúsa börnin sín.  Við eigum að þekkja okkar mörk. 

Dætur mínar lentu í tvígang hér í Laugarneshverfinu  í að karlmenn "sýndu" sig. Þeim fannst það bara fyndið....en ekki mér. 

Ég dett í þunglyndi ef ég velti mér lengur upp úr þessu svo ég set punkt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi misnotkun á börnum er allstaðar, þar sem ég var misnotuð sem barn, frá því að ég man eftir mér þar til ég var 12-13 ára. Þá hef ég ofverndað öll börnin mín, sem er líka slæmt.   En þessi Fritzl má rotna í helvíti mín vegna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.7.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóna Kolbrún.....hann mætti vera grýttur mín vegna.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 02:08

3 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér. Og það þyrfti að taka mikið harðar á þessum kynferðisafbrotamönnum, því þeir eyðileggja jú líf þeirra sem lenda í höndunum á þeim.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 12.7.2008 kl. 07:19

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég fyllist bæði óhug og hryllingi við tilhugsunina um þennan mann en auðvitað er hann fársjúkur, á því er enginn vafi. Psychopati trúlega. Einhvern veginn gengur mér samt illa að hugsa um hann sem ,,sjúkling" sem er auðvitað ekki gott. Það er allt við hann sem fær hár mín til að rísa, tala ekki um þegar fjölmiðlar eru að sýna myndir af honum á sólarstöndu, úff!

Þú kemur inn á athyglisverðan punkt varðandi feður ungra stúlkna, ég hef einmitt orðið vör við það að þeir séu beinlínis hræddir um að verða ásakaðir um misnotkun dætra sinna, t.d. þegar fara einir í ferðalög með þeim. Hrikalegt  dæmi um öfgarnar sem geta skapast sem þarf að snúa við með einhverjum hætti.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessir geðsjúklingar eru út um allt þó svo ég og mínir hafi sloppið.  Þessi kall á svo sannarlega skilið að rotna í litlum klefa, því minni því betri. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Blessunarlega er fæstir feður barnaníðingar...en mér finnst mjög vont ef þeir hræðast að sýna dætrum sínum hlýju af ótta við að verða ásakaðir um einhvers konar misnotkun

Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég botna enganvegin í þessu máli öllu. Hvar voru nágrannarnir? Var eiginkonan/ móðirin/amman svona hrædd? Hvar voru yfirvöld? Finnur maður bara börn við dyrnar hjá sér aftur og aftur? Þetta var ekki að gerast í 3ja heims ríki.  Hárin á mér rísa líka þegar ég hugsa um þennan vesaling.

Sigrún Óskars, 12.7.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband