Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Marsibil styður ekki nýjan meirihluta.

Tæp er nú nýja stjórnin.  Annar maður á lista Framhjáhaldsflokksin styður ekki nýjan meirihluta. En Óskar langaði í völd.....og áfram sitjum við uppi með veika stjórn sem verður lítt fallin til vinsælda. Þessi gjörningur minnir á þær aðferðir sem notaðar eru við að fita gæsir í Frakklandi.....til að fá sem besta gæsalifrarkæfu..  Þessu er troðið ofan í okkur gegnum trekt......og við neydd til að kyngja.

Rei rei og svei svei. Dagar Framsóknarflokksins í borginni eru taldir.  Sjálftökuflokkurinn verður agnarsmár eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Þeir sjálfstæðismenn sem ég þekki ætla ekki að kjósa flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum.....þeim er nefnilega líka orðið bumbult  eins og okkur flestum.


mbl.is Formennirnir voru kjölfestan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valtað yfir kjósendur

......Ég er sannfærð um að hagur borgarbúa var ekkert leiðarljós á fundi Óskars og Hönnu Birnu.

Þetta samstarf snýst aðeins um völd.  Óskar með sitt tveggja prósenta fylgi fær meiri völd í þessu samstarfi en ef hann hefði unnið með Tjarnarkvartettinum.  Hvers vegna í dauðanum var Framsóknarflokkurinn að skera Sjáftökuflokkinn úr snörunni?    Ég held að það þýði lítið fyrir Framhjáhaldsflokkinn að þykjast vera félagshyggjuflokkur framar.  En Óskar er alsíðasti Framsóknarmaðurinnn sem situr í borgarstjórn.  Martröðinni er ekki lokið. 

Nú er bara að vona að minni kjósenda verði gott við næstu kosningar.


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sirkus Geira Smart

.......hvenær hefst sýningin í Ráðhúsinu?  Ég ætla að fara að taka mig til ..............vil ekki missa af þessari sýningu................Því miður held ég að sýningin  verði flopp.    Meira að segja mætir "fólk " frá öðrum hnöttum.......þvílik undur og stórmerki eru þetta.
mbl.is Fljúgandi furðuhlutir yfir Reykjavík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri best í stöðunni.

......................Annars ættum við öll að fara niður að Tjörn og baula á þessa vitringa.  Langt síðan mér hefur verið svona bumbult.    Á þessu augnabliki er Óskar valdamesti maðurinn í borginni....áttið þið ykkur á því?
mbl.is Ólafur vildi Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkum laun borgarfulltrúa

Þau hafa engan veginn unnið fyrir kaupinu sínu.......en þess í stað reynst okkur borgarbúum ákaflega dýr.  Ætla þau að endurgreiða okkur?  Á öllum öðrum vinnustöðum væri búið að reka þau fyrir löngu. Mér skilst að á næstu mínútum verði tilkynnt um enn einn meirihlutann.  Sér grefur gröf.....ég segi nú ekki annað.

AFRUGLARAR ÓSKAST.

  Íbúar Reykjavíkurborgar óska eftir afruglurum strax.  Öll aðstoð vel þegin.  Borgarbúum er nóg boðið.  Hversu langt á þessi farsi að ganga og hve lengi.   Fyrir næstu kosningar ættu allir borgarfulltrúar að segja sig frá störfum.. Bæði minnihluti og meirihluti......og örhlutarnir líka. Það þarf algerlega nýtt blóð þarna inn ef við eigum að losna undan ruglinu.   Ruglið er þvílíkt að einsdæmi er. Það þarf að breyta lögum um sveitastjórnarkosningar svo svona skandall endurtaki sig ekki. Að mínu mati er Ólafur F ekki aðalvandamálið......heldur þau öll....Gefum þeim öllum frí , langt frí.

Hvaða lausn er það að skipta út borgarstjóra með 1% fylgi og fá annan með 2% fylgi?  Og ekki fer Óskar inn í þetta öðruvísi en að fá toppstöðuna. Það er ekki hagur borgarbúa að vera með marga borgarstjóra á launum. Er ekki hægt að gefa þeim öllum veikindafrí og fá varamenn inn.   Nú fer ég og tek ógleðipilluna mína...........

 


Ekki vanþörf á

Ég veit að enginn trúir því sem ekki þekkir til hversu illa margir eru staddir sem bíða eftir hjúkrunarplássum.  Í dag er mannekla á þessum stofnunum.  Og lægstu laun í landinu fá þeir sem vinna við aðhlynningu. Það þarf  að gera stórátak í launamálum ef takast á að manna þetta. 

En ég vona það besta


mbl.is 400 ný hjúkrunarrými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira aarrgghhhhhhh

Já nú ætla ég að skrifa um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.

Á síðasta ári réði ég mig í vinnu hjá einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu.  Tómt rugl og fyrirtækið ECI skuldar mér ennþá peninga.   Sem ég gæti fengið með aðstoð FÍH hugsanlega.

Svo í vetur réði ég mig hjá öðru einkafyrirtæki.  Og líkar vel í vinnunni.  Og allir glaðir þangað til að við áttuðum okkur á því að fyrirtækið er ekki að greiða í lífeyrissjóð, sjúkrasjóð eða inn á orlofsreikninga. Launin mín fyrir síðasta mánuð hafa enn ekki verið reiknuð út.   Launin orðin þau lægstu í landinu. Þolinmæði mín er þrotin og ég skrifaði uppsagnarbréf í kvöld. Þess má geta að það er dregið af laununum okkar í þessa sjóði.

Ef heldur áfram sem horfir munu einkafyrirtækin sjálf drepa hugmyndina um einkavæðingu.

Ef einkavæðing er framtíðin .........þá hálpi okkur allir heilagir.


AARRGGGGGHHHHHHHHHHH

Bara launahækkun forstjórans er hærri en laun vesæls hjúkrunarfræðings eða ljósmóður. Það er sannarlega búið að segja okkur sem vinnum þessi störf að við séum einskis virði.  Þetta er blaut tuska framan í okkur.  Hann hefur ekki þurft að selja réttindi sín fyrir nokkra þúsundkalla eins og hjúkrunarfræðingar gerðu.

Eftir hækkun er forstjórinn metinn á við rúmlega 5 hjúkrunarfræðinga eða ljósmæður. Væri kannski eðlilegra að hann væri metinn á við 1 og hálfa eða í hæsta lagi tvær.

Afhverju er svo miklu verðmætara á Íslandi að telja peninga en hugsa um fólk?

Mér varð hugsað til starfsfólk slysadeildarinnar þegar slysið varð í morgun. Sennilega hefur þurft að hlaupa hratt þar......eins og reyndar alla daga allan ársins hring. Hrikaleg mannekla og álag er á Landspítala. Nýgerðir kjarasamningar breyta því ekki.  Áfram verður krafan um óendanlega yfirvinnu en nú á lægra kaupi. Áður var yfirvinna 1.0 eitthvað % af mánaðarlaunum en var lækkað í o.o95% Skömm að þessu.

Ég er reið.


mbl.is Laun forstjóra Landspítala hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvern er verið að vernda hér?

    Ætti það ekki bara að vera nægilegt  að konan er hrædd við manninn og lögreglan telur henni stafa ógn af honum.   Það fyrsta sem kom upp í hugann var að maðurinn tengdist þessum dómurum á einvern hátt   Kæmi mér ekki á óvart ef maðurinn   er "vel"  ættaður.

Konan vill þennan mann ekki nálægt sér.  Verður henni tryggð einhvers konar vernd eða getur maðurinn hafist handa við að beita hana ofbeldi óáreittur?

Ég bara skil þetta alls ekki.


mbl.is Kröfu um áframhaldandi nálgunarbann hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband